Bændablaðið - 31.08.2004, Blaðsíða 11

Bændablaðið - 31.08.2004, Blaðsíða 11
Þriðjudagur 31. ágúst 2004 11 Fjós eru okkar fag Landstólpi ehf. Lárus Pétursson Arnar Bjarni Eiríksson s: 4370023 / 8694275 s: 4865656 / 8989190 Skipulag fjósa, hönnun og ráðgjöf - Nýbyggingar, viðbyggingar, breytingar - Hafið samband - við mætum á staðinn Weelink - fóðrunarkerfi Ametrac - innréttingar í fjós Promat og AgriProm - dýnur Zeus og Appel - steinbitar Dairypower - flórsköfukerfi PropyDos - súrdoðabrjóturinn Urban - kjarnf.básar, kálfafóstrur Uno Borgstrand - loftræsting Ivar Haahr - opinn mænir Lynx - eftirlitsmyndavélar Carfed - plastgrindur í gólf Algengt er að þingnefndir fari í ferðalög um landið, einkum utan þingtímans. Landbúnaðarnefnd fór í ferð um Suðurland undir forystu Drífu Hjartardóttur, formanns nefndarinnar, dagana 18. og 19. ágúst sl. Hún sagði í samtali við Bændablaðið að ferðin hefði verið fróðleg og mjög gagnlegt væri fyrir nefndarmenn að komast í snertingu við lífið og starfið í sveitunum. Drífa sagði að byrjað hefði verið á að heimsækja Mjólkurbú Flóamanna á Selfossi á morgni miðvikudags. Næst var farið í heimsókn að hrossaræktarbúinu í Langholti þar sem ung hjón ráða ríkjum og hafa m.a. breytt gömlu refabúi í hesthús. Þá var farið að tilraunabúinu að Stóra- Ármóti og skoðuð starfsemin þar undir leiðsögn Grétars Harðarsonar dýralæknis. Þaðan var síðan haldið að Þrándarholti til að skoða hið mjög svo tæknivædda fjós þar. Næst lá leiðin að Akri í Laugarási þar sem framleitt er lífrænt ræktað grænmeti. Síðan bauð Drífa nefndarmönnum heim til sín að Keldum þar sem gamli bærinn og kirkjan voru skoðuð. Um kvöldið var haldið á Hótel Rangá þar sem hópurinn gisti. Næsta dag var byrjað á því að heimsækja Ólaf á Þorvaldseyri og skoða korn- og hveitiakrana þar og hina glæsilegu rafmagnsvirkjun sem Ólafur hefur reist. Frá Þorvaldseyri var haldið að Gunnarsholti þar sem hlýtt var á marga fyrirlestra starfsfólks Landgræðslunnar. Síðan var farið í vettvangsferð og þá kom í ljós að nefndarmenn höfðu ekki gert sér grein fyrir hversu umfangsmikil starfsemi fer fram á vegum Landgræðslunnar í Gunnarsholti nema Drífa sem þekkir starfsemina út og inn. ,,Það er að mínum dómi nauðsynlegt fyrir nefndarmenn í landbúnaðarnefnd að hitta fólkið út í atvinnugreininni sjálfri og kynna sér með eigin augum lífið og starfið í sveitunum. Þess vegna er svona ferð ómetanleg," sagði Drífa Hjartardóttir. Landbúnaðarnefnd Alþingis á ferð um Suðurland Nauðsynlegt fyrir nefndarmenn að hitta bændur -segir Drífa Hjartardóttir, formaður landbúnaðarnefndar Landbúnaðarnefnd í heimsókn að Þorvaldseyri - og þarna eru þau stödd í aldingarði ábúenda. Frá vinstri: Elín Valdís Þorsteinsdóttir, ritari nefndarinnar, Magnús Stefánsson, Dagný Jónsdóttir, Drífa Hjartardóttir, formaður landbúnaðarnefndar, Þórunn Sveinbjarnardóttir og Anna Kristín Gunnarsdóttir./Bændablaðsmynd: ÓE.

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.