Bændablaðið - 31.08.2004, Blaðsíða 19

Bændablaðið - 31.08.2004, Blaðsíða 19
Þriðjudagur 31. ágúst 2004 19 Stjórn BÍ skorar á stjórnvöld "Stjórn Bændasamtaka Íslands hefur kynnt sér "Tillögur og kostnaðaráætlun vegna reglubundins eftirlits með nokkrum smitsjúkdómum í búfé", sem unnar hafa verið á vegum yfirdýralæknis. Það er grundvallarstefna Bændasamtaka Íslands að tryggja svo sem kostur er hreinleika og hollustu íslenskra búvara. Sú skylda hvílir á okkur gagnvart neytendum og í því felast jafnframt helstu sóknarfæri bænda á matvælasviðinu. Ein helsta forsenda þess að þetta megi takast er að treysta varnir gegn búfjársjúkdómum og viðhalda því góða heilbrigðisástandi sem við njótum og er með því besta í heiminum. Vegna alþjóðlegra samninga, sem Ísland á aðild að (samningur um heilbrigðisástand dýra og plantna (SPS) hjá WTO), verðum við að geta sýnt fram á það vísindalega hvernig heilbrigðisástandi er hér háttað til þess að mega viðhalda þeim vörnum sem nauðsynlegar eru til að forðast innflutning alvarlegra sjúkdóma. Ef við getum ekki staðfest hreinleikann með reglubundnu eftirliti samkvæmt viðurkenndum aðferðum, eigum við það á hættu að varúðarreglum okkar verði hnekkt þannig að við getum ekki staðið gegn innflutningi lifandi dýra eða búfjárafurða, sem hætta getur stafað af. Stjórn Bændasamtaka Íslands skorar á stjórnvöld að veita fé til eftirlits yfirdýralæknis samkvæmt þeirri áætlun, sem hann hefur lagt fram." Í viðskiptum með lifandi dýr og búfjárafurðir á milli landa er upplýsinga um sjúkdómastöðu landanna krafist og þurfa vottorð um sjúkdómastöðu að byggja á stöðlum Alþjóða dýraheilbrigðis- málastofnunarinnar. Samkvæmt þeim er vottun dýralækna- yfirvalda, um að sjúkdómurinn sé ekki til staðar í landinu, oft tekin gild en í sumum tilfellum þarf staðfestingin að byggja á rann- sóknum. Þetta fer eftir eðli sjúk- dómanna, m.a. hvort smitefnið geti dulist í dýrunum án þess að framkalla sjúkdómseinkenni. Ekkert sértækt eftirlit er hér á landi með nokkrum smitsjúk- dómum í búfé. Halldór Runólfsson yfirdýra- læknir hefur undanfarin ár lagt fram ákveðnar tillögur um auknar fjárveitingar til embættisins um reglubundnar sýnatökur vegna sjúkdómanna, ásamt áætlun um kostnað við rannsóknir á sýnunum. Þrátt fyrir ítarlegan rökstuðning hefur ósk um aukið fjármagn ekki náð fram að ganga. Fyrirsjáanlegt að innflutningur eykst Halldór leggur mikla áherslu á að fjárveitingar fáist til þessa verkefnis, sem þarf að vinna á hverju ári, og koma þannig upp upplýsingaskrá um hina góðu stöðu Íslands hvað varðar búfjársjúkdóma. "Í ljósi nýjustu frétta af gangi mála hjá Alþjóðaviðskiptastofnuninni WTO um viðræður um viðskipti með landbúnaðarvörur er ljóst að búast má við auknum innflutningi á landbúnaðarvörum. Þá verður ákaflega brýnt að við getum framvísað áreiðanlegum upplýs- ingum um okkar góðu stöðu til að hindra að hingað séu fluttar vörur sem gætu borið með sér búfjársjúkdóma og haft hroðalegar afleiðingar fyrir búfé okkar sem er mjög næmt fyrir öllum erlendum búfjársjúkdómum eftir aldalanga einangrun," segir Halldór. Eftirlit með smitsjúkdómum hér á landi byggist að miklu leyti á alennri vöktun af hálfu dýraeig- enda og dýralækna og tilkynningarskyldu. Sýni eru einnig tekin reglubundið vegna nokkurra sjúkdóma og er þar helst að nefna garnaveiki í jórturdýrum, riðuveiki í sauðfé, campylobacter í alifuglum, salmonella í alifuglum og svínum, og fiskisjúkdómana veirublæði, iðradrep, brisdrep, taugadrep og nýrnaveiki. Helstu smitsjúkdómarHelstu smitsjúkdómar í búfé semekkert sértækt eftirlit er haft meðnúhér á landi, en krafist er vottunar áí alþjóðlegum viðskiptum, ásamtsjúkdómum sem samkvæmt matiíslenskra sérfræðinga er taliðmikilvægt að skima eftir meðsýnatökum, eru eftirfarandi: Ínautgripum er um að ræðasjúkdómana smitandi fósturlát,smitandi hvítblæði, smitandibarkarbólgu/fósturlát, smitandislímhúðarpest og kúariðu; ísvínum Aujeszkys veiki, smitandimaga- og garnabólgu, PRRS veikiog svínainflúensu; í hrossumsmitandi blóðleysi, hestainflúensuog smitandi háls- oglungnakvef/fósturlát; í alifuglumsmitandi Newcastleveiki, smitandikverka- og barkabólga ogfuglakregða og kanínufár íkanínum. Fjárskortur Embættis yfirdýralæknis gæti haft alvarlegar afleiðingar Þarftu að byggja, breyta eða bæta? Nýbyggingar • Hönnun Tek að mér alla almenna hönnun og teiknivinnu Þekking og reynsla í hönnun mannvirkja til sveita Ívar Ragnarsson, byggingafræðingur og fyrrv. bóndi Hrafnagili II, 601 Akureyri Símar 462 5205 & 898 3311 Sigurður Jónsson, forstöðumað- ur Svæðismiðlunar á Suður- landi, segir að ástandið í at- vinnumálum á svæðinu sé gott um þessar mundir. ,,Það hefur verið auðvelt að fá vinnu á Suðurlandi og þá sérstaklega í vestari hlutanum. ,“ sagði Sigurður. Hann segir að gott ástand sé Þorlákshöfn og öflug fiskvinnsla þar. Í uppsveitum Árnes- og Rangárvallasýslna er gott atvinnuástand á þessum tíma árs, ferðaþjónusta mikil og síðan hinar fjölmörgu garðyrkjustöðvarnar. Sigurður bendir á að allt landið sé eitt atvinnusvæði og margir íbúar á Suðurlandi sæki atvinnu til höfuðborgarsvæðisins. Sunnlensk verktakafyrirtæki bjóða í verk út um allt land og eru með sinn mannskap í því. Framundan er bygging virkjunar á Hellisheiði. ,,Hún er að mínum dómi vísbending um að menn ættu að huga að orkufrekri atvinnustarfsemi á Suðurlandi enda nauðsynlegt að fjölga þar störfum. Í Þorlákshöfn eru lausar lóðir við höfnina sem eru hentugar fyrir orkufrekan iðnað og þar er því tækifæri fyrir þá sem hafa hug á slíkri starfsemi,“ segir Sigurður. Varðandi landbúnaðinn á Suðurlandi sagði Sigurður að öðru hvoru væri óskað eftir fólki í vinnu á sveitabæjum og þá sé það yfirleitt þannig að fólkið þurfi að búa á staðnum. Þau störf segir hann erfitt að manna. ,,Þá koma inn umsóknir um atvinnuleyfi fyrir útlendinga. Sömu sögu er að segja varðandi gróðrarstöðvarnar. Það hefur gengið illa að manna störf í þeim. Þess vegna hafa garðyrkjubændur sótt um atvinnuleyfi fyrir útlendinga og þeir eru margir í garðyrkjunni,“ segir Sigurður Jónsson. Gott ástand í atvinnumálum á Suðurlandi Níðsterkar fötur • Endingarbetri túttur • Auðveld þrif • Minni vinna • Fást nú hjá Mjólkurbúi Flóamanna á Selfossi. Munið einnig hinar frábæru Cow Comfort básamottur sem sameina bæði mikil gæði og gott verð. Elvar Eyvindsson - Skíðbakka 2 S: 487-8720, 899-1776 - Tölvup.: elvarey@eyjar.is Látið mjólkurbarinn létta störfin! Æðardúnn óskast Okkar vantar æðardún til útflutnings Vinsamlegast hafið samband Xco ehf. Inn og útflutningur Vatnagörðum 28 104 Reykjavík Sími: 581-2388 Netfang: xco@xnet.is

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.