Bændablaðið - 31.08.2004, Blaðsíða 25

Bændablaðið - 31.08.2004, Blaðsíða 25
Þriðjudagur 31. ágúst 2004 25              Snorri Sigurðsson, fram- kvæmdastjóri Landssambands kúabænda, segir að verð á nautakjöti hafi aðeins tosast upp á við á þessu ári og þróunin sé í rétta átt miðað við síðustu ár. Það vanti hins vegar mikið upp á að hægt sé að hafa hagkvæmni út úr framleiðslunni. Þess vegna fari því víðs fjarri að bændur séu ánægðir með verðið. Í byrjun ágúst hækkaði verð frá flestum sláturleyfishöfum til nautgripabænda að meðaltali um 6-7% og ef tekið er mið af þeirri verðhækkun nemur hækkun til nautgripabænda sl. 12 mánuði um 11%. Búist er við að allir slátur- leyfishafar muni hækka verðið innan tíðar. Snorri segir að ástæðan fyrir þessari hækkun á verði nautakjöts til bænda sé minni framleiðsla á nautakjöti. Hér ráði framboð og eftirspurn en hann bendir á að til þessa hafi ekki skort nautakjöt í verslunum. Hann segir að verð til bænda þurfi að hækka töluvert í viðbót til þess að bændur sjái sér hag í því að framleiða nautakjöt. STALDREN bylting í sóttvörnum STALDREN er þurrefni sem stuðlar að heilbrigði og vellíðan búfjár á eftirfarandi hátt: • Dregur í sig raka og þurrkar því bása eða golf, hlutlaust sýrustig, er því ekki ætandi • Rykast ekki dregur í sig og bindur ammoníak og eyðir því lykt • Minnkar loftraka og minnkar þar með líkur á loftbornu smiti • Er auðvelt í meðförum • Ertir ekki húð og er hættulaust mönnum og dýrum • Dregur úr flugnaplágu, drepur lifrur • Er pH hlutlaust hlýfir því umhverfi og raskar ekki sýrustigi jarðvegs • Vinnur gegn stofnum af E-coli, Salmonella, Staphylokokkar og Camphylobacter • Hentar undir gæludýr t.d. hamstur • Passar á legubása, básahesthús, gyltugotstíur o.s.frv. STALDREN 50 g/m2 annan hvern dag í fyrstu síðan tvisvar í viku. Efnið inniheldur litaefni sem eyðist eftir því sem virkni þess minnkar. Virknin er á meðan efnið sést (rauður litur). Korngarði 12, 104 Reykjavík Austurvegi 69, 800 Selfossi Hlíðarvegi 2-4, 860 Hvolsvelli Bústólpi, 600 Akureyri Sími: 570-9800 Fax: 570-9801 Netfang: www.fodur.is Fóðurblandan h.f. STALDREN er notað til að bera undir allan búfénað, og gegnir hlutverki sínu á óviðjafnanlegan hátt. Einstök samsetning náttúrulegra efna veldur því að efnið er skaðlaust mönnum og dýrum en drepur bakteríur. Komum í veg fyrir smit og notum viðurkennd sóttvarnarefni Verð á nauta- kjöti á uppleið www.naut.is Stórsekkir Hafnarbakki hf. Suðurhöfninni Hafnarfirði Sími 565 2733 Fax 565 2735 fyrir korn og kartöflur stærð 90 x 90 cm og hæð 105 cm

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.