Bændablaðið - 31.08.2004, Blaðsíða 20

Bændablaðið - 31.08.2004, Blaðsíða 20
20 Þriðjudagur 31. ágúst 2004 Við slátrun er lögð mikil áhersla á hreinlæti í vinnubrögðum og allri meðferð afurða. Sláturfé þarf að vera hreint og helst þurrt þegar því er slátrað. Nánast er útilokað að slátra óhreinu fé án þess að búnaður sláturhúss, starfsfólk og jafnvel sláturafurðir óhreinkist. Í reglugerð um aðbúnað sauðfjár er krafa um að allt sauðfé skuli vera hreint þegar það er flutt í sláturhús. Óhreinindi á sauðfé geta verið af ýmsu tagi og má nefna óhreinindi á kvið og fótum úr óþrifalegum réttum og fjárhúsum, skitu og skítaklepra á rassi og lærum, sand í ull og mýrarrauða. Fyrirbyggja þarf að sláturfé óhreinkist. Fjárhús, umhverfi þeirra og næsta nágrenni verður að vera þrifalegt. Réttir ættu að vera malar- bornar og þeim þarf að halda þurrum og hreinum, safngirðingar skulu vera á þurrlendi. Byrja ætti á því að tína lömb til slátrunar úr fjárhópnum og koma þeim í hreint hólf eða hús. Lömb sem fá skitu þarf að meðhöndla og ekki senda í sláturhús fyrr en þeim hefur batnað. Nauðsynlegt getur verið að klippa burtu skítaklepra á lærum og kvið áður en lömbin eru send í sláturhús. Erfitt er líklega að koma í veg fyrir mýrarauða og sand í ull á sláturfé. Hvoru tveggja veldur erfiðleikum í sláturhúsum og því þurfa bændur að leggja sig fram um að fyrirbyggja að sláturlömb óhreinkist með þessum hætti svo þetta valdi ekki erfiðleikum í slátrun Sláturleyfishafa er skylt að líta eftir því að sláturfé sé hreint við móttöku í sláturhúsi, skrifa um það skýrslu og skal eftirlitsdýralæknir votta að rétt sé farið með fjölda sláturlamba og eðli og umfang óhreininda. Flestir sláturleyfishafar tilkynna innleggjendum um óhreinindi á sláturfé og gera kröfu um fyrirbyggjandi aðgerðir. Alls staðar í nágrannalöndum okkar eru nú gerðar miklar körfur um hreinleika sláturdýra og úrbætur hvað þetta varðar. Mikilvægast er að koma í veg fyrir að sláturdýr óhreinkist og þarf oft ekki að kosta miklu til svo mikill árangur náist. Mikilvægt er að koma í veg fyrir að sláturdýr óhreinkist Nýlega var úthlutað í fjórða sinn úr Blikastaðasjóði. Þórey Bjarnadóttir hlaut að þessu sinni styrk úr sjóðnum, samtals að upphæð kr. 350.000. Þórey er í meistarnámi í fóðurfræði við Landbúnaðarháskólann á Hvanneyri og tekur hluta af námi sínu við University of Guelph. Það var Sigsteinn Pálsson, 99 ára gamall stofn- andi sjóðsins, sem afhenti styrk- inn. Blikastaðasjóður Blikastaðasjóðurinn var stofn- aður árið 1999 af Sigsteini Páls- syni, fyrrverandi bónda á Blika- stöðum, og fjölskyldu hans til minningar um Helgu Jónínu Magnúsdóttur, fyrrverandi húsfrú á Blikastöðum, og hjónin Þ. Magnús Þorláksson og Kristínu Jónatansdóttur, fyrrum ábúendur á Blikastöðum. Heimili sjóðsins er á Hvanneyri og er rektor Land- búnaðarháskólans formaður stjórnar. Hlutverk sjóðsins er að styrkja nemendur sem lokið hafa háskólanámi frá Landbúnaðarhá- skólanum á Hvanneyri til fram- haldsnáms erlendis eða til rannsókna í landbúnaðar- vísindum eftir því sem stjórn sjóðsins ákveður. Einnig er heimilt að verð- launa nemendur Landbúnaðar- háskólans fyrir framúrskarandi árangur á burtfararprófi. Úthlutun úr Blikastaðasjóði Sigsteinn Pálsson afhendir Þóreyju Bjarnadóttur styrkinn. Smáauglýsingar Bændablaðsins Sími 563 0300 Nú hafa allir sláturleyfishafar ákveðið verð til bænda á dilka- kjöti. Verðið miðast við heila skrokka. Sölufélag Austur- Húnvetninga greiðir 168 kr. fyrir kílóið, Norðlenska 172 krónur, SS 165 krónur, Kaupfélag Skagfirðinga 172 krónur og Kaupfélag Vestur- Húnvetninga 165 kr. Mjög misjafn verð fæst fyrir kjöt á erlendum mörkuðum. Skilaverð til Norðlenska sem flytur út kjöt til Bandaríkjanna er 1.014 kr. fyrir kíló af hrygg en 665 krónur fyrir kíló af læri. SS selur til Danmerkur og fær tæpar 700 krónur fyrir kíló af hrygg en rúmar 700 krónur fyrir kíló af læri en þau njóta meiri vinsælda en hryggurinn í Danmörku. Kjötframleiðendur selja til Ítalíu. Þar verður verðið svipað í ár og það var í fyrra en þá fengust 489 krónur fyrir kílóið en verð á lærum var 15% lægra eða tæpar 420 krónur fyrir kílóið. Verð á dilkakjöti til bænda og á erlendum mörkuðum Innvigtun mjólkur í júlí var meiri en á sama tíma í fyrra Samkvæmt bráðabirgðatölum SAM (Samtaka afurðastöðva í mjólkuriðnaði) um innvigtun mjólkurstöðvanna í júlí þá var innvigtun júlímánaðar um 9,5 milljónir lítra sem er um 700 þús. lítrum meira en í júlí í fyrra. Innvigtun það sem af er verðlagsárinu var um 100,8 milljónir lítra sem er um 96% af heildargreiðslumarki verðlagsársins. Áætla má að innvigtun ágústmánaðar verði á bilinu 8,5 - 9 milljónir að öllu óbreyttu og því má gera ráð fyrir að umframmjólk verði á bilinu 4,5 til 5 milljónir lítra. /SSig. Rekstur kúabúa gekk vel árið 2003 Bændasamtök Íslands hafa látið taka saman helstu niðurstöður úr búreikningum kúabúa vegna ársins 2003. Í niðurstöðunum kemur m.a. fram að á búum sem reka hámarksafurðastefnu, þ.e. að hafa sem mestar meðalafurðir eftir hverja kú, er framlegðin hæst og afkoman einna best. Athygli vekur að hjá þeim bændum sem hafa mestar afurðir fara einungis 7,3 krónur í aðkeypt fóður á hvern mjólkurlítra, en kostnaður við aðkeypt fóður er hinsvegar mun hærri eða 9,7 krónur/lítra meðal kúabúa með lægstar meðalafurðir pr. kú. /SSig. Í reglugerð um aðbúnað sauðfjár er krafa um að allt sauðfé skuli vera hreint þegar það er flutt í sláturhús. Það þarf ekki að hafa mörg orð um kindina hér fyrir neðan sem kom í sláturhús fyrir stuttu.

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.