blaðið - 20.06.2005, Side 22

blaðið - 20.06.2005, Side 22
mánudagur, 20. júní 2005 I blaðið Settl heimsmet í flokki 95-99 ára Hinn 95 ára Kozo Haraguchi setti í gær heimsmet í 100 metra hlaupi í aldursflokknum 95-99 ára. Har- aguchi, sem kemur frá Japan, hljóp 100 metrana á 22,04 sekúndum á móti í Miyazki í Japan. Hann bætti heimsmetið um tæpar tvær sekúndur en það var áður 24,01. Haraguchi setti met í 100 metra hlaupi í flokki 90-94 ára fyrir fimm árum þegar hann hljóp á 18,08 sekúndum. Hinn spræki Haraguchi sagði við fréttamenn að hann hefði passað sig að detta ekki meðan á hlaupinu stóð en hann var að von- um ánægður eftir að hann frétti að hann hefði sett heimsmet. Haraguc- hi hóf að stunda frjálsar íþróttir 65 ára að aldri til að halda sér í formi og hann segir leyndarmálið á bak við velgengni sína vera að hann taki sér alltaf klukkutíma göngutúr á morgnana. Parma hélt sæti sínu í Serie A Parma sigraði Bologna 2-0 á laug- ardagskvöldið í seinni leik liðanna í umspili um sæti í Serie A. Þessi lið voru jöfn aö stigum í Serie A og þurftu því að leika innbyrðis leiki til að útkljá hvort þeirra færi í Serie B. Bologna vann fyrir leikinn 1-0 en Giuseppe Cardone og Alberto Gil- ardino skoruðu fyrir Parma á laug- ardaginn og tryggðu liðinu því rétt til að spila í Serie A á næstu leiktíð. Bologna er hins vegar fallið niður í Serie B ásamt Atalanta og Brescia. Stuðningsmönnum Bologna gekk illa að sætta sig við tapið - einhverj- ir þeirra reyndu að komast inn á völlinn og meðal annars hentu einhverjir lóðum úr lyftingasal í átt að lögreglumönnum. Celta Vigo og Cad- iz upp í La Liga Celta Vigo og Cadiz tryggðu sér um helgina sæti í úrvalsdeildinni á Spáni eða La Liga þegar keppni í spænsku 2. deildinni lauk. Celta og Cadiz unnu bæði sína leiki um helgina og enduðu þau með 76 stig, sem og Alaves, sem tryggði sér sæti í La Liga fyrir um það bil viku. Cadiz sigraði í deildinni þar sem liðið hafði bestan árangur í innbyrðis viðureignum þriggja efstu liðanna. Celta Vigo endaði í öðru sæti og Alaves í því þriðja. Celta Vigo hafði reyndar tryggt sér sæti í La Liga fyrir tveimur vikum en liðið notaði ólöglegan leikmann og því voru stig tekin af liðinu sem þýddu að sætið í La Liga var ekki tryggt fyrr en um helgina. Park til Man. Utd. Kóreumaðurinn Ji-Sung Park er á leiðinni til Manchester United. Park er 24 ára og leikur sem stendur með Hollandsmeisturum PSV Eindhoven. Samkvæmt fjölmiðl- um hefur hann samþykkt fjögurra ára samning hjá United. Talið er að kaupverðið á honum sé um fimm milljónir punda en Park átti frábært tímabil með PSV sem komst meðal annars í undanúrslrt Meistaradeildarinnar. Park er annar leikmaðurinn sem gengur til liðs við United í sumar en hinn er hollenski markmaðurinn Edwin van der Sar sem kom frá Fulham. Líklegt er að fleirir fréttir af félagaskiptum hjá Manchester United berist fljótlega en liðið hefur verið orðað við menn eins og Michael Essien, leikmann Lyon, og Jermaine Jenas, sem spilar með Newcastle. _ Getur eitthvað Stuðningsmenn FH fagna íslandsmeistaratitlinum íslandsmeistarar FH virðast gjörsam- lega óstöðvandi í titilbaráttu sinni í Landsbankadeildinni árið 2005. Þetta magnaða lið hefur unnið alla leikina sína sex, skorað í þeim 16 mörk og aðeins fengið á sig tvö. Liðið hefur sýnt langbestu knattspymuna og öll umgjörð í kringum liðið er til fyrirmyndarfráA-Ö. Stuðningsmenn- imir em þeir bestu á landinu og þótt víðar væri leitað - það þarf ekkert að fjölyrða um það. Við skulum líta aðeins betur á málin í Kaplakrikan- Liðið sjálft Ekkert lið státar af jafnstórum og breiðum leikmannahóp og FH. Hvaða leikmaður sem er í 16 manna hópi liðsins ætti nánast víst sæti í öðrum liðum í Landsbankadeildinni, með fullri virðingu fyrir þeim leikmönn- um sem leika í henni. Þar er valinn maður í hverri einustu stöðu, meira að segja utan 16 manna hópsins. Þá hafa FH lánað alls sex leikmenn frá sér, kjaminn af efnilegustu leikmönn- um klúbbsins. Þeir em með bestu er- lendu leikmenn deildarinnar, danska tríóið Tommy Nielsen, Allan Borg- vardt og Dennis Siim. Þá fengu þeir líka bestu íslensku leikmennina til sín fyrir sumarið, þá Auðun Helga- son og Tryggva Guðmundsson, sem snem heim úr atvinnumennskunni. Það er heldur ekki af einskærri til- viljun að maður heyrir nDaða í lands- liðið" í hvert skipti sem þessi mark- maður FH snertir boltann - hann er einn allra besti markmaður landsins og er farinn að banka fast á lands- liðsdymar. Það verður þó að hafa í huga að það reynir ekki mjög mikið á hann. Guðmundur Sævarsson var valinn í landsliðið í október á síðasta ári og var þar með verðlaunaður fyr- ir frábæra frammistöðu sína síðasta sumar. Tommy Nielsen og Auðun Helgason hafa náð frábærlega sam- an í miðvarðarstöðunum, þar sem FH á líka einn efnilegasta miðvörð landsins, Sverri Garðars- son, sem því miður verður ekki með í sumar vegna meiðsla. Freyr Bjamason var valinn í lið Lands- bankadeildarinnar í fyrra og hefur sýnt góða takta í vinstribakvarðarstöðunni. Fyrirliði liðsins, Heimir Guðjónsson, átti það skilið að vera valinn besti leik- maður Landsbankadeild- arinnar í fyrra. En hvað í ósköpunum kom fyrir í vet- ur? „Gamli", eins oghann er oft nefnd- ur, hefur ekki verið svipur hjá sjón þegar hann var valinn í landslið ís- lands sem mætti Ung- veijum og Möltu. Hann kom ekki við sögu í fyrri leiknum en stal senunni gegn Möltu, skoraði eitt mark og lagði upp tvö. Það má svo ekki gleymauppá- haldi stuðn- ingsmanna FH, hinum lítríka og skemmtilega Jóni Þorgrími Stefánssyni. „Jónsi", eins og hann er kallaður, hefur átt frábæra leiki og auk þess að spila vel er það framkoma hans utan vallar sem hefur gefið honum nafngiftina „Maður fólksins". Jónsi er tíður gest- ur á spjalli stuðningsmannasíðu FH, FH-ingar.net, þar sem hann keppist í Kaplakrikanum, sem nefnist Ris- inn. Það er frábært æfingahúsnæði sem nýtist liðinu vel til æfinga og einnig sem keppnisvöllur fyrir yngri iðkendur klúbbsins. Kaplakriki er glæsilegt svæði FH sem hefur verið og er í mikilli upp- byggingu. Skráð sæti í stúku vall- arins eru 750 en byrjað er að skoða möguleika á því að stækka stúkuna. Hinum megin á vellinum eru svo tröppur en þar eiga að rúmast 3.828 áhorfendur en þar mun væntanlega fækka í nánustu framtíð þar sem stefnt er á að setja sæti í tröppurnar. Heildarfjöldi áhorfenda, samkvæmt heimasíðu KSÍ, er 6.738 en þar af eru 2.160 í ósamþykktri áhorfenda- aðstöðu. FH hefur líka aðgang að splunkunýjum æfingavöllum við Hvaleyrarvatn þar sem er góð æfinga- aðstaða. Gamli heimavöllur FH nýt- ist þeim einnig sem æfingasvæði en þar er fótbolta- og fijálsíþróttavöllur, auk gervigrassvæðis. Stuðningsmennirnir Það er ekki einn einasti vafi á því að „Mafían" svokallaða - stuðningsmenn FH-ingar fagna marki Allan Borgvardt á Hlíðarenda við að hrósa stuðningsmönnum liðs- ins, sem hann sjálfur kallar 12. mann liðsins. Stuðnings menn FH eru án efa þeir bestu á landinu. og er heppinn að halda stöðu sinni í liðinu. Það er aðeins tímaspursmál hvenær það gerist en hann ætlar sér að hætta knattspymuiðkun eftir þetta sumar. Tryggvi Guðmundsson hefur komið með allt aðra vídd inn í íslenska boltann eftir að hann kom til FH í janúar. Án efa besti leikmaður Landsbankadeildarinnar til þessa, og það með yfirburðum. Sjö mörk í sex leikjum segja sitt, auk þess sem hann hefur verið duglegur að finna félaga sína með útsjónarsömum sending- Þjálfararnir Ólafur Jóhannesson og aðstoðarþjálfarinn, Leif- ur Garðarsson, hafa sýnt mikla útsjónarsemi og kænsku og stýrt FH-skút- unni af mikilli seiglu í sum- ar sem fyrr. Leifur kom til FH í maí árið 2003 og hef- ur verið ómetanlegur fyrir íslandsmeistarana og hef- ur haldið tryggð við liðið þrátt fyrir gimileg tilboð erlendis frá. Trésmiðurinn Ólafur var valinn þjálf- ari ársins á lokahófi KSÍ eftir síðasta sumar og stefnir hraðbyri á sömu verðlaun í haust. Ólafur er þekktur, ekki aðeins sem góður þjálfari, held- ur einnig sem mikill húmoristi og skemmtilegur karakter. Umgjörðin Umgjörð íslandsmeistaranna hæfir þeim vel. Mikill metnaður er bak við starfið í Kaplakrikanum, hvort sem það er hjá stjómarmönnum, styrkt- araðilum eða leikmönnum. FH vígði FH - em þeir langbestu á landinu. Nafnið er komið frá hljómsveitinni Hafnarfjarðarmafiunni sem inniheld- ur þijá gallharða FH-inga sem samið hafa óteljandi lög sem tengjast FH en lög eru til um langflesta leikmenn liðsins. Hafnarfjarðarmafían innheld- ur þá Halla og Heiðar úr hljómsveit- inni Botnleðju og Viðar Steingríms- son, annan mannanna á bak við bestu stuðningsmannasíðu landsins, FH-ingar.net. Þessi skemmtilegu lög eru svo sungin hvað eftir annað á leikjum og virðast allir stuðnings- mennirnir þekkja þau jafnvel og handarbakið á sér. Marg- ir stuðnings- menn ann- arra liða á íslandi geta lært margt af „Mafí- unni“, fólk á að koma á skemmta sér og styðja liðið sitt í gegn- um súrt og sætt. Stuðningsmenn FH vom valdir þeir bestu á Islandsmót- inu í fyrra og er erfitt að sjá að það breytist í ár. Erfiðir leikir fram undan En hvað gerist í næstu leikjum? Það er athyglisvert að bera saman úrslit úr leikjum FH undanfarin ár gegn næstu andstæðingum þeirra í Lands- bankadeildinni. Á fimmtudaginn tekur FH á móti ÍA í Kaplakrika en ótrúlegt en satt þá hafa núverandi íslandsmeistarar ekki sigrað Skaga- menn frá því FH vann ÍA síðast 15. septemberárið 1990!Þettavarl8.um- ferð deildarinnar og Skagamenn vom þegar fallnir niður í 1. deild en það athyglisverðasta í þessu er kannski að einungis 97 áhorfendur mættu í Kaplakrikann og sáu leikinn. Báðir leikir liðanna í fyrra voru hörkuleikir og lauk með 2-2 jafnteflum en 1.348 áhorfendur mættu í Kaplakrikann í fyrra. Sunnudaginn 26. júm' fara FH-ingar svo í heimsókn í Árbæinn og mæta þar Fylki sem þeir hafa lent í miklu basli með undanfarin ár. FH vann reyndar annan leik liðanna í fyrra með naumindum og árið 2001 vann FH í lokaumferðinni þegar úr- slit deildarinnar vora ráðin. Þar áður kom sigur FH í efstu deild á Fylki 12. ágúst árið 1993. Seinasti leikur FH í fyrri umferð Landsbankadeild- arinnar er svo gegn Fram 30. júm'. Á leik FH og Fram í Kaplakrika í fyrra mættu 3.225 manns en hafa verður í huga að aðgangur áhorfenda að leikn- um var ókeypis, auk þess sem FH gat tryggt sér Islandsmeistaratitilinn í þessum leik. íslandsmeistarar 2005? Getur eitthvert lið stöðvað FH? Að minnsta kosti ekki enn sem komið er. Fylkir var síðasta liðið til að sigra íslandsmeistarana - það gerðist í 2. umferð í fyrra. Sá leikur var aðeins þremur dögum eftir að Þórir Jóns- son, einn ástsælasti FH-ingur allra tíma, lést í bílsysi. Þórir vann krafta- verkavinnu fyrir FH á ævi sinni og var hann í forsvari fyrir þá sem lyfti félaginu á stall meðal fremstu knatt- spymufélaga á íslandi. FH tileinkaði Þóri íslandsmeistaratitilinn árið 2004. Hans verður ávallt minnst sem frumkvöðuls í því ótrúlega starfi sem Hafnarfjarðarfélagið stendur fyrir. Ef FH heldur áfram spilamennsku sinni, eins og hún hefur verið í síðustu leikjum, verður liðið íslandsmeistari og það með miklum mun. Það er erfitt að sjá hvað gæti komið í veg fyrir það. Ekki em það meiðsli þar sem maður kemur alltaf í manns stað. Eitthvað mikið þarf að gerast innan hðsins til að það brotni en það virtist bara styrkja liðið fyrir mót þegar talað var um að of margir „kóngar" væm innan liðsins. Niðurstaðan er því sú að FH á sigurinn vísan í Landsbankadeild karla árið 2005. um. Hann fékk svo umbun erfiðisins fyrr á árinu glæsilegt æfingahúsnæði völlinn til að Ólafur Jóhannesson þjálfari hampar titlinum

x

blaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.