Bændablaðið - 31.08.2004, Blaðsíða 8

Bændablaðið - 31.08.2004, Blaðsíða 8
8 Þriðjudagur 31. ágúst 2004 Tölvan tengist orðið flestu í hinu daglega lífi okkar bæði heima og í vinnunni og er nokkuð sama við hvað er starfað. Bændur eru þar engin undantekning og Bænda- samtök Íslands reka öfluga tölvudeild með 15 starfs- mönnum. Jón Baldur Lorange kerfisfræðingur er forstöðumaður deildarinnar. Hann sagði í samtali við Bændablaðið að for- veri tölvudeildarinnar hefði verið Skýrsluvélaþjónusta Búnaðarfélags Íslands sem starfaði í tengslum við bú- reikninga og skýrsluhald. Jón Baldur hóf störf hjá Bænda- samtökunum í maí 1991. Hann kom sem kerfisfræðingur frá Tölvuháskóla Verslunarskóla Íslands (nú Háskólinn í Reykjavík) og hafði unnið sem lokaverkefni Feng í hrossaræktinni. Þá var starf deildarinnar aðallega skráning og úrvinnsla á skýrsluhaldsgögnum frá bændum og skráning og umsýsla vegna forðagæslu. Forrit fyrir allar búgreinar ,,Við settum okkur það markmið í upphafi að þróa tölvu- forrit fyrir allar búgreinar. Fyrstu forritin voru DOS-forrit en mjög fáir voru þá komnir með tölvur og það heyrði til undantekninga ef ráðunautarnir voru komnir með tölvu. Eitt af fyrstu verkefnunum var að koma upp Novell tölvuneti á 2. og 3. hæð Bændahallarinnar fyrir starfsfólk og að byggja upp skýrsluhald í hrossarækt frá grunni. Við byrjuðum einnig að kynna tölvupóst árið 1991 sem var misjafnlega tekið og töldu sumir þetta stundarfyrirbæri. Þetta sýnir vel hvað tímarnir breytast hratt. Á þessum tíma störfuðu 5 til 6 manns á tölvudeildinni en sem fyrr segir eru þeir nú 15 en sumir eru í hlutastarfi. Ég hef verið heppinn með samstarfsfólk en auðvitað er deildin ekkert annað en fólkið sem þar vinnur," segir Jón Baldur. Hann segir að stór hluti af vinnu tölvudeildarinnar nú orðið sé hugbúnaðarþróun. Það markmið náðist að útvega forrit fyrir allar búgreinar en önnur kynslóðin af forritum voru Windows forrit. Þar má nefna margmiðlunardiskinn Íslandsfeng sem kom á markað 1998 og var tímamótaútgáfa. Nú er komin 3. kynslóð af forritum frá deildinni en þau eru gerð fyrir netið. Sú ákvörðun var tekin fyrir nokkrum árum að þróa öll tölvukerfi okkar fyrir netið með Java þróunar- tólum og gagnagrunninum Oracle. Í tölvudeildinni er einnig unnið að skráningu og umsýslu vegna skýrsluhalds búgreina, vinnu við forðagæslu og vinnu við útgáfu hestavegabréfa auk vinnu við rekstur á tölvukerfum Bændasamtakanna. Þá má nefna tölvuþjónustu við starfsfólk Bændasamtakanna og búnaðarsambanda og umfangsmikla þjónustu við notendur forrita. WorldFengur á netið Tölvudeildin hefur verið og er að þróa þessi tölvukerfi sem eru hjálpartæki fyrir bændur. Bændur geta skráð í tölvurnar sínar og sent inn gögn á tölvutæku formi til Bændasamtakanna. Þetta gefur þeim miklu betra yfirlit yfir búskapinn og þeir geta tekið meðvitaðri ákvarðanir í búrekstri sínum. ,,Að vera með tölvukerfin á netinu gerir þau aðgengileg fyrir fólk hvenær sem er og hvar sem er. Það opnar þann möguleika að fólk getur búið hvar sem er á landinu, unnið í kerfunum og haft aðgang að umfangsmiklum gagna- grunnum. Árið 2001 opnaði WorldFengur á netið. Það er unnt að skrá í hann hvar sem er í heiminum og eru aðildar- löndin að WorldFeng orðin 13. Flest þessara landa, svo sem Austurríki, Danmörk, Noregur, Holland og Þýskaland, vinna í WorldFeng daglega til uppflettingar og skráningar. Flest búnaðarsambönd færa skýrsluhaldið í hrossarækt beint fyrir bændur á sínu svæði og næsta skref verður að bændur geti fært skýrsluhald á netinu með WorldFeng," segir Jón Baldur. Bændur vel tölvuvæddir Jón Baldur segist telja að bændur á Íslandi séu vel tölvuvæddir. Þar hafi orðið á mikil breyting sl. 3-5 ár. Yngri bændur eru mjög framsæknir og kröfuharðir og er það vel. Undanfarið misseri hafa Bændasamtökin lagt áherslu á að bændum verði tryggðar betri nettengingar í sveitum landsins. Það fer saman við aukinn áhuga bænda á netinu. ,,Ég fullyrði að viðunandi tenging við netið er að verða forsenda búsetu á landsbyggðinni. Menn nota ekki lengur tölvur án þess að vera nettengdir. Áður fengu menn forritin, eins og DOS og Windows, send í diski í pósti. Þá þurfti að lesa forritin inn í tölvuna sem og allar breytingar sem á þeim urðu. Þetta skapaði ævinlega vandamál og tók tíma frá fólki. Tölvur hrundu og ef ekkert afrit var til var allt tapað sem í tölvunum var. Nú er þetta allt saman til á öflugum miðlurum sem tengdir eru netinu og gögnin því vistað annars staðar en í tölvu viðkomandi bónda. Menn fara inn á ákveðnu lykilorði og hafa ævinlega aðgang að nýjustu útgáfu forritins fyrir- hafnarlítið," segir Jón Baldur. Hann segist telja að á milli 1.300 og 1.400 bændur nýti sér bókhaldsforritið dkBúbót. Um það bil 500 bændur nota áburðarforritið NPK, WorldFengur er með rúmlega 1.300 áskrifendur þar sem helmingurinn sé útlendingar. Ískýr er Windows forrit fyrir kúabændur og hafa 130 bændur fengið forritið. Fjárvís er DOS forrit fyrir sauðfjárbændur og um það bil 500 bændur færa sitt skýrsluhald með því. Svo er boðið upp á dönsk Windows forrit fyrir svínarækt, sem var þýtt á íslensku og forrit fyrir loðdýrabændur. Forrit fyrir einstaklingsmerkingar Tölvudeildin vinnur nú að forriti fyrir landbúnaðarráðu- neytið og Embætti yfirdýralæknis vegna reglugerðar um skyldumerkingu búfjár. Reglugerð um merkingar búfjár tók gildi í fyrra og þarf að merkja alla ásetta nautgripi, alifugla og svín með þar til gerðum forprentuðum merkjum. Hross skulu einstaklingsmerkt með örmerki eða frostmerki. ,,Þessu nýja tölvukerfi gáfum við heitið MARK og skal það geyma allar upplýsingar um ásetningsgripi frá fæðingu til dauða. Nautgripirnir eru þegar komnir inn og síðan munu aðrar búgreinar fylgja í kjölfarið. Neytendur eiga því að geta slegið inn rekjanleikamerki (einstaklingsnúmer) í MARK og fengið gagnlegar upplýsingar um það dýr sem kjötið er af. Í þessu liggja sóknarfæri fyrir íslenskan landbúnað. Þá höfum við verið að vinna forrit fyrir Landssamband hestamanna og Hestamiðstöð Íslands sem heita MótaFengur og Kappi. Þetta eru tölvukerfi sem halda utan um gæðinga- og íþróttakeppnir. Við erum vissulega að vinna að mörgum stórum verkefnum í dag sem helgast af mikilli þörf á tölvukerfum á öllum sviðum landbúnaðar. Framtíðin lætur ekki bíða eftir sér," segir Jón Baldur Lorange að lokum. Ásgerður M Hólmbertsdóttir, tölvuritari. Helstu verkefni: Skráning skýrsluhaldsgagna í sauðjár- og nautgriparækt. Baldur Óli Sigurðsson, netstjóri. Helstu verkefni: Netumsjón, rekstur miðlara, þjónusta við bændur og búnaðarsambönd, smíði Lotus Notes grunna. Elsa Sæunn Helgadóttir, forritari: BS tölvunarfræði HR. Helstu verkefni: Greining, hönnun og forritun. Tölvukerfi: MARK, Kjarni, Fjárvís.is og Kappi. Guðlaug Eyþórsdóttir, kerfisstjóri og forritari. Helstu verkefni: Rekstur AS/400 fjölnotendatölvu, tölvuvinnsla v. markaskrár og forðagæslu, skýrsluhald í loðdýrarækt, þjóðskráruppfærsl ur, innlestur Fjárvís gagna. Hallveig Fróðadóttir, skýrsluhaldsfulltrú i. Helstu verkefni: Umsjón með útgáfu hestavegabréfa, vinna við kynbótasýningar og við skýrsluhald í hrossarækt. Hjálmar Ólafsson, forritari og þjónustufulltrúi. Helstu verkefni: Greining, hönnun og forritun. Þjónustu við notendur forrita. Tölvukerfi: Fjárvís og Fjárvís.is. Staðsetning: Kárdalstunga, Austur- Húnavatnssýslu. Hrefna Hreinsdóttir, þjónustustjóri. Helstu verkefni: Umsjón með pöntunum forrita og þjónustu við notendur forrita. Jón Baldur Lorange, forstöðumaður. Kerfisfræðingur TVÍ. Helstu verkefni: Stjórnun deildar og verkefnisstjórn verkefna. Kristín Helgadóttir, tölvuritari. Helstu verkefni: Skráning skýrsluhaldsgagna í sauðfjár- og nautgriparækt. Jóhanna Lúðvíksdóttir, tölvuritari: Helstu verkefni: Skráning skýrsluhaldsgagna í sauðfjár- og nautgriparækt. Umsjón með við- veruskrá starfs- fólks. Ingibjörg Pétursdóttir, forritari: Kerfisfræðingur TVÍ og BS líffræði. Helstu verkefni: Verkefnisstjórn, greining, hönnun og forritun. Tölvukerfi: MARK, NPK, Huppa, Fjárvís.is og Kappi. Linda B Jóhannsdóttir, skýrslu- haldsfulltrúi. Helstu verkefni: Umsjón og skráning á skýrsluhaldi í hrossarækt, vinna við kynbóta- sýningar og útgáfa hestavegabréfa. Vilborg Stefánsdóttir, forritari, Kerfisfræðingur HR: Helstu verkefni: Greining, hönnun og forritun. Tölvukerfi: KVÓTI, MARK og Fjárvís.is. Þorberg Þ Þorbergsson, forritari. BS tölvunarfræði HR. Helstu verkefni: Greining, hönnun og forritun. Tölvu- kerfi: MARK, WorldFengur, sæðingakerfi kúa, Fjárvís.is, Huppa og MótaFengur. Staðsetning: Akureyri. Hallveig Hjálmar Hrefna Jón B. Kristín Jóhanna Ingibjörg Linda Vilborg Þorberg Ásgerður Baldur Ó. Elsa Guðlaug Viðunandi tenging við netið er að verða forsenda búsetu á landsbyggðinni Forrit fyrir fram- sækna bændur WorldFengur er alþjóðlegur gagnagrunnur og upprunaættbók íslenska hestsins. Lifandi upplýsingaveita um íslenska hestinn. WorldFengur veitir þér forskot. www.worldfengur.com DkBúbót er bókhaldskerfi sem er sérstaklega sniðið að þörfum bænda. Eflir notkun bókhalds sem bústjórnartækis fyrir bændur, styrkir upplýsingagrunn til áætlanagerðar í landbúnaði og eykur hagtölusöfnun og hagrannsóknir. Mark er tölvukerfi um einstaklingsmerkingar búfjár. Gagnagrunnur sem geymir þær grunnupplýsingar sem búfjáreigendum er skylt að koma á framfæri vegna búfjár sem þeir halda. www.bufe.is ÍSKÝR gerir kúabændum kleift að halda utan um rekstur búsins með þægilegum hætti ásamt því að taka þátt í skýrsluhaldi í nautgriparækt. Huppa er skýrsluhaldskerfi í nautgriparækt. Aðgangur fyrir ráðunauta til að fletta upp grunnupplýsingum um gripi ásamt því að fá fram lykiltölur úr skýrsluhaldi nautgriparæktarfélaganna. www.huppa.is NPK er jarðarræktarforrit sem gerir bændum kleift að halda utan um upplýsingar um öll tún býlisins og aðstoða við gerð áburðaráætlunar og áburðarpöntunar. Fjárvís gerir sauðfjárbændum kleift að færa skýrsluhald búsins beint á tölvutækt form sem skilað er inn í stað handskrifaðra fjárbóka. Forrit sem veitir góða yfirsýn yfir fjárstofninn. WorldFengur DkBúbót MARK ÍSKÝR HUPPA NPK FJÁRVÍS

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.