blaðið - 01.12.2005, Blaðsíða 28

blaðið - 01.12.2005, Blaðsíða 28
28 I MATUR FIMMTUDAGUR 1. DESEMBER 2005 blaðiö Svuntur sveipaðar Ijóma fortíðar Svuntur eru nauösynlegar á hverju heimili enda getur það reynst sóöalegt verk *áö koma kræsingum á disk. Á mörgum heimilum er aö finna gamlar og þreyttar, fyrirtækjamerktar svuntur en nú er aö renna upp nýtt svuntuskeið og þá dugar ekkert slíkt lengur. Frá þjóðbúningi.... Svuntur hafa lengi verið mikil- vægur útbúnaður eða hlífðar- flík en á nítjándu öldinni og ft; fyrr voru konur nánast ekki 'h> klæddar fyrr en svuntan var ; 4 komin á. Svuntan er enda mikilvægur hluti íslenska þjóðbúningsins þó hún sé einkum ætluð til að lífga upp á búninginn sem er fremur dökkleitur án hennar. Áður skipti efnisval í skyrtum, slaufum og svuntum miklu þegar sauma átti ný peysuföt eða upphlut. Á fjórða og fimmta ára- tug síðustu aldar urðu svuntur svo eitt helsta vörumerki kon- - unnar. Kven- ímyndir þessa tíma voru sérlega lekkerar, velt- ilhafðar og lagðar með uppsett hár og pilsaþyt. Svuntur þessa tíma voru jafnan sérlega kven- legar með pífum, blúndum og jafnvel útsaumi og löngum og breiðum böndum sem mynduðu glæsilegar slaufur í mittisstað. Svuntur sem þessar njóta nú vinsælda í Bandaríkjunum þar sem hönnuðir eins og Anna Wang leggja metnað sinn í svuntuhönnun. mfwm i ...til gallabuxna Nýju svunturnar eru ákaflega líkar þeim sem ömmur ungra stúlkna í dag sveipuðu um sig miðjar til að verja kjóla og pils fyrir óhreinindum eld hússtarfans. Sá grunur hlýtur þó ósjálfrátt að vakna, þegar svuntur þessa tíma, eru skoðaðar að hlutverk svuntunnar hafi ekki einungis verið að hlífa kjólum. Það er eitthvað ómótstæðilegt við svuntur sem sveipar konuna dulúð og hlýju i senn. Eitthvað óútskýr- anlegt sem seiðar og laðar. Það er því líklega ekki að ástæðulausu sem svuntu- sala hefur rokið upp í Bandaríkjunum en það eru einmitt verslanir eins og Anthropologie sem gera það hvað best og svunturnar þar líkjast mikið þeim sem gerðu sitt besta á fyrri hluta síðustu aldar. Hinar ungu framakonur nútímans hafa kannski ekki sömu tæki- færi til að setja upp svuntur og formæðurnar en það má þó vel skella einni á þegar heimsendu pizzurnar eða núðlurnar eru færðar upp á diskinn. Það borgar sig ekki að sulla tómatsósu á dragtina eða gallabuxurnar og fal- leg svunta gerir hvaða klæðnað sem er enn klæðilegri. Hægt er að finna fallegt svuntuúr- val á eftirfarandi síðum: www.anthropologie.com www.utilitycanvas.com; www.crateandbarrel.com Krydd kökur 3 bollar hveiti 1 teskeið matarsódi 1 teskeið kanill 'h teskeið negull 'h tekseið múskat 129gr.Smjör 2 bollar púðursykur 2 egg 1 teskeið vanilludropar 2/3 bolli sýrður rjómi Hitið ofnin í 175°C. Sigtið saman hveiti, matarsóda, kanil, negul og múskat. Hrærið saman smjör og sykur þar til það er létt eða ljóst. Bætið eggjunum í, einu í senn, og hrærið vel á milli. Bætið vanilludropunum út í. Blandið hveitiblöndunni í til skiptis við sýrðan rjóma. Setjið með teskeið á plötu klædda bökunarpappír. Hafið kökurnar ekki of stórar. Bakið ofarlega í ofninum í 10-12 mín- útur. Geymið vel í lokuðu íláti í kæli eða frysti. Úr þessu koma um það bil 120 stykki. Bœklingur um jólasmákökur frá Osta- ogsmjörsölunni. Moselland Riesling mí'.'a^í Þýski gæðaframleiðandinn Moselland, sem heillað hefur landsmenn undanfarin misseri með hreint út sagt frábærum vínum og stórglæsilegu útliti, kynnir nýtt útlit á kassavínum. Þau hafa notið jafnmikillar ánægju og Moselland Riesling Ars Vitis, sem nú er fáanlegt í jólabúningi. Bæði þessi vín fást í flestum Vínbúðunum. Moselland Riesling Ars Vitis kr. 1.190 Moselland 3L kassavín kr. 2.690 .... i ■_ , : ókey Oli fl| heimila og fyrirl alla virka daga pistil ækja <ftSS&r Stálpottasett á góðu verði Brúðhjónalistar og gjafakort búsáhöld KRINGLUNNI 5 í m i : ; 568 6440 1 busahold@busahold. isj FRÁBÆRT HÁDEGISTILBOÐ milli kl 11.30- 14.00 Blanda af 2 réttum úr hitaborði. Frítt gos úr vél 890 kr >i Asian Express Smáralind Kópavogi • Strandgata Hafnfirdi M osei.land,c RIESLING kabinett QUAIITATSWIIN MIT • ‘wéiíMv

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.