Bændablaðið - 31.08.2004, Blaðsíða 13

Bændablaðið - 31.08.2004, Blaðsíða 13
Þriðjudagur 31. ágúst 2004 13 Austurvegi 69 - Selfossi - Sími 4 800 400 buvelar.is Mikið úrval plógvarahluta Einnig spjót og tindar í kvíslar, greipar og fl. Bændur fá í fyrsta lagi vit- neskju um frumutölu einstakra kúa en með hertum reglum um frumu- tölu tankmjólkur verða upplýs- ingar um þennan þátt fram- leiðslunnar mikilvægari en nokkru sinni fyrr. Í öðru lagi fást upp- lýsingar um efnainnihald mjólkur- innar; prótín, fita og úrefni. Prótín- og fituhlutfall segir til um verð- mæti afurða gripsins, úrefnið gefur hugmynd um stöðu prótínfóðrunar í hjörðinni. Úrefnistöluna ber þó að taka með nokkrum fyrirvara fyrir hvern einstakan grip þar sem hún getur sveiflast talsvert milli daga. Því er betra að taka hliðsjón af meðaltali hjarðarinnar sem fram kemur á niðurstöðublaðinu sem bændur fá í hendur. Allar upplýsingar sem aflað er með töku kýrsýna eru síðan notaðar í ræktunarstarfinu, þar sem þær eru undirstaða eiginleika sem vega yfir 60% í ræktunarmark- miðunum, þ.e. afurðamat og júgur- hreysti. Eins og staðan er nú not- færa ríflega 2/3 skýrsluhaldara sér þjónustu RM á þessu sviði. Full ástæða er til að hvetja þá sem út af standa til að gera slíkt hið sama. Aukinn fjöldi sýna treystir t.d. enn frekar öryggi kynbótamats fyrir frumutölu þar sem sá eiginleiki hefur fremur lágt arfgengi. Gæði þessarar þjónustu eru mikil, undantekningalítið eru niðurstöður tiltækar sama dag og sýni berast. Þá eru þær sendar um leið til bænda í tölvupósti. Þeir sem ekki eru svo tæknivæddir fá niðurstöðublað með mjólkur- bílnum. Skjót skil niðurstaðna eru enda mjög mikilvæg þar sem þær eru undirstaða margvíslegra ákvarðana í búrekstrinum. Í raun má segja að sú vitneskja sem þeim fylgir sé lykillinn að arðsamari bú- rekstri. Þeir bændur sem hafa hug á að hefja töku kýrsýna er bent á að hafa samband við sitt búnaðar- samband, sem sér um að koma þeim upplýsingum áfram til Rann- sóknastofu mjólkuriðnaðarins. /BHB Bændur sem taka þátt í skýrsluhaldsmælingum RM geta vænst meiri arðs af búum sínum Stjórn Rannsóknastofu mjólkuriðnaðarins (RM) hefur ákveðið að bjóða bændum upp á aukna tíðni mjólkursýnatöku úr einstökum kúm. Til þessa hafa slík sýni verið tekin að jafnaði 8 sinnum á ári, en bændum býðst nú að senda sýni 10 sinnum á ári. Um mikilvægi þessarar sýnatöku þarf vart að fjölyrða, þar sem með þessu fást upp- lýsingar sem eru kúabændum mjög mikils virði. Fullyrða má að þeir bændur sem senda reglulega mjólkursýni til RM fái meiri arð af sínum búrekstri en hinir sem láta það ógert. Aukin tíðni mjólkursýnatöku úr einstökum kúm Ágúst Sigurðsson skipaður rektor Landbúnaðarháskóla Íslands Landbúnaðarráðherra hefur skipað dr. Ágúst Sigurðsson í stöðu rektors Landbúnaðar- háskóla Íslands til næstu fimm ára. Ágúst lauk doktorsprófi í búfjárerfðafræði við Sænska landbúnaðarháskólann árið 1996 og hlaut viðurkenningu fyrir framúrskarandi árangur í doktorsnámi frá Konunglegu sænsku akademíunni. Ágúst hefur starfað frá árinu 1996 sem ráðunautur í erfða- og kyn- bótafræði hjá Bændasam- tökum Íslands og sem lands- ráðunautur í hrossarækt hjá sömu stofnun síðan í ársbyrjun 1999. Sem slíkur hefur hann verið leiðandi á sviði hrossaræktar og hestamennsku hér á landi og starfað sem kynbótadómari og fyrirlesari í aðildarlöndum Alþjóðasamtaka eigenda íslenskra hesta. Þá hefur hann stýrt ýmsum umfangsmiklum rannsóknar- verkefnum, m.a. varðandi ræktun íslensku kýrinnar. Ágúst er hrossaræktandi og bóndi á Kirkjubæ á Rangárvöllum. Ágúst tekur við nýja starfinu um næstu áramót og sagði hann í samtali við Bændablaðið að tímann fram að því myndi hann nota til að huga að mótun þessarar nýju stofnunar, a.m.k. hvað fyrstu skrefin varðar. Hann var spurður hvort hann ætti von á miklum breyt- ingum á Landbúnaðarháskólan- um á Hvanneyri og Garðyrkju- skóla ríkisins sem þarna verða sameinaðir ásamt RALA. Ágúst sagði að sameiningin hljóti að leiða til þó nokkurra breytinga þar sem þrjár stofnanir eru sameinaðar og þar af tveir skólar. Hann sagðist telja að þær breytingar yrðu að- eins til góðs. Sameining þessara stofnana væri gerð með það í huga að efla þær og bæta og búa til öfluga stofnun. Ágúst er sem fyrr segir bóndi og hrossaræktandi á Kirkjubæ á Rangárvöllum. Hann sagði búið halda sínu striki en hann sagðist eiga eftir að hugsa það hvernig fram- haldið á hrossaræktinni hjá sér verður. ,,Við höfum til þessa eytt frístundum okkar í þetta og ég hygg að við getum það hér eftir sem hingað til," sagði Ágúst Sigurðsson.

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.