blaðið - 01.12.2005, Blaðsíða 16

blaðið - 01.12.2005, Blaðsíða 16
16 I ÁLIT FIMMTUDAGUR 1. DESEMBER 2005 blaöið Blóðugar hendur { ágúst 1993 var skrifað undir sam- komulag um vopnahlé í Rúanda á milli fylkinga Hútua (85 % þjóð- arinnar) sem stjórnuðu flestu í landinu og hins vegar skæruliða- hreyfingar sem samanstóð mest- megnis af fólki úr minnihlutahóp Tútsa. Var friðarferlinu stjórnað af UNAMIR sveitum Sameinuðu Þjóðanna (United Nations Assist- ance Mission for Rwanda) í janúar 1994 fengu foringjar U N A M I R traustar upplýs- ingar um að hátt- settir herskáir leiðtogar Hútua væru að þjálfa stóran hóp Hútu- manna til að myrða leiðtoga Tútsa, frjálslynda Hútu stjórnmála- menn og dómara og fara síðan í kerf- isbundna slátrun á öllum Tútsum í landinu. Fengu fulltrúar Samein- uðu Þjóðanna þessar upplýsingar frá erlendum málaliðum sem voru persónulega að þjálfa Hútumennina til þessara grimmdarverka. Romeo Dallaire, kanadíski hershöfðinginn, sem leiddi UNAMIR sendi tafarlaust beiðni til Kofi Annans sem þá var yfirmaður friðargæslu Sameinuðu Þjóðanna um að fá að grípa inn í og stöðva fyrirhugað þjóðarmorð. Kofi Annan neitaði þeirri beiðni. Það sama var upp á teningnum þann 11. janúar 1994 en þá fengu for- ingjar UNAMIR upplýsingar frá hátt- settum embættismönnum um að herskáir leiðtogar Hútumanna væru að safna saman gífurlegu magni vopna til nota við hið fyrirhugaða þjóðarmorð. Sagði viðkomandi emb- ættismaður foringjum UNAMIR hvar vopnin væru geymd. Romeo Dallaire hafði þá aftur samband við Kofi Annan og bað hann um leyfi til að gera vopnin upptæk. Kofi Annan neitaði þeirri beiðni. Sameinuðu Þjóðirnar eftir að þjóðarmorðið hefst Ballið byrjaði síðan þremur mán- uðum seinna. Hútugengi röltu um höfuðborgina og brytjuðu niður alla Tútsa sem þeir fundu með vélbyssum, sveðjum og nagla- spýtum. Ofbeldið barst síðan út til landsbyggðarinnar og voru Tútsar drepnir kerfisbundið hvar sem þeir fundust. Aðalstöðvum Sameinuðu Þjóðanna var tilkynnt um raunveru- legt ástand í landinu áður en tala myrtra Tútsa fór yfir 100.000. Sam- einuðu Þjóðirnar gerðu ekkert. Eftir að þjóðarmorðin voru byrjuð þá hafði Romeo Daillaire enn aftur samband við Kofi Annan og bað hann um að friðargæslulið- unum yrði fjölgað upp í 5000 til að 99........................... í kjölfarið á brotthvarfi friðargæsluliðsins þá var þúsundum flótta- manna sem höfðu leitað skjóls hjá Sameinuðu Þjóðunum slátrað. stöðva glæpina. Kofi Annan svaraði Romeo Dallaire að slík fjölgun á hermönnum á vegum Sameinuðu Þjóðanna myndi “compromise your impartiality” og neitaði beiðninni alfarið. Á sama tíma var Öryggisráð Sam- einuðu Þjóðanna í bölvuðu basli með þetta mál. Sendifulltrúar Bret- lands og Bandaríkjanna neituðu alfarið að skilgreina ástandið í Rú- anda sem þjóðarmorð og ræddu um það annars vegar sem “ættbálka- hatur” og hins vegar sem “slit á vopnahléssamkomulaginu”. í raun var hins vegar aldrei neinn vafi á því að þetta væri þjóðarmorð enda voru drápin framin opinberlega á götum úti og hvatt var til þeirra í flestum fjölmiðlum landsins. Að lokum þá sendu fulltrúar óháðra og virtra mannréttindasamtaka beiðni til öryggisráðsins, lýstu ástandinu eins og það var og báðu um að friðar- gæsluliðið yrði styrkt og því falið að stöðva þjóðarmorðin. Væri þannig hægt að bjarga lífi hundruðum þús- unda manna. Öryggisráðið svaraði beiðninni með því að draga allt frið- argæslulið út úr landinu. Hlutdeild Sameinuðu Þjóðanna í glæpum gegn mannkyninu I kjölfarið á brotthvarfi friðargæslu- liðsins þá var þúsundum flótta- manna sem höfðu leitað skjóls hjá Sameinuðu Þjóðunum slátrað. Fjallað er um eitt af fjölmörgum slíkum dæmum í bók Dore Gold “Tower of Babble”: Þann 11. apríl drógu 90 belgískir hermenn sig út úr tækniskóla þar sem þeir höfðu haldið hlífiskildi yfir 2000 flóttamönnum, þar á meðal um 400 börnum. Belgarnir höfðu sig á brott þrátt fyrir að dauða- sveit Hútúa biði fyrir utan skólann, drekkandi bjór og sönglandi „Hútú kraftur" og þrátt fyrir bænir flótta- fólksins um að skilja það ekki eftir. Belgísku friðagæsluliðarnir skutu viðvörunarskotum yfir höfuð Hútú- ana um leið og þeir drógu sig í hlé. Eftir að Belgarnir hurfu á braut ruddust Hútúarnir inn í skólann, vörpuðu handsprengjum og skutu úr vélbyssum. Flestir flóttamann- anna létu lífið í árásinni. En friðargæsluliðarnir höfðu einnig gerst sekir um alvarlega glæpi áður en þeir hurfu á braut. Margir helstu leiðtogar og framámenn Tútsa neituðu að flýja og treystu á vernd UNAMIR sem þeim og fjöl- skyldum þeirra hafði verið lofað af Sameinuðu Þjóðunum. Þessi vernd brást síðan á ögurstundu og olli því að allt þetta fólk var myrt með köldu blóði. Versta dæmið er líklega mál Jos- ephs Kovaruganda, forseta hæsta- réttar Rúanda, sem var verndaður af UNAMIR sveit frá Ghana þegar þjóð- armorðið hófst. UNAMIR sveitin afhenti dauðasveit Hútumanna hæstaréttardómarann og fjölskyldu hans. Var dómarinn tekinn í burtu og líflátinn. UNAMIR sveitin var hins vegar eftir með morðingjunum og fjölskyldu dómarans. Stóðu með- limir hennar síðan, hlógu og drukku bjór með morðingjunum á meðan þeir réðust á eiginkonu dómarans og ungar dætur hans. Annað dæmi er mál Landoald Ndasingwa, atvinnu- og félagsmála- ráðherra Rúanda en hann var eini Tútsinn í ríkisstjórn landsins. Hann naut einnig verndar UNAMIR sveit frá Ghana. Þegar dauðasveitirnar nálguðust heimili hans flúðu hinir svokölluðu lífverðir af vettvangi og skildu hann og fjölskyldu hans ein eftir. Ráðherrann hringdi þá til aðal- stöðva UNAMIR og bað að hermenn yrðu sendir til að bjarga fjölskyldu hans frá yfirvofandi dauða. Var hann fullvissaður um að hjálpin væri á leiðinni og ætti því bara að vera rólegur. Þrátt fyrir fögur lof- orð þá brutust dauðasveitirnar inn á heimilið. Var ráðherrann síðan dreginn út úr húsinu ásamt móður sinni, kanadískri eiginkonu og tveimur börnum og voru þau skotin eitt á eftir öðru. Hjálpin sem ráðherr- anum var lofað sást aldrei. Óháð rannsókn fordæmdi Sameinuðu Þjóðirnar Óháð rannsókn undir forystu Ing- vars Carlson, fyrrverandi forsætis- ráðherra Svíþjóðar (Report of the Independent Inquiry Into the Acti- ons of the United Nations during the 1994 Genocide in Rwanda) for- dæmdi seinna meir athafnir Samein- uðu Þjóðanna í þessu máli. Sakaði rannsóknarnefndin Bandaríkin og Bretland um að hafa viljandi neitað að viðurkenna atburðina sem þjóð- armorð til að komast hjá skuldbind- ingum sínum skv. alþjóðasáttmál- anum um þjóðarmorð. Átvikið með forseta Hæstaréttar og atvinnu- og félagsmálaráðherrans var staðfest ásamt fleiri atvikum þar sem frið- argæslulið brást algjörlega skyldum sínum. Er ljóst að í sumum tilvikum voru friðargæsluliðar frá Belgíu og Ghana meðsekir í glæpum gegn mannkyninu. Enginn frá Sameinuðu Þjóðunum eða UNAMIR hefur verið dreginn til ábyrgðar vegna þessara atburða. Andri Óttarsson, lögmaður www.deiglan.com Andri Óttarsson FLOTT JOLAGJOF Leðurjakkar Áður: 14.900,- Nú: 9.990.- Laugavegi 54, sími 552 5201 Mogginn, flokksmálgagn eins og þau gerðust svæsnust Þá hefur Mogginn endanlega spilað sig út úr hlutlausri frétta- mennsku. Staksteinar í dag eru þannig að maður sér nánast froð- una (sbr. það að vera froðufell- andi); skrifari nær ekki að hemja sig en lætur eingöngu stjórnast af pólitískri heift. Mikið ofboðslega klórar Ingibjörg Sólrún þeim sem þar heldur á penna. Nú veit ég að Mogginn gengst við því að vera málgagn Sjálfstæðisflokks- ins í ritstjórnarskrifum; leiðara, Reykjavíkurbréfi og Staksteinum; en fyrr má nú vera. Maður næstum fer hjá sér Ég hefði samt ekki vakið máls á þess- ari staðreynd, um hlutdrægnina, ef fréttaskrifin undanfarið hefðu ekki Sjáið myndirnar á www.bilamarkadurinn.is Smdkiwwcei 46 £ • verið þannig að það er útsíðufrétt í Mogga í fyrra- dag hve Ólafur Thors var góður maður og þar vitnað í frásögn Sólveigar Ein- arsdóttur í bók hennar um föður Svanfriður sinnEinarölgeirs- Jónasdóttir son. Þá þykir það jafnframt útsíðu- fréttaefni í Mogga að vinir Sólveigar voru af Engeyjarættinni. Ekki þykir Mogga fleira fréttnæmt úr þeirri bók; a.m.k. ekki útsíðufréttaefni. Þetta er náttúrulega svo barnalegt að maður næstum fer hjá sér. Og í gær var raðað inn á þrjár síður í röð fréttum af menntamálaráðherra, sem vill svo til að er varaformaður í Sjálfstæðisflokknum, til að bera af henni blak. Nú er ég alveg sammála þeim sem telja að þess þurfi. Ég hef á köflum verulegar áhyggjur af því hvernig henni farnast í þessu mikil- væga embætti. En beri menn saman „fréttaflutninginn,, af áætlunum ráðherrans, og ummælum hennar um verk sín og verkleysi, og síðan hvernig aðrir stjórnmálamenn eru hanteraðir í blaðinu. Jamm, miðað við framistöðuna undanfarið er Mogginn flokksblað eins og þau gerð- ust svæsnust á sinni tíð. Orðbragðið og kjaftasögustíllinn á Staksteinum undistrika það svo hressilega. Að taka fólk af lífi og endurreisa Er það vandi okkar hinna að eiga ekki flokksmálgagn líka? Mun Sjálfstæðisflokkurinn græða á framgöngu Moggans. Við vitum að fjölmiðlar ráða býsna miklu í upp- lýsingasamfélaginu, þeir geta bæði tekið fólk af lífi og endurreist það. Ástandið versnar til muna ef það á líka að fara að gerast á flokkspólit- ískum forsendum. Svanfríður Jónasdóttir

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.