blaðið - 01.12.2005, Blaðsíða 18

blaðið - 01.12.2005, Blaðsíða 18
18 I SAMSKIPTI KYNJANNA FIMMTUDAGUR 1. DESEMBER 2005 blafiiö Haltu fram hjá Með makanum 99............................................. Umfram allt skaltu líta á maka þinn sem spennandi einstakling sem þig langar að halda framhjá með. Því efþú gerir það ekki, þá gæti einhver annar gert það. Spenna sem fylgir því sem ekki má, ofsafengin hrifning, kynlíf og aftur kynlíf. Allt eru þetta tilfinningar sem fylgja framhjá- haldi en oft veldur spennan því að margir kjósa að svíkja maka sinn. En væri það ekki fullkomið ef þú gætir upplifað þessa tilfinningu, með þínum eigin maka. Stór hluti karla og kvenna hafa ein- hvern tímann verið ótrúir maka sínum. Þegar rómantíkin dvínar og venjan tekur við þráum við oft snert- ingu einhvers sem kveikir í okkur þannig að við finnum blóðið renna um æðarnar. En hver veit nema þú gætir upplifað nákvæmlega þetta með maka þínum. Lestu eftirfar- andi leiðbeiningar um hvernig hægt er að upplifa spennu og æsing fram- hjáhalds með makanum. Upphafið Spennan og þetta líkamlega aðdrátt- arafl sem við finnum fyrir þegar við hittum einhvern aðlaðandi í fyrsta sinn er vegna ákveðinna efna í heil- anum og sérstaklega fenýlalanín. Rannsóknir sýna að fenýlalanín kemur í veg fyrir að þú sjáir galla makans. Þegar þessi sömu gallar sem hrifu þig áður, eru orðnir pirr- andi þá merkir það að áhrif fenýlal- aníns eru þverrandi. Hægt er að losa um fenýlalanin með því að kyssast af lífi og sál og bíða eftir alsælutil- finningunni. Annað gott ráð er að hunsa galla makans. Rannsókn við Háskólann í New York leiddi í Ijós að þáu pör sem upphefðu hvort annað áttu í sérstaklega nánum sam- böndum. Hunsaðu þvi galla hennar eða hans og einblíndu á kostina. Með því helst alsælan í sambandinu vel og lengi. Tilfinningar í hámarki Fyrstu dagar framhjáhalds einkenn- ast af miklum tilfinningum auk þess sem öll skynfæri eru á fullu. Litir, lykt og áferð verða raunverulegri og líflegri. Við klæðum okkur og förðum á þann hátt sem dregur at- hygli að okkur og undirstrikum ást, ástríðu með litum eins og rauðum og bleikum. Þegar við erum komin í langtimasamband þá eiga sumir það til að klæða af sér kynþokkann, ómeðvitað. Gerið sem mest úr því sem þið hafið, hvort sem það er fal- legt hár, brjóstaskora, axlabreidd eða langir leggir. Makinn tekur eftir bættu útliti og lagar til hjá sjálfum sér. Og hvað er meira æsandi en snyrtilegur og vel til hafður maki, sérstaklega þegar þú veist að það er fyrirþig? Spennan Ef kynlífið í sambandinu hefur staðnað þá getur óleyfilegt kynlif með ókunnugum virkað freistandi. Það sem freistar mest við kynlíf með einhverjum nýjum er einmitt hið óþekkta, við þekkjum ekki líkama elskhugans né hvað kemur honum til. Einnig gerist það stundum að ákveðnar hömlur læðast inn í kyn- líf í langtímasamböndum og við hræðumst að breyta til. Það vekur ekki upp eins mikinn ótta að prófa eitthvað nýtt með ókunnugum. Leyndarmálið felst í því að stíga út fyrir hefðina. Stundið kynlif á óhefð- bundnum stöðum, eins og á þvotta- vélinni, eldhúsborðinu eða úti í garði. Lykillinn er að halda þessu óvænta í kynlifinu, einungis það að breyta um stellingar reglulega getur heldur betur hrist upp í hlutunum. Eftirvænting Þú getur ekki hætt að hugsa um hinn aðilann i framhjáhaldi. Þig dreymir dagdrauma, hoppar hæð þín í loft upp þegar síminn hringir og skoðar tölvupóstinn þinn nokkrum sinnum yfir daginn. Hægt er að skapa þessu eftirvæntingu í langtímasam- böndum með þvi að hugsa meira um makann þegar hann er ekki með þér. Ekki er verra ef þessar hugsanir eru af kynferðislegum toga. Sendu mak- anum kynæsandi skilaboð á daginn þar sem þú útlistar væntanlegar kyn- lífsstundir. Hugsaðu um kynlif með makanum áður en þú kemur heim. Ég, ég og aftur ég Það getur orðið þrey tandi og óspenn- andi að hlusta á hvort annað tala um börnin, þrifin og vinnuna til lengdar. Hluti af spennu framhjáhalds felst í því að finna að einhverjum finnst maður aðlaðandi sem getur bent til þess að einstaklingur sé ekki metinn að verðleikum heima fyrir. Hægt er að leysa þetta með því að ræða stundum saman um annað en þetta hversdagslega. Til dæmis mætti fara í leikinn „Truth or Dare“ þar sem hægt er að spyrja fyndinna spurninga um fyrstu ástina, hall- ærislegustu jakkafötin og svo fram- vegis. Með þessu deilið þið reynslu ykkar og tendrið frekari áhuga. Losti að eilífu Elskendur geta ekki haldið sig frá hvort öðru og ástæðan er að stórum hluta kynlíf. Það er þá kynlíf sem er stundað út af kynlífi en ekki vegna þess að það er ekki búið að stunda kynlíf í þrjár vikur. Það er því mikil- vægt að ganga ekki að kynlífi í sam- bandi sem vísum hlut. Kynlíf verður að vera í forgangi og má ekki mæta afgangi. Umfram allt skaltu líta á maka þinn sem spennandi einstak- ling sem þig langar að halda fram- hjá með. Því ef þú gerir það ekki, þá gæti einhver annar gert það. svanhvit@vbl.is Hægt er að losa um fenýlalanín meÖ því aÖ kyssast af lífi og sál og bíöa eftir alsælutilfinningunni. Ástríöunni viöhaldið «Ætaffelsht A- H A P I jy N Álfheimar 6 S.5536280 Álfheimar 6 S.5536280 Fjarlægðu Ijósaperur úr íbúðinni og fylltu hana af kertum. Oft er erfitt að viðhalda ástríðunni í samböndum. Gömlu ráðin og hugmyndirnar eru úr sér gengnar en ástríðan Iætur bíða eftir sér. I annríki nútímans er svo nauðsyn- legt að gefa sér tíma til að hlúa að hvort öðru og ástinni. Það þarf ekk- ert endilega að kosta mikið né vera tímafrekt heldur er hugsunin allt sem gildir. Það getur verið erfitt að halda ástinni á Hfi í langtímasam- bandi en mundu að leiðindi koma vegna neikvæðs viðhorfs frekar en kunnugleika. Hér eru nokkrar úrvalshugmyndir til að kveikja í makanum. • Skrifaðu: Ég elska þig á hvíta koddaverið með penna sem þrífst ekki af. • Farið út að borða og kelið í bílnum að því loknu. • Kauptu góðar nuddoliur og bjóddu makanum upp á nautna- fullt nudd. • Bjóddu makanum að koma með þér í sturtu á morgnana. • Montaðu þig af makanum við vini og vinkonur þegar þú veist að hann er nálægur og getur heyrt mál þitt. • Taktu upp ástúðlega kveðju á kasettu eða geisladisk og settu í bílinn þannig að makinn hlusti á kveðjuna á leið í vinnuna. • Vertu dugleg/ur að segja mak- anum að hann/hún sé það besta sem fyrir þig hefur komið. • Á köldum morgnum skaltu fara út á undan og hita upp bílinn. • Skrifaðu fallegar athugasemdir á miða og límdu þá víðs vegar um húsið. • Fjarlægðu ljósaperur úr íbúð- inni og fylltu hana af kertum. • Eyðið klukkutíma í að prófa nýja kossatækni

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.