Bændablaðið - 31.08.2004, Blaðsíða 32
Minnkandi beitarálag hefur þó
orðið til þess að víða er gróður í
framför en rofsvæðin og auðna-
svæðin eru hins vegar vandamálið
sem við er að etja. ,,Annars vegar
getum við hugsað okkur að græða
upp svæði sem eru sæmilega að-
gengileg og ekki of fjarri byggð og
stöðva þannig gróðureyðingu sem
á sér stað. Hins vegar er spurn-
ingin hvernig hægt er að koma í
veg fyrir að fé gangi á þessum
svæðum. Þetta eru tveir megin
punktarnir," segir Björn. Hann
segir að á Síðumannaafrétti í
Skaftárhreppi ætli menn að reyna
að halda svæðinu nyrst á af-
réttinum fjárlausu. Þar ætla menn
að fara þá leið að taka allt fé sem
kemur af svæðinu á haustin, skrá
það og tryggja að þetta fé fari ekki
aftur á afrétt. Því yrði þá
annaðhvort lógað eða það haft í
heimahögum og líkurnar þannig
minnkaðar á að fé fari á fyrrnefnt
svæði. Einnig þarf að koma í veg
fyrir að lömb séu sett á undan þeim
ám sem þarna finnast. Björn segir
að glöggir menn haldi því fram að
fari fé einu sinni inn á ákveðið
svæði á afrétti leiti það þangað
aftur og aftur, man sauður hvar
lamb gekk. Þetta er í raun leið til
að komast hjá girðingarfram-
kvæmdum á afréttunum sem verða
að teljast afar hæpnar ráðstafanir
víðast hvar með hliðsjón af
kostnaði.
Björn segir að það hafi gleymst
að ganga frá fjármálahliðinni á
framkvæmd landbóta þegar gæða-
stýringin var sett í gang því bænd-
ur geta ekki einir staðið straum af
þessum aðgerðum. Það er ekki gert
ráð fyrir þessu í fjárveitingum til
Landgræðslunnar þó svo að Land-
græðslan hafi nú til ráðstöfunar
s.k. landbótasjóð sem m.a. er
ætlaður til slíkra verka.
Fjárveitingar í þann sjóð hafa
staðið í stað á milli ára þótt í
landgræðsluáætlun 2003-2014,
sem samþykkt var á Alþingi 2003,
hafi verið gert ráð fyrir verulegri
hækkun í þann sjóð. Bændur geti
þó leitað í aðra sjóði, s.s. Pokasjóð,
og það hafi sumir gert með góðum
árangri. Sveitarfélög eru ekki
skyldug til að taka þátt í þessu
verkefni þó sum hver styðji við
uppgræðslustarf bænda á afréttum.
Björn segir að það liggi ekki fyrir á
þessari stundu hvort Landgræðslan
fái aukna fjárveitingu til að standa
straum af kostnaði við framkvæmd
landbótaáætlana sem mun kosta
milljónir króna.
Landbóta- og landnýtingaráætlanir
vegna gæðastýringar í sauðfjárrækt
Ná til um 30 sameiginlegra
beitarsvæða á landinu
Framkvæmdir við landbóta- og landnýtingaráætlanir í tengslum við
gæðastýringu í sauðfjárrækt eru hafnar á nokkrum sameiginlegum
beitarsvæðum og afréttum að sögn Björns H. Barkarsonar,
sviðsstjóra landverndarsviðs Landgræðslu ríkisins. Einnig er vinna
við gerð áætlana víða langt komin og hefur mikil vinna verið við þær
í sumar. Ljóst er að landnýtingarþátturinn mun ekki hafa áhrif á
álagsgreiðslur til bænda á þessu ári. Björn segir að það séu í kringum
30 sameiginleg beitarsvæði á landinu þar sem vinna þurfi
landbótaáætlanir og er þá annaðhvort um að ræða afrétti eða
upprekstrarheimalönd. Á þessum svæðum er jarðvegsrof og
gróðureyðing.
Þriðjudagur 31. ágúst 2004
Þrír bændur riðu
á vaðið og
bönnuðu hrein-
dýraveiðar á
jörðum sínum
Óánægja
með reglur
um hrein-
dýraveiðar
Bændur á þremur jörðum í
Hornafirði, Rauðabergi,
Svínafelli og Flatey lokuðu
jörðum sínum fyrir hreindýra-
veiðimönnum. Vegna þessa
hafa spunnist harðar deilur en
bændurnir telja lögin sín megin
og að þeir séu í fullum rétti til
að loka löndum sínum fyrir
skotveiðimönnum. Þeim fjölgar
landeigendum sem taka undir
með þremenningunum og
virðist óánægjan mest á
svæðinu frá Djúpavogi að
Suðursveit.
Óli Þ. Óskarsson, bóndi í
Flatey á Mýrum í Hornafirði,
segir að þeir telji að hér sé um að
ræða hlunnindi sem séu fyllilega
sambærileg öðrum hlunnindum
svo sem fuglaveiðum og lax- og
silungsveiðum. Engin rök séu
fyrir því að deila arði af þessari
tegund
veiðidýra
með öðrum
hætti. Óli
segir að
sérstaða
suðurhluta
svæðisins
felist
einkum í
því að ekki
séu á því
svæði
neinar
eiginlegar
afréttir, heldur sé um eignarlönd
að ræða . Það er afar óeðlilegt að
taka hlunnindi þessara jarða og
deila út eftir reglum sem taka
m.a. mið af fasteignamati svo
dæmi sé tekið. Skotlaun fyrir fellt
dýr eru aðeins 5.000 kr. eða 1/6
hluti þeirrar upphæðar sem
veiðileyfi á hreinkú kostar. Þetta
hlutfall er enn lægra sé um dýrara
leyfi að ræða.
Á svæði þessara þriggja jarða,
sem eru á veiðisvæði 9, er 60 dýra
veiðikvóti. Við eðlilegar aðstæð-
ur veiðast langflest dýr í landi
Rauðabergs,Svínafells og Flateyj-
ar, en einnig nokkur dýr í Suður-
sveit. "Ég er mjög óánægður með
þetta fyrirkomulag og held því
fram að jarðeigandi eða ábúandi
eigi að fá 75% af hverju seldu
leyfi en 25% renni í sameiginegan
sjóð. Benda má á að í Noregi og
Svíþjóð fá jarðeigendur óskipt
andvirði þeirra dýra sem felld eru
á jörðum þeirra.
Það er ekki af ástæðulausu að
bændur sjá sig knúna til að grípa
til svo harkalegra aðgerða. Allar
óskir okkar um að leita úrbóta
hafa annaðhvort ekki verið virtar
svars, haustveiðum hótað eða
jafnvel að fella öll dýr á svæðinu
eins og fram kom í blaðaskrifum
veiðistjóra nýverið. Við skiljum
reyndar ekki hvaðan hann telur
sig fá heimildir til slíkra aðgerða
og munum aldrei láta undan
hótunum og yfirgangi," sagði Óli
Þ. Óskarsson.
Fulltrúar kjötvinnslufyrir-
tækjanna í landinu eru
sammála um að aldrei fyrr hafi
selst jafn mikið af grillkjöti og í
sumar. Menn eru líka sammála
um ástæðurnar en þær eru gott
veður, hagstætt verð, fjölgun
ferðamanna og síðast en ekki
síst nýjar kryddblöndur.
Kjötvinnslur hafa þróað nýjar
kryddblöndur og síðan er grill-
áhugafólk að búa til sínar eigin
blöndur. Dilkakjöt virðist vera
vinsælast á grillið, um það voru
sölustjórar sammála.
Sem dæmi um
söluaukninguna á grillkjöti í
sumar voru samkvæmt
bráðabirgðatölum frá
Landssambandi sláturleyfishafa
seldar 751.727 lestir af dilkakjöti
í júlí sl. en á sama tíma í fyrra var
salan 454 þúsund lestir.
Auðjón Guðmundsson,
markaðsstjóri hjá Kjarnafæði á
Akureyri, sagði í samtali við
Bændablaðið að salan hefði
margfaldast og að hjá þeim hefði
verið skortur á ákveðnum hlutum
lambakjöts í sumar, þ.e. lærum og
hryggjum, slík hafi salan verið.
Það hafi oft komið fyrir að ekki
hafi verið hægt að sinna
eftirspurn frá verslunum, þrátt
fyrir að það hafi verið unnið á
vöktum allan sólarhringinn hjá
Kjarnafæði. Hann sagðist þora að
fullyrða að sala á grillkjöti í
sumar hafi verið mun meiri en
dæmi séu um áður. Auðjón bendir
á að útflutningsskylda á dilkakjöti
hafi verið aukin í fyrra sem þýðir
að í sumar hefur verið mjög erfitt
að fá lambalæri og -hryggi. Hann
fullyrðir að hægt hefði verið að
selja miklu meira magn af lamba-
grillkjöti, s.s. lærissneiðum og
kótilettum ef útflutningsskyldan
hefði verið minni. Verð á lamba-
kjöti hafi verið hagstæðara nú
miðað við aðrar kjöttegundir og
möguleikarnir því óþrjótandi.
Friðjón Eðvaldsson, sölustjóri
Norðlenska, tekur undir það að
grillkjötssala hafi verið meiri en
nokkru sinni. Hann þakkar ekki
síst góða veðrinu þessa sölu-
aukningu sem og nýjum krydd-
blöndum sem auka á vinsældir
grillkjöts. Friðjón segir hagstætt
verð á dilkakjöt líka eiga stóran
þátt í þessari þróun. Hann full-
yrðir að þegar verð á lambakjöti
er hagstætt eigi aðrar kjöttegundir
litla möguleika í samkeppni við
það.
Bjarni Ólafur, sölustjóri SS,
segir að rétt sé að sala á grillkjöti
hafi aukist í sumar miðað við
síðustu sumur enda hafi veðrið
verið þannig. Hann segir hins
vegar að SS hafi ekki selt grillkjöt
í Bónus þetta sumarið sem sé
langstærsti söluaðili á grillkjöti á
landsvísu. Þess vegna hljóti þeir
sem framleiða grillkjöt og skipta
við Bónus að hafa selt mun meira
í ár en áður. Hann segir að
júlímánuður hafi verið
metmánuður í SS pylsusölu en í
þær er notað kindakjöt og þær séu
mikið notaðar á grill og með
öðrum grillmat. Þá segir Bjarni
Ólafur að sala til ferðamanna hafi
verið meiri en áður enda hafi
þeim fjölgað stórlega. Allar ytri
aðstæður hafi verið þannig að
söluaukning á grillkjöti sé eðlileg.
Aldrei selt jafn mikið af
grillkjöti og í sumar
Þessi ungi maður hafði nýlokið við að snæða grillaðar lambalærissneiðar þegar myndin var tekin.