blaðið - 01.12.2005, Blaðsíða 20

blaðið - 01.12.2005, Blaðsíða 20
20 I VIÐTAL FIMMTUDAGUR 1. DESEMBER 2005 blaftiö Skil ekki tilgang lífsins Ari Trausti Guðmundsson er með tvaer bækur á jólabókamark- aði þetta árið, alls ólíkar. Önnur er bókin Eldgos 1913-2004 og hin er fyrsta skáldsaga hans Leiðin að heiman. „Eg hef alltaf haft áhuga á ritlist og i háskóla skrifaði ég meira af skáldskap en öðrum texta þótt ég hafi lítið birt af því. Síðan tók við langt tímabil þar sem ég skrifaði um náttúruna í breiðasta skilningi, en skáldskapurinn blundaði samt alltaf þarna einhvers staðar, “ segir Ari Trausti. Finnst þér þú verða að túlka um- hverfið, ekki bara greina það? „Ekki bara umhverfið, heldur mannlífið, hugmyndir og tilfinn- ingar. Ég er kominn yfir fimm- tugt, hef séð ýmislegt og reynt margt, sérstaklega í útlöndum því ég hef ferðast mjög mikið. Þá finnst manni tími til kominn að segja fólki eitthvað um lífið og tilveruna. Ég hef verið kóngsins lausa- maður í tuttugu ár, haldið fyrir- lestra, skrifað og búið til efni fyrir sjónvarp og útvarp. Sjónvarpsþætt- irnir sem ég hef gert nálgast tvö hundruð og útvarpsþættirnir eru áreiðanlega orðnir fleiri. Skáld- skaparþörfin hefur verið að brjót- ast út og ég lít svo á að ég þurfi að sanna mig á því sviði. Þótt ég hafi sent frá mér eina ljóðabók, eitt smásagnasafn og eina skáldsögu þá eru þessi verk fjarri þvi að gefa mynd af öllu því sem ég get. Mig langar til að halda áfram að sinna skáldskapnum og um leið kann að vera að skrif á öðrum sviðum minnki að sama skapi.“ Þú kemur úr mjög listrænu um- hverfi, ert sonur listamanns, Guð- mundar frá Miðdal. Hafði um- hverfið mikil áhrif á þig? „Móðir mín, Lýdía Pálsdóttir var alveg jafn miídll listamaður og faðir minn. Vissulega höfðu þau áhrif á mig en umhverfið í kringum þetta heimili hafði enn meiri áhrif. Mamma var þýsk og tengsl foreldra minna við lista- menn, erlenda jafnt sem innlenda, voru griðarmikil. Heimilið líktist mest umferðarmiðstöð. Fólk úr listalífinu og hinu akademíska umhverfi var heimagangar. Þetta er langur nafnalisti. Ég man til dæmis vel eftir Kjarval, þessum dimmraddaða, hvasseyga og sér- kennilega manni sem talaði við börn eins og barn og við fullorðna eins og skáld. Ég nota hann i þess- ari nýju skáldsögu þar sem hann kemur fram sem áhrifavaldur i lífi drengs sem er alls ekki ég. Ég held að allir þessir listamenn sem ég umgengst að einhverju leyti sem barn og unglingur hafi ekki haft minni áhrif en pabbi sem var sífellt málandi og skrifandi eða mamma sem vann í leirnum. Þetta návigi við listamenn sýndi mér fram á hversu fjölbreytt lifið er og hvað það er gaman ef menn geta notað það sem er í kollinum á þeim til að skapa.“ Dramatísk fjölskyidusaga Fjölskyldusaga þín er mjög sérstöí: þvífaðir þinn var tvígiftur og kon- urnar voru mæðgur. Segðu mérfrá þessu fjölskyldudrama. „Einu sinni þótti þessi fjölskyldu- saga mjög merkileg því pabbi gift- ist ömmu minni, skildi svo við hana og giftist mömmu minni sem hafði verið stjúpdóttir hans um tima og þau eignuðust fimm börn. Hann átti síðan soninn Erró með þriðju konunni en ekki er nema mánuður á milli elsta bróður mins og Erró. Ég held að pabbi hafi aldrei almennilega vitað hverja af þessum þremur konum hann vildi í raun og veru. Þetta hefur ör- ugglega verið erfitt fyrir mömmu en hefur aldrei verið viðkvæmt mál fyrir okkur krökkunum sem eigum mjög gott samband við Erró.“ Gátu amma þín og amma átt eðli- leg samskipti eftir að hafa elskað sama manninn? „Já, í stórum dráttum áttu þær góð samskipti. Ég heyrði þær sjaldan deila en innst inni held ég að þetta hafi verið þeim erfitt. Amma veitti pabba ekki skilnað fyrr en seint og um síðir. Enginn veit af hverju. Pabbi og mamma eignuðust því flest börn sín utan hjónabands. Amma bjó að mestu leyti á heimili foreldra minna og þessiþrihyrningur: pabbi, mamma, amma, gekk furðanlega vel. Amma hafði komið hingað frá Þýska- landi og fór aldrei þangað aftur. Hún hafði að engu að hverfa, var ómenntuð og fjölskyldan í Þýska- landi var ekki stór. Það vorum við krakkarnir sem urðum til þess að hún fann tilgang i lífinu. Heimilið var stórt og mamma og pabbi voru eins og þeytispjöld út um allt: út í heim, uppi á hálendi og út um allt land. Amma sá að miklu leyti um uppeldið, kunni vel á börn og var mjög góð við okkur. Mér fannst hún mjög merkileg kona. Hún var dönnuð og glæsileg, mikil heims- manneskja og vel að sér. Ég held að mamma hafi verið beisk út í lífið að vissu leyti. Hún missti pabba snemma, var rétt fimmtug þegar hann dó, 67 ára gamall. Hún giftist aldrei aftur og náði kannski aldrei almennilega fótfestu eftir lát hans. Þegar hún lést árið 2000 fór ég að garfa í fjöl- skyldumálum hennar. Mamma vissi aldrei neitt um föður sinn, nema þá nafn hans. Hún var skyndi- barn því móðir hennar og faðir tóku aldrei saman. Hann giftist seinna og móðir mín hafði óljósan pata af því. Við konan mín hófum leit að afa. Um tíma töldum við víst að hann hefði farist í stríðinu en svo var ekki og fyrir röð af tilviljunum fundum við hann loks. Það sem merkilegra er að hann átti dóttur þannig að mamma átti hálfsystur sem hún vissi ekki af. Sú kona er á lífi. Þessa dramatísku sögu alla og sögu þessa huldumanns, sem er doktor í efnafræði, ætla ég mér ein- hvern tíma að segja.“ Vil ekki í pólitík Hvernig er að vera með stórstjörnu {fjölskyldunni eins ogErró. „Erró hefur skapað sér nafn úti í heimi og hefur búið þar frá því hann var tvítugur. Tengsl hans hingað heim eru sterk en þau eru ekki tíð eða uppáþrengjandi á nokkurn hátt. Við fjölskyldan verðum ekkert vör við hann sem “ Stóífinn sem vejf með 6arninu ” JÓÍapa^averð á stóímeð sCá og 6óCstri Cr. 18.900. 6 Citir. stóCCkr. 13.900. m A L L T F Y R I R IðRNIN waiWBHiiiiifi STOKKE Msmm www.stokke.com Húsgagnahöllinni, Bíldshöfða 20, Sími 552 2522, www.fifa.is

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.