Bændablaðið - 31.08.2004, Blaðsíða 17

Bændablaðið - 31.08.2004, Blaðsíða 17
Þriðjudagur 31. ágúst 2004 17 VASKUR Nýr og öflugri arftaki Þjarks Stærri vél: 26 hestafla Kubota vatnskæld Öflugra vökvakerfi Meiri lyftigeta Á kynningarverði núna Austurvegi 69 - Selfossi - Sími 4 800 400 Jötunn Vélar - Sterkur félagi -buvelar.is Aðspurður hvort bændur geti ekkert gert í málinu sagði hann að svo virtist sem bændur hefðu ekkert lengur um það að segja hvernig þeir verðleggja sína vöru. ,,Við áttum einn fund með stjórn sláturleyfishafa um verð- lagsmálin. Þar settum við fram óskir okkar. Við sögðumst myndu standa sameiginlega með þeim að því verði ef þeir samþykku þá hug- mynd sem við vorum með en það var að ná til baka verðlækkuninni frá því í fyrra. Málið var rætt og þeir höfnuðu hugmynd okkar ekki formlega á fundinum en skömmu síðar gáfu þeir út þessa nýju verð- skrá. Það virðist vera afar tak- markaður áhugi hjá sláturleyfis- höfum að ræða þessi mál við bændur. Þeir bara gefa út sína verðskrá eins og þeir einir geti og viti." Jóhannes segir að bændur geri sér grein fyrir því að sú verð- hækkun sem þeir fóru fram á hefði leitt til ákveðinnar spennu í sölu- og birgðahaldi. Menn hefðu bara orðið að taka því. Nú aftur á móti kraumi undir megn óánægja hjá sauðfjárbændum. Jóhannes Sigfússon, formaður Landssambands sauðfjárbænda Mikil óánægja hjá sauðfjár- bændum vegna nýrrar verðskrár sauðfjárafurða ,,Það er mikil óánægja hjá sauðfjárbændum vegna verðskrár sem sláturleyfishafar hafa verið að birta undanfarið. Hækkunin frá því í fyrra er yfirleitt um 2% en fer nokkuð eftir því hvernig menn meta yfirborganir inn í þetta. Hækkunin hefði þurft að vera á bilinu 8- 10% til að ná u.þ.b. sama verði og var árið 2002, slík var lækkunin í fyrra. Ég er því afar ósáttur við þetta nýja verð," segir Jóhannes Sigfússon, formaður Landssambands sauðfjárbænda. Framlengdur frestur til að sækja um notkun á djúpfrystu hrútasæði Eins og fram kom í síðasta Bændablaði fyrir sumarfrí þá var óskað eftir að þeir sem óskuðu eftir noktun á djúpfrystu hrútasæði á kom- andi vetri kæmu umsóknum þar um til mín fyrir 1. september. Vegna þess að ég verð á ferðalagi erlendis síðustu dagana í ágúst og fyrstu daga í september verð- ur þessi umsóknarfrestur framlengdur til 8. september. /JVJ

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.