Bændablaðið - 31.08.2004, Blaðsíða 2

Bændablaðið - 31.08.2004, Blaðsíða 2
2 Þriðjudagur 31. ágúst 2004 Landsátakinu Veljum íslenskt - og allir vinna var formlega hleypt af stokkunum í húsnæði Mjólkursamsölunnar í síðustu viku. Markmið átaksins er að vekja Íslendinga til vitundar um mikilvægi íslenskrar framleiðslu fyrir atvinnu- og verðmæta- sköpun í landinu, sérstaklega á tímum þegar hátt gengi, háir vextir og ódýr innflutningur veikir samkeppnisstöðu íslen- skrar framleiðslu og at- vinnuleysi er varanlegt. "Ég er afar ánægð með að þessir aðilar skuli standa að átaki um að fólk velji íslenskar vörur, en það þarf sífellt að minna okkur á það að íslensk vara er samkeppnis- hæf við þá erlendu. Ég legg á það áherslu að það eru neytendur sem hafa valdið," sagði Valgerður Sverrisdóttir, iðnaðar- og viðskiptaráðherra, í samtali við Bændablaðið. Ráðherra sagði að yfirleitt kæmu stjórnvöld upp í huga fólks þegar rætt væri um vald. "Í þessu tilviki eru það neytendur sem ráða en þeir geta valið. Ég treysti mér til að mæla með íslenskri vöru enda hafa orðið geysilegar framfarir í íslenskum iðnaði á síðustu árum." Haraldur Benediktsson, for- maður BÍ, sagði að það væri ekki alltaf sjálfgefið að fólk tæki ís- lenskar vörur fram yfir þær inn- fluttu. Samkeppni væri hörð og á stundum óvægin. "Það er ekki auðvelt að keppa við lönd sem greiða svo lág laun að það hálfa væri nóg. Það er ekki auðvelt að keppa við fyrirtæki auðhringa sem víla það ekki fyrir sér að stíga á þau fyrirtæki sem á vegi verða. Því verður að mætti að verja með sanngjörnum leikreglum störf fólksins og aðbúnað fyrir- tækjanna," sagði formaðurinn. Ný fjarnámsstofa var opnuð á Hvammstanga fimmtudaginn 26. ágúst sl. Að sögn Elínar R. Líndal, oddvita Húnaþings vestra, hefur sveitarfélagið tekið á leigu þetta húsnæði. Undanfarin ár hefur fjarnámið farið fram á tveimur stöðum, í grunnskólanum og í herbergi á neðri hæð félagsheimilisins Hvammstanga. Elín segir að þetta hafi ekki verið nógu góð aðstaða en nú þegar þetta er komið á einn stað með full- komnum fjarnámsbúnaði sé aðbúnaður orðinn mjög góður. Einnig ákvað sveitarstjórn að tómstundafulltrúi hefði umsjón með rekstrinum og veitti nemendum leiðbeiningu um nám og námsefni ásamt því að hvetja, örva og kynna íbúum möguleika til fjarnáms. Elín segir að fleiri tugir manna hafi notfært sér fjarnámið í Húnaþingi vestra undanfarin ár og margir lokið námi í hinum ýmsu greinum. ,,Fyrsti hópurinn sem fór í fjarnámið þegar það hófst hér árið 1999 var í meistaranámi, alls 12 manns sem áttu lítið eftir til að ljúka námi í ýmsum greinum. Einn var að ljúka klæðskeranámi, aðrir símsmíði, bakari o.s.fr. en iðngreinar voru þarna í meirihluta. Þetta fólk lauk sínu námi í fjarnáminu hér. Síðan hafa útskrifast sjúkraliðar í fjar- náminu en það voru konur sem höfðu unnið á ganginum í sjúkrahúsinu í mörg ár. Svona mætti lengi telja. Til viðbóta þá þróast vinnumarkaðurinn mjög hratt þannig að þörfin fyrir sí- og endurmenntun eykst stöðugt og fjarnámsstofan kemur einnig til móts við þann hóp. Það má segja að bætt aðgengi fólks til menntunar í fjarnámi nálgist að vera bylting í byggðamálum á Íslandi," sagði Elín R. Líndal. Á undanförnum árum hefur sláturhúsum hér á landi fækkað mjög. Fækkunin hefur vafalítið haft í för með sér margvíslegt hagræði fyrir sláturleyfishafa en henni fylgja sannarlega einnig ókostir. Ber þar fyrst að nefna dýravelferð. Löngum flutningum fylgir mikið álag á sláturfé og því skiptir miklu máli að sem best sé að þeim staðið. Óheppileg meðferð sláturdýra hefur ekki bara í för með sér aukið álag og þjáningar fyrir sláturdýr heldur leiðir hún einnig til gæðarýrnunar á kjötinu. Á síðastliðnu hausti voru vís- bendingar um að meira væri um streitugalla í lambakjöti en áður höfðu sést. Einnig bar sums staðar meira á meiðslum og jafnvel dauða sláturfjár í flutningum. Sérfræðingar hjá MATRA og kjötmatsformaður munu vinna að rannsókn á streitugöllum í sláturfé nú í haust. Bændur og sláturleyfishafar þurfa að taka höndum saman til þess að tryggja sem besta meðferð sláturfjár. Ávallt skal gæta fyllstu nærgætni við smölun og rekstur sauðfjár og forðast að þreyta það umfram nauðsyn og gæta þess að það fái nægjanlega hvíld áður en það er sent í sláturhús. Draga skal úr fóðrun sláturfjár síðasta sólarhringinn fyrir slátrun en varast skal of mikið svelt vegna þess að það er slæm með- ferð á dýrum og getur valdið streitugöllum í kjöti. Flutningatæki fyrir sláturfé þurfa ætíð að vera rétt útbúin, ekki síst þegar um langa flutninga er að ræða. Í reglugerð nr. 60/2000 um aðbúnað sauðfjár eru ákvæði um að "hliðargrindur skulu vera slétt- ar og eigi undir 100 cm á hæð og tryggja skal að gripir geti ekki stokkið yfir þær. Flutningspall skal hólfa sundur með traustum grindum í stíur sem rúma allt að 12 kindur, sbr. viðauka I C. Dyraumbúnaður skal vera traustur og öruggur. Við flutning umfram 50 km skal flutningspallur hólfaður sundur í miðju að endilöngu svo að engin stía nái um þveran flutningspall. " Á gólfi skulu vera grindur eða ristar og þurfa þær að vera þannig útbúnar að ekki sé hætta á að fé festi fætur í þeim. Starfsfólk sem vinnur við flutninga á sauðfé verður að kunna til verka, fara vel með féð og sýna því nærgætni. Í reglugerð um aðbúnað sauðfjár segir einnig: "Óheimilt er að vera með sláturfé á flutninga- tæki lengur en 8 klst. án hvíldar." Flutningstími skiptir vissulega máli en einnig og ekki síður ástand vega, færð, veður, ökuleikni bílstjóra og fjöldi hemlana. Taka verður tillit til þessa við skipulagningu flutninga á sláturfé. Einhver brögð eru að því nú að nýrúin lömb séu flutt í slátur- hús. Mjög þarf að gæta þess að þau ofkælist ekki. Hitastig, vind- hraði og einangrun flutningatækis skipta máli en ekki eru handbærar rannsókaniðurstöður til að gefa nákvæmar leiðbeiningar. Fækkun sláturhúsa hefur einnig leitt til þess að flytja þarf sláturfé milli varnarhólfa. Þetta leiðir til þess að enn brýnna er nú en áður að hreinsun og sótt- hreinsun flutningatækja sé í sem bestu lagi. Flutningatæki skal hreinsa og sótthreinsa samkvæmt fyrir- mælum embættis yfirdýralæknis. Fullnægjandi aðstaða og búnaður skal vera við hvert slátur- hús, þvottaaðstaða, helst yfir- byggð, kraftmikill smúll eða há- þrýstidæla, heitt og kalt vatn, gott frárennsli og góð lýsing. Skrá skal ferðir flutninga- tækja, hreinsun þeirra og sótt- hreinsun. Þó ætíð hafi þurft að huga að dýravernd og smitvörnum hefur það orðið enn brýnna nú þegar sláturhúsum hefur fækkað. Embætti yfirdýralæknis skorar á alla hluteigandi, bændur, slátur- leyfishafa og starfsmenn þeirra að taka höndum saman svo meðferð sláturfjár verði sem verði sem best nú í haust. Bændur og sláturleyfishafar þurfa að taka höndum saman til þess að tryggja sem besta meðferð sláturfjár Landsátakið Veljum íslenskt - og allir vinna Neytendur hafa valdið - sagði Valgerður Sverrisdóttir, iðnaðarráðherra Guðni Ágústsson, landbúnaðarráðherra, og Valgerður Sverrisdóttir, iðnaðar- og viðskiptaráðherra, ýttu átakinu úr vör. Ný fjarnámsstofa opnuð í Húnaþingi vestra Fjarnámið bylting í byggðamálum -segir Elín R. Líndal, oddviti Húnaþings vesta Jóhann Albertsson skólastjóri Grunnskóla Húnaþings vestra (t.v.) býður Gunnar Sveinsson tómstundafulltrúa velkomin í hópinn. Líklega hefur kornrækt í ár heppnast einna best á Norðurlandi vestra. Þetta er mat Jónatans Her- mannssonar, tilraunastjóra Korpu. Miðað við selt útsæði í vor - og heimræktað sáðkorn - þá var sáð í um 3000 hektara. Þetta er met en í fyrra var ræktað á um 2600 hekturum. Jónatan sagði að áttunda ágúst hefði Óskar bóndi í Grænuhlíð í Eyjafirði skorið fyrstu spildu sumarsins. Norska sex raða kornið Arve og Olsok eru vinsælustu tegundirnar fyrir norðan auk 2ja raða kornsins Skeglu sem er íslenskt. Sænsku tegundirnar Filippa og Rekyl njóta hins vegar meiri hylli sunnlenskra kornbænda. Jónatan sagði ástæðuna að hluta til a.m.k. vegna hættu á hvassviðri fyrir sunnan en sex raða korn þolir slagviðri verr. Vel heppnuð kornrækt

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.