Bændablaðið - 12.10.2004, Síða 31

Bændablaðið - 12.10.2004, Síða 31
Þriðjudagur 12. október 2004 31 eMax býður uppá þráðlausar tengingar við Internetið í Borgarfirði, Hrútafirði, Grímsnesi, við Vík í Mýrdal auk Akureyrar og höfuðborgarsvæðisins. Tilvalin lausn fyrir bæði sveitaheimili og sumarhús. Hraðvirkt Internetsamband, sambærilegt við ADSL. Hagstætt verð. Innifalið í þjónustunni eru 2 netföng og svæði fyrir þína eigin heimasíðu. Dreifikerfi í stöðugri uppbyggingu Kynntu þér málið og hafðu samband í síma 544 4454 eða á www.emax.is Þráðlaust Internet Lausn fyrir landsbyggðina ...í góðu sambandi Mannskapurinn, sem stóð að endurreisn á 122 vörðum frá Bólstað að Miklalæk, við húsið í Bjarnalækjabotnum. Félagið var stofnað 15. nóvem- ber 2002 og eru félagar um 60. Tilgangur félagsins er að endur- reisa og halda við vörðum á Sprengisandsleið hinni fornu sem liggur frá Skriðufelli í Þjórsárdal að Bólstað við Sól- eyjarhöfðavað í Þjórsá. Alls eru vörðurnar 425 á þessari leið en þær reistu 3 garpar úr Bárðar- dal árið 1906. Einnig er á dag- skrá félagsins að gera upp gamla leitarmannakofa á afrétti Gnúpverja. Bólstaðakofi sem var byggður 1892, Kjálkavers- kofinn sem var byggður 1894 og Gljúfurleitarkofinn sem var byggður 1956. Búið er að endur- bæta og gera upp gamla kofann í Hólaskógi en hann var byggður árið 1936. Nokkrar vinnuferðir hafa verið farnar og er búið að endurreisa og laga um 260 vörður, en skammtur- inn á ári er 100 vörður . Ætlunin er að klára verkið árið 2006 á 100 ára afmæli varðanna.Eins er reynt að taka GPS punkta eða hnit á hverja vörðu þannig að þær verði örugg- lega til í framtíðinni! Eina félags- gjaldið er að hver hlaði 2 vörður á ári. Vörðurnar eru í misgóðu ásig- komulagi en vel hefur gengið að koma þeim upp úr jörðinni með járnkörlum og skóflum. Helgina 2.-3. október sl. fór góður mannskapur inn á Bólstað. Byrjað var á því að fara yfir á Sóleyjarhöfðavaði og í eyna og reisa við vörðuna sem er þar og síðan yfir eystri álinn í Þjórsá og endurreisa vörðuna sem þar er. Þá er komið að Holtamönnum að taka við, allavega inn að Fjórðungs- skvísl, en Bárðdælingar taka við úr því og alla leið norður að Mýri í Bárðardal. Í stjórn félagsins eru: Sigrún Bjarnadóttir, Fossnesi, Ragnar Ingólfson, Heiðargerði og Páll Gunnlaugsson, Hamarsheiði. Vörðuvinafélagið hefur á stefnuskrá að endurreisa og viðhalda vörðum á Sprengisandsleið hinni fornu Þarftu að byggja, breyta eða bæta? Nýbyggingar • Hönnun Tek að mér alla almenna hönnun og teiknivinnu Þekking og reynsla í hönnun mannvirkja til sveita Ívar Ragnarsson, byggingafræðingur og fyrrv. bóndi Hrafnagili II, 601 Akureyri Símar 462 5205 & 898 3311

x

Bændablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.