Bændablaðið - 12.10.2004, Page 11

Bændablaðið - 12.10.2004, Page 11
Þriðjudagur 12. október 2004 11 lækkar kólesteról Benecol – fyrir þá sem vilja lækka kólesteról Benecol er bragðgóður, náttúrulegur mjólkur- drykkur. Hann er ætlaður þeim sem vilja lækka kólesteról, en of hátt kólesteról er einn af stærstu áhættuþáttum kransæðasjúkdóma. Benecol hefur slegið í gegn erlendis og er nú framleitt af Mjólkursamsölunni. Vísindalega staðfest virkni Benecols Fjölmargar vísindarannsóknir hafa verið gerðar á undanförnum áratugum á áhrifum plöntu- stanólesters, hins virka efnis í Benecol, á magn kólesteróls í blóði. Niðurstöður eru einróma á þá leið að neysla þess leiði til verulegrar lækkunar kólesteróls (sjá línurit). Áhrif Benecols Til að ná hámarkslækkun nægir að drekka eina 65 ml flösku á dag og má þá reikna með allt að 15% meðaltalslækkun kólesteróls þó engar aðrar ráðstafanir séu gerðar. Mælanleg áhrif koma fram á nokkrum vikum eftir að neysla hefst, en kólesteról hækkar aftur sé neyslu hætt. Benecol fæst í tveimur bragðtegundum, með appelsínu og jarðarberjum, og er selt í kippum sem innihalda sex flöskur. inniheldur plöntustanólester sem -2 0 2 4 6 8 10 12 14 200 210 220 230 240 250 tími (mán.) )l d/g m(lór etse ló k rannsóknartímiFyrir Eftir Á 12 mánaða tímabili lækkaði kólesteról um 15% í hópi fólks sem fékk stanólester Heimild: Miettinen o.fl., New England Journal of Medicine, 1995; 333:1308-12. án stanólesters með stanólester nýjung Framleitt með einkaleyfi frá Hin svokallaða kálæxlaveiki hefur verið til umfjöllunar að undanförnu. Þótt veikin sé ekki alveg ný af nálinni hérlendis og sé, að því er best er vitað, bundin við afmörkuð svæði á Suðurlandi, þá er full ástæða til þess að bregðast hart við og koma í veg fyrir að hún berist inn á ný svæði og helst að útrýma henni. Engin lyf eru þekkt sem vinna á veikinni og hún leggst eingöngu á jurtir af krossblómaætt (t.d. fóðurkál, gulrófur, næpur og ýmsar káltegundir), en þar getur hún valdið stórfelldu tjóni. Eins og áður hefur komið fram þá er starfandi nefnd sem vinnur að því að draga úr útbreiðslu veikinnar. Nefndin hefur lagt áherslu á að bændur bregðist vel við og grípi til tiltækra ráða til þess að vinna gegn veikinni. En hvað er hægt að gera? Það er einkum tvennt sem kemur til greina. Annars vegar að loka sýktu landi með grasrækt og rækta þar gras í næstu 8– 0 árin. Hins vegar að koma í veg fyrir að smit berist í ósýkt land. Varðandi fyrra atriðið þá hefur nefndin lagt áherslu á að loka sýktu landi með grasrækt, enda hafa bændur brugðist vel við og hafa margir nú þegar lokað sýktu landi þar sem veikinnar hefur orðið vart. Þetta hefur í för með sér talsverðan kostnað og hefur Bjarg- ráðasjóður brugðist vel við og tekið þátt í þeim kostnaði. Hvað síðara atriðið varðar þá er margt sem þarfa að hafa í huga. Kálæxlaveikin er sveppa- sjúkdómur. Sveppurinn sem veikinni veldur leggst á rætur plantna af krossblómaætt og dreg- ur frá þeim næringu. Hann fjölgar sér með dvalargróum sem lifa árum saman í jarðvegi. Þau berast síðan með mold og ýmsu öðru sem þau komast í snertingu við og geta einnig borist með vatni. Til þess að varna útbreiðslu sveppsins (dvalar- gróanna) er margt að varast. Í fyrsta lagi þarf að þrífa öll tæki, verkfæri og vélbúnað vel eftir notkun í landi þar sem grunur er um kálæxlaveiki. Þá þarf að varast að mold úr sýktu landi berist með skóm eða verkfærum. Einnig skal varast að rækta og flytja plöntur (kálplöntur, trjáplöntur og annað) af sýktu landi á svæði þar sem veikin er óþekkt. Við þrif á tækjum, búnaði og öllu öðru sem borið getur smit úr sýktum jarð- vegi þarf að gæta þess að þvotta- vatnið renni strax í burtu, án þess að það berist inn á ræktunarlandið og að smit úr því komist í jarðvatn ræktarlandsins. Helst þarf þvotta- aðstaða að vera þannig að vatnið fari sem fyrst út í farveg sem skilar því til sjávar. Tekið skal fram að kálæxla- veiki er hættulaus þeim sem neyta plantnanna, skaðinn felst eingöngu í uppskerurýrnun/-bresti á viðkom- andi tegund og því að nýjar plöntur/svæði nái að smitast. Hin svokallaða kálæxlaveiki er ekki það eina sem þarf að varast, ýmislegt annað smit getur borist með óhreinindum og jarð- vegi. Full ástæða er til þess að minna einnig á reglur um varnir gegn búfjársjúkdómum. Framleiðsla og sala á gróður- mold á ekki að eiga sér stað úr sýktri mold. Einnig þarf að koma í veg fyrir að smit berist á ósýkt svæði með hvers kyns for- ræktuðum plöntum, sem seldar eru eða gefnar til áframhaldandi ræktunar. Auk þess að minna á þrif á tækjum. sem fara á milli bæja eða úr sýktu landi á ósýkt á sama bæ, þá skal minnt á að við sölu á notuðum landbúnaðartækjum ætti það að vera ófrávíkjanleg regla að þrífa og sótthreinsa tækin áður en farið er með þau til sölu. Bændur og verktakar, setjið aldrei óhrein tæki í sölu, helst ætti að sótthreinsa þau að þvotti loknum. Vélasalar og aðrir sem taka við notuðum landbúnaðartækjum og vinnuvélum til sölu, takið aldrei við óhreinum tækjum, gerið kröfu um að þau komi til ykkar vel þvegin og helst sótthreinsuð. Verktakar og aðrir sem fara með tæki á milli svæða ættu að þrífa öll tæki og áhöld vel eftir vinnu á hverjum stað. Sú spurning hefur vaknað hver muni bera ábyrgð ef smit berst sannanlega með tilteknum hætti inn á ósýkt svæði, svo sem með notuðum tækjum sem seld eru á milli manna, með tækjum og áhöldum sem fylgja verktakavinnu, með plöntum eða græðlingum sem seld eru, eða með öðrum rekjanlegum hætti. Tekið skal fram að á þetta hefur ekki reynt, en óhjákvæmilega vakna spurningar sem þessar. F.h. nefndarinnar /ÁS Varnir gegn kálæxlaveiki Tæki skal þrífa og loka þarf landi Á rótum fóðurkálsins má sjá hvernig kálæxlaveikin er að búa um sig. Ljósm. ÁS

x

Bændablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.