Bændablaðið - 31.08.2004, Blaðsíða 23

Bændablaðið - 31.08.2004, Blaðsíða 23
Þriðjudagur 31. ágúst 2004 23 Landssamband kúabænda hefur ákveðið að kanna hvort áhugi sé meðal bænda fyrir ferð til Nýja-Sjálands í lok nóvember. Hugmyndin hefur þegar verið kynnt á vef sambandsins, naut.is, og fengið góðar undirtektir. Alls hafa á annan tug bænda haft samband og lýst áhuga á því að halda í slíka ferð. Hugmyndin að ferðinni kemur frá stjórn LK en eins og flestir vita er Nýja- Sjáland leiðandi í útflutningi á bæði mjólkur- og sauðfjárafurðum. Að sögn Snorra Sigurðssonar, framkvæmdastjóra LK, er hugmyndin að fara í 10-12 daga ferð þar sem heimsóttir yrðu bæði mjólkur- og sauðfjárbændur og fyrirtæki tengd landbúnaði. "Systursamtök okkar í Danmörku eru einnig að skipuleggja svipaða ferð til Nýja-Sjálands á sama tíma og við erum að skoða þessa dagana hvort hægt sé að slá þessum hugmyndum saman og fara þannig í hópferð frá báðum löndum. Þetta er reyndar allt enn á frumstigi og of snemmt að segja til um niðurstöðuna enn. Að ferðast til Nýja-Sjálands er gríðarlegt ferðalag, enda landið svo til nákvæmlega hinum megin á hnettinum og svo til jafn langt að fljúga hvort heldur sem er til vesturs eða austurs. Eins og skipulagið lítur út ínú er þó hugmyndin að fljúga til Singapúr og gista þar í eina nótt áður en haldið er til Nýja- Sjálands og eins að gista í Singapúr í bakaleiðinni. Ferðakostnaðurinn er vissulega meiri en í ferðunum sem við höfum skipulagt á landbúnaðarsýninguna í Danmörku, en í svona ferð fer maður væntanlega bara einu sinni á ævinni og ég vænti þess að ef af verður þá verði þetta frábær viðburður og eftirminnilegur. Á fyrirhuguðum ferðatíma er komið vor á Nýja-Sjálandi og má gera ráð fyrir að hitastigið sé á bilinu 15-20°C. Þeir sem hafa áhuga á að fá nánari upplýsingar um ferðina eru beðnir að hafa samband við Snorra í síma 896 1995 eða með því að senda tölvupóst til LK: lk@naut.is. Nýja-Sjáland heillar! V E R K I N T A L A Gylfaflöt 24-30 • 112 Reykajavík • Sími 580 8200 Fax 580 8210 • velfang@velfang.is Í Kverneland plóga Kverneland varahlutir í plóga Útvegum varahluti í ungar og aldnar dráttarvélar www.bondi.is

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.