Bændablaðið - 31.08.2004, Blaðsíða 21
Þriðjudagur 31. ágúst 2004 21
Skjól – skógur – skipulag
Málþing verður haldið föstudaginn 3. september
kl. 13-17 í húsi Orkuveitu Reykjavíkur B jarhálsi 1
Landbúnaðarháskólinn á Hvanneyri, Skógrækt ríkisins, Landgræðsla ríkisins,
Félag íslenskra landslagsarkitekta og Arkitektafélag Íslands.
Dagskrá:
13.00 Alexander Robertson skógfræðingur (PhD) frá Kanada
“Wind patterns - visualization – shelterbelts – design features”
13.45 Umræður
14.00 Sigurður Harðarson arkitekt AÍ - “Áhrif vinda á byggingar - mikilvægi skjóls”
14.30 Umræður og kaffihlé
15.00 Yngvi Þór Loftsson landslagsarkitekt FÍLA - “Skógrækt í skipulagsáætlunum”
15.30 Umræður og tilraunir
17.00 Málþingi lýkur
- Sjá einnig nánar á heimasíðu LBH – www.hvanneyri.is
Þátttaka tilkynnist: Helga Birni Ólafssyni endurmenntunarstjóra LBH
í síma 433 7040, 860 7304 eða á netfangið helgibj@hvanneyri.is
Á þessu ári hlutu samtökin
Lifandi Landbúnaður ásamt fyrir-
tækinu Skref fyrir skref.is styrk úr
starfsmenntasjóði Vinnumála-
stofnunar til að hanna, þróa og meta
verkefni sem nú hefur hlotið nafnið
STÓRBAGGAR Í STÆÐUNNI.
Um er að ræða nám sem á að auð-
velda konum í landbúnaði að nýta
krafta sína til starfa og sóknar fyrir
atvinnugreinina og skapa nýja
möguleika. Í verkefnisstjórn eru þær
Ragnhildur Sigurðardóttir, Álfta-
vatni á Snæfellsnesi, Kristín Linda
Jónsdóttir, Miðhvammi í Þingeyjar-
sýslu og Hansína B. Einarsdóttir,
Glym í Hvalfirði. Nú er fyrsta
verkefnið að fara af stað og í tilefni
af því fékk Bændablaðið þær til að
skýra nánar frá þessu verkefni.
Þær stöllur voru sammála um að
það væri forgangsverkefni að gera
bændakonur sýnilegri og skapa
þannig öflugar fyrirmyndir fyrir
aðrar konur. Konur sinni ótal
verkefnum og það væri samfélaginu
mikilvægt að raddir þeirra heyrist til
jafns við karla. Verkefninu er ætlað
að auka tekjumöguleika og ný-
sköpun í landbúnaði og byggja upp
virkt tengslanet kvenna í öllum
greinum landbúnaðarins.
Kristín Linda sagði að það væri
ljóst að í atvinnugreinum landbúnað-
arins eins og víðar í þjóðfélaginu
nýttust kraftar kynjanna ekki til jafns
til þeirra verka sem vinna þyrfti í
hagsmunagæslu, kynningarstarfi og
stefnumótun. "Eftir því sem fólki
fækkar í atvinnugreinum landbúnað-
arins er mikilvægara að virkja ein-
staklingana og hvetja þá til að taka
ábyrgð á hagsmunagæslunni. Því
miður sýna tölur að sláandi fáar
konur eru tilbúnar til að axla þessa
ábyrgð. Það er því er rík ástæða til að
hvetja þær til verka."
Hansína minnti á að kannanir
sýndu að oft þarf annað til þess að
hvetja konur til stjórnunar og
ábyrgðarstarfa en karla. "Konur for-
gangsraða oft á annan hátt en þeir,
t.d. varðandi uppeldi og heimilislíf.
Þetta þýðir að þær hafa e.t.v. betri
tíma síðar á ævinni til þess að takast
á við ýmis önnur verkefni."
Ragnhildur sagði að þær teldu
sig fyrst og fremst vera að vinna eftir
samþykktum kvennanna í grasrótar-
hreyfingunni, "en jafnframt er það að
nýta krafta kvenna samfélagsleg
krafa nú á dögum, við þurfum að
nýta alla okkar bestu liðsmenn, hvort
sem þeir eru karlar eða konur."
Í fyrsta verkefnishópnum er
æskilegt að taki þátt reyndar konur
sem geti bæði verið þátttakendur og
eins lagt mat á verkefnið í heild
sinni. Hámarksfjöldi þátttakenda í
hvert verkefni eru 15 konur og fyrsti
hópurinn er að fyllast. Ef vel tekst til
mun á næstu árum fjölda kvenna um
allt land verða boðið að taka þátt í
sambærilegu verkefni. Námskeiðið
er kynnt á heimasíðu Lifandi land-
búnaðar; á landbundur.is og bondi.is.
Stórbaggar
í stæðunni
www.bondi.is
Bændur
Tek að mér rafbylgju-
mælingar og varnir í
útihúsum og á heimilum.
Leitið upplýsinga.
Garðar Bergendal.
Sími 581-1564
eða 892-3341.
SANTANA
ER KOMINN
Verið velkomin í
reynsluakstur á
þessum frábæra
vinnubíl
Skemmuvegi 6
Sími: 587-1280
www.bsa.is