blaðið - 01.12.2005, Blaðsíða 4

blaðið - 01.12.2005, Blaðsíða 4
4 I IWWLEWDAR FRÉTTIR FIMMTUDAGUR 1. DESEMBER 2005 bla6Í6 Hjartavernd: Um helmingi starfsfólks sagt upp Tekjur stofnunarinnar hafa dregist saman vegna óhagstœðrar geng- isþróunar. Illa búið að þróunar- og rannsóknariðnaði á íslandi segir forstöðulœknir. BlaWFMI Samræmt stúdentspróf f fslensku var þreytt í gær. Framhaldsskólanemendur hafa mótmælt þessum prófum harðlega undanfarið og hefur hagsmunaráð þeirra hvatt nemendur til að mæta í prófin, en skila auðu. Svo virðist sem meirihluti nemenda hafi orðið við þeirri áskorun, því samkvæmt heimildum Blaðsins skilaði rúmur helmingur nemenda í MR auðu, og um 80-90% nemenda í Versló gerðu slíkt hið sama. Menntamála- ráðherra var einnig afhentur undirskriftalisti þar sem skorað er á hana að endurskoða þessa tilhögun. Blóm segja allt... ...íslensk blóm... ...ígleði og sorg ÍSLENSK BLÓM ■UBHIWIHIH <2CCO LIOYB ZINDA DÖMUSKÓR - HERRASKÓR - BARNASKÓR - SANDALAR 8.995 kr.-veröáður 5.995 löi-verónú litir svart ■ stæróir36-41 TILBOÐ GILDA Á MEÐAN BIRGÐIR ENDAST ■ FIMMTUDAGS- TILBOÐ Segja upp 35 starfsmönnum til að ná endum saman. BlaWFrikki Um 35 starfsmönnum Hjarta- verndar var sagt upp störfum í gær vegna bágborinnar fjárhags- stöðu stofnunarinnar. Óhag- stæðri gengisþróun er kennt um en stofnunin fær stærstan hlut sinna tekna í erlendum myntum. Talið er að minnkandi umsvif muni gera stofnuninni erfitt fyrir í framtíðinni að halda starfsfólki. Meirihluti vann að öldrunarrannsóknum Um 72 einstaklingar í 54 stöðu- gildum starfa nú hjá Hjartavernd en eftir uppsagnirnar munu 38 einstaklingar starfa í um 33 stöðu- gildum. Meirihluti þeirra sem sagt var upp hafa unnið að öldrunarrann- sóknum sem er samvinnuverkefni Hjartaverndar og bandarískra heil- brigðisyfirvalda. Verkefnið, sem hefur verið í gangi síðan í ársbyrjun 2001, hefur verið ein megin tekjulind Hjartaverndar og að mestu kostað af Bandaríkjamönnum sem hafa greitt í bandaríkjadollurum. Óhag- stæð gengisþróun á undanförnum misserum hefur þýtt að tekjur Hjartaverndar hafa dregist gríðar- lega mikið saman en þar ofaná hafa bæst launahækkanir langt umfram áætlanir. Því var það orðið fyrir- sjáanlegt að tekjur stofnunarinnar mundu ekki nægja til að halda úti óbreyttri'starfsemi og því var gripið til uppsagna. Afleiðing gengisþróunar Vilmundur Guðnason, forstöðu- læknir Hjartaverndar, segir þessar uppsagnir vera lýsandi dæmi um þær erfiðu aðstæður sem þróunar- og rannsóknariðnaður á Islandi þarf að glíma við í dag. Gengið sé hátt og að stjórnvöld geri nánast ekk- ert til að styðja við slíka starfsemi. Á meðan viðurkenna stjórnvöld í nágrannalöndum okkar mikilvægi slíks iðnaðar með margskonar íviln- unum og fyrirgreiðslum „Þetta sem við erum að gera er bein afleiðing gengisþróunar. Hins vegar er það alveg ljóst að ef við byggjum við um- hverfi eins og t.d. í Noregi þar sem 20% af styrkjum er greitt beint til fyrirtækjanna aftur þá væri staðan önnur. Þetta er bara ferlega sorglegt. Þetta eru utanaðkomandi aðstæður fyrir okkur sem stjórnvöld geta að hluta til haft áhrif á en maður getur náttúrulega ekki skipað þeim að fella gengið,“ segir Vilmundur. Hann spáir því að íslendingar gætu að öllu óbreyttu misst hluta af há- tækniiðnaði úr landi. „Við erum að horfa uppá að stór hluti af þessum hátæknifyrirtækjum sem geta verið erlendis munu fara erlendis. Það er bara ekki hægt að reka fyrirtæki í einum gjaldmiðli og hafa tekjurnar í öðrum þegar ástandið er svona.“ Hér er tekið hús á 13 nýjum íslendingum frá öllum heimsálfum og rætt við þá um ástæðu þess að þeir settust hér að. Lesendur fá að kynnast þeirri matarmenningu sem fólkið flutti með sér til íslands og birtar eru uppskriftir að fjölbreytilegum réttum. OPIÐ 4WUNNINGp.G-MATÍm A ÍSLA^Uiónf j| 'jNæfridi "OHMALDuröi 1WinGad6t iH :RfJWUNR * Wi\ 1 mi* whSU „1% <“1 i

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.