Bændablaðið - 31.08.2004, Blaðsíða 26

Bændablaðið - 31.08.2004, Blaðsíða 26
26 Þriðjudagur 31. ágúst 2004 Sunnudaginn 22. ágúst stóð Sauðfjársetur á Ströndum fyrir meistaramóti í hrútadómum í Kirkjubólsrétt við Stein- grímsfjörð. Er þetta annað árið í röð sem slík keppni er haldin á Ströndum. Framkvæmdin á hrútadómunum er með þeim hætti að sérvalin nefnd valinkunnra ráðunauta og hrútaþuklara tekur fjóra hrúta til skoðunar og raðar þeim í gæðaröð með aðstoð allra nýtísku tóla og tækja áður en keppni hefst. Hrútarnir sem valið var úr komu frá bændum í Tungusveit, frá bæjunum Tröllatungu, Húsavík, Miðdals- gröf og Þorpum. Dómnefndina skipuðu Jón Viðar Jónmunds- son, ráðunautur hjá BÍ, Svan- borg Einarsdóttir hjá Ráðu- nautaþjónustu Húnaþings og Stranda og Lárus Birgisson hjá Búnaðarsamtökum Vesturlands. Keppt er í tveimur flokkum. Annar fyrir vana bændur en hinn fyrir óvana. Þeir sem eru vanir hrútadómum þurfa að stiga hrútana á hefðbundinn hátt og raða þeim í gæðaröð. Leyfð hjálpartæki eru engin, aðeins má nota hendurnar og önnur meðfædd skynfæri. Þeir óvönu þurfa hins vegar ekki að nota stig í mati sínu á gæðum hrútanna en gera tillögu um gæðaröðina á hrútunum. Keppendur að þessu sinni voru yfir 30 talsins en rúmlega 100 manns mættu á svæðið og fylgdust með. Verðlaunahafar voru víðsvegar að af landinu en í fyrra hirtu Strandamenn öll verðlaun sem í boði voru. Nú var aðeins einn Strandamaður í hópi sigur- vegara - Jón Valur Jónsson (4 ára) frá Kirkjubóli sem vann 3. verð- laun í flokki óvanra hrútaþuklara. Í öðru sæti í þeim flokki varð Svala Einarsdóttir frá Bolungarvík en í fyrsta sætinu lenti Guðlaug Elíasdóttir í Bolungarvík. Í þriðja sæti í flokki vanra hrútaþuklara var Gréta Karlsdóttir á Efri-Fitjum í Húnaþingi vestra, en jafnir í fyrsta sæti urðu Eiríkur Helgason í Stykkishólmi og Björn Sigurvaldason á Litlu-Ásgeirsá í Víðidal. Góð verðlaun voru í boði í báðum flokkum - gefin af Kaup- félagi Skagfirðinga, Sölufélagi Austur-Húnvetninga, Álafossi og heimafyrirtækjunum Strandagaldri og Sauðfjársetrinu. Sigurvegarar í flokki vanra þuklara, Gréta, Eiríkur og Björn Sverrir bassi Guðbrandsson og hrúturinn Bjartur í Miðdalsgröf sem er frá Hafnardal Hrútadómar á Ströndum mörkuðum því að handprjón virðist vera í uppsveiflu. Sömu- leiðis eru ágætar horfur með sölu á hreinni ull á erlenda markaði. Engar verðsveiflur hafa átt sér stað og verðið því það sama og í fyrra. Þar sem ekki hefur verið hægt að koma þeirri ull, sem Ístex liggur með, í verð verða tafir á lokauppgjöri á haustull frá í fyrra. Á réttum tíma voru greidd 70% til bænda en 30% átti að greiða 180 dögum síðar en á því verða tafir, að sögn Guðjóns. Þegar ullar- þvottur hefst komast málin í eðli- legt horf hægt og rólega. Ullarmálin framhald af bls. 1 Miðstjórn Nor- rænu bænda- samtakanna Verslun er engin töfralausn - Þróunarlöndin verða að fá svigrúm til að þróa og byggja upp eigin landbúnað Miðstjórn Norrænu bændasam- takanna, NBC, (Nordens Bondeorganisationers Central- råd), hélt árlegan fund sinn í Reykjavík 17. ágúst sl. Meðal mála á fundinum var staða þróunarlandanna og verslun með búvörur. Forsvarsmenn bændasamtaka á Íslandi, Finnlandi, Svíþjóð, Danmörku og í Noregi samþykktu þar eftirfarandi ályktun varðandi verslun og þróunarlönd: 1. Þróunarlönd jafnt og iðnríki þurfa á fjölþættri verslun og viðskiptum að halda, en verslun með búvörur er engin töfralausn fyrir þróunarlöndin til að komast út úr fátækt. Þar má t.d. nefna fríverslun með dæmi- gerðar framleiðsluvörur þróun- arlandanna, kaffi og te. Frelsi í viðskiptum með þær vörur hefur ekki fært löndunum, sem fram- leiða þær, betri lífskjör. 2. Aðstoð við þróunarlönd verður að beina markvisst til þeirra landa og þeirra hópa í hverju einstöku landi sem hafa brýnasta þörf fyrir hana. Verslun með búvörur er engin trygging fyrir slíkri dreifingu að- stoðarinnar. 3. Þróunarlöndin verða að hafa svigrúm til að byggja upp sjálfbæra búvöruframleiðslu sína. 4. Það verður að gefa land- búnaðinum meira vægi í þróunar- aðstoðinni. Bændur í þróunar- löndunum þurfa á stuðningi að halda við að bæta menntun sína og byggja upp samtök sín og samvinnufyrirtæki til að styrkja markaðsstöðu sína. Forystumenn bænda á Norðurlöndunum eru sammála um að búvöruviðskipti sé flokkur við- skipta þar sem algjörlega frjáls milliríkjaviðskipti hæfa illa. Viðurkenning á sérstöðu land- búnaðar er nauðsynleg til að bú- vöruframleiðslan þróist á farsælan veg, bæði í þróunarlöndunum og á Norðurlöndum. Eftir einstaklega þurrviðrasamt sumar um allt land er farið að bera á vatnsskorti á ákveðnum stöðum á landinu. Einna verst virðist ástandið vera á Norður- og N-Austurlandi. María Svan- þrúður Jónsdóttir, ráðunautur á Húsavík, segist hafa heyrt af því að vatni hafi verið ekið í tönkum og dælt í vatnsból. ,,Ástandið er greinilega víða slæmt og maður sér að fé er komið niður af afrétti vegna þess að þar er enga vætu að fá og gróður skrælnaður enda hefur nánast ekkert rignt hér á svæðinu í sumar. Þess eru dæmi hér að meira en þriðjungur túna sé uppskerulaus vegna þurrka," sagði María Svan- þrúður. Einnig bitnar þurrkurinn á grænfóður- og kornuppskeru á stöku stað. Víða hefur fræ ekki spírað Hún segist hafa verið á ferð um afrétti með landgræðslumönnum um miðjan ágúst. Þau fóru m.a. um Reykjaheiði, Tjörnesheiði, Öxar- fjarðarheiði og Hvamms- og Dals- heiðarnar. Í ljós kom að víða hefur fræ ekkert spírað þar sem sáð var í uppgræðslur í vor. Áburðurinn liggi bara ofan á jörðinni og lítið hafi gerst. Á þessum heiðum var nánast ekkert sauðfé að sjá, það virðist flest komið niður. María segir að sl. tvö ár hafi allnokkrir bændur nýtt sér það að láta bora eftir vatni og einnig hafi vatnsból víða verið endurbætt. Sums staðar í sveitum séu góðar samveitur á vatni úr ágætum og öruggum vatnsbólum og bor- holum. Ástandið í vatns- búskapnum er heldur dapurt um þessar mundir þar sem menn hafa ekki haft þess betri vatnsveitur. Vatnsskortur og skrælnaður gróður á afrétti í Þingeyjarsýslum Starfsmenn Bændasamtakanna og makar fóru í hina árlegu sumarferð sína laugardaginn 21. ágúst sl. og var farið um Suðurland. Veður var eins og best verður á kosið og heppnaðist ferðin mjög vel. Hér má sjá hópinn hjá Strandakirkju.

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.