blaðið - 01.12.2005, Blaðsíða 10

blaðið - 01.12.2005, Blaðsíða 10
10 I ERLENDAR FRÉTTIR FIMMTUDAGUR 1. DESEMBER 2005 biaðÍA Merkel lætur Ungir ökumenn sem létust í umferðarslysum: ekki kúga sig Angela Merkel, kanslari Þýskalands, segir að hún muni ekki láta menn sem rændu þýskri konu í írak og hafa hótað að taka hana af lífi kúga sig. Hún bætti við að ríkisstjórn hennar geri allt sem í hennar valdi standi til að bjarga hinni 43 ára Sus- anne Osthoff og bílstjóra hennar sem var rænt á föstudag. Merkel lét þessi orð falla þegar hún i fyrsta sinn ávarpaði þýska þingið sem kanslari en mannránið er fyrsta meiriháttar þolraun sem hún þarf að ganga í gegnum í hinu nýja embætti. Mann- ræningjarnir hafa hótað að drepa Angela Merkel kanslari Þýskalands. Osthoff nema Þýskaland slíti tengsl sín við írösku ríkisstjórnina. ■ MOTTUR við innganginn borga sig COkRII Vörn gegn óhreinindum og bleytu Úrval gólfmotta til sýnis í verslun okkar KJARANEHF • SÍÐUMÚLl 14 • 108 REYKJAVÍK SÍMI: 510 5510 • www.kjaran.is GÚLFBÚNAÐUR 40% höfðu neytt kannabis fyrir slysið Næstum 40% ungra ökumanna sem létust í umferðarslysum í Frakklandi frá 2003 til 2004 höfðu neytt kannabisefna áður en þeir lentu í slysinu. Þetta eru niðurstöður nýrrar rannsóknar sem birtast munu í fræðiritinu Forensic Science International. Rannsakaðar voru blóðprufur sem lögregluyfirvöld höfðu tekið af öku- mönnum yngri en 30 ára sem létust í umferðarslysum á þessu tímabili. Af 2003 ökumönnum reyndust 793 hafa neytt kannabisefna eða um 39,6%. Þar á meðal voru 579 (28,9%) enn með THC (virka efnið í kanna- bis) í blóðinu sem sannar að þeir hafi neytt efnisins aðeins örfáum klukkustundum fyrir slysið. I rúm- lega 80% tilfella var kannabis eina vímuefnið sem fannst i blóðinu. Kannabisneysla ungra ökumanna virðist hafa tvöfaldast á milli 2001 og 2004 þrátt fyrir að í febrúar hafi verið samþykkt lög sem gera refsi- vert að aka undir áhrifum eiturlyfja rétt eins og refsivert hefur verið að aka undir áhrifum áfengis. Lagasetning dregur ekki úrtíðninni Patrick Mura, prófessor, sem stjórn- aði rannsókninni, segir að markmið hennar hafi einmitt verið að kanna hvort dregið hefði úr fjölda þeirra ungu ökumanna sem hefðu farist í umferðarslysum eftir að hafa neytt vímuefna eftir að lögin voru sett. 1 sams konar könnun sem var gerð á dánartíðni frá 2000 til 2001 reyndust á milli 12 og 17% ungra ökumanna hafa neytt kannabisefna þannig að ljóst má vera að ekki hefur dregið úr tíðninni þrátt fyrir lagasetninguna. Rannsóknin leiddi einnig í ljós að fjöldi þeirra ökumanna sem höfðu neytt kókaíns hafði fimmtánfald- ast á milli kannananna. Árið 2000 reyndust aðeins 0,2% þeirra hafa neytt efnisins en 3% nú. Þá hefur fjöldi þeirra sem neytt höfðu alsælu rúmlega tvöfaldast, var 1,4% en er nú 3,x%. ■ Sendu eina fyrirsögn úr Blaðinu i dag og þú gætir eignast eintak af bókinni Pétur Poppari sem fjallar um nokkra spretti úr lífshlaupi Péturs Kristjáns Blaðið Bæjarlind 14-16 201 Kópavogur blaðiö= BÓKAÚTGÁFAN HÓLAR óOfarastí járn- brautaslysi Að minnsta kosti 60 manns fórust þegar þeir féllu af þaki járnbrautalestar ofan í á í aust- urhluta Lýðveldisins Kongó á þriðjudag. Lestin var á leið yfir brú yfir ána þegar slysið átti sér stað. Bitar sem héldu uppi brúnni gáfu sig þegar lestin fór yfir hana með þeim afleið- ingum að fjöldi fólks sem hafði komið sér fyrir á þaki lestar- innar féll af henni. Samgöngu- kerfi Kongó, sem er þriðja stærsta land Afríku, er í slæmu ástandi eftir átök í landinu und- anfarin áratug. Járnbrautateinar og vegir hafa víða eyðilagst eða ekki verið haldið við og því ferðast fólk einkum flugleiðis eða eftir ám og fljótum. HÁGÆÐA SKJÁVARPAR OG FLATSKJÁIR FYRIR HEIMILI OG FYRIRTÆKI Vönduð vörumerki á einstöku TOSHIBA TDP-S25 skjávarpi Góöur í heimabíóiö • Upplausn: SVGA 800x600. • Ansi Lumen 1800. • Myndtækni: DLP. • Lampaending: 4000 klst. • Inngangar: 2xVGA, Composite, S-Videomonitor out, Audio out. • Ábyrgð: Tvö ár/þrír mán. á lampaeiningu. Tilboðsverö 89.900 kr. Verð 99.900 kr. verði SONTY. VPL-CX20 skjávarpi Flottur og nettur • Upplausn:XGA 1024x768. • Ansi Lumen: 2000. • Myndtækni: LCD. • Lampaending: 3000 klst • Inngangar: VGA og hljóðinngangur. • Þyngd: 1,9 kg. • Ábyrgö: Tvö ár/þrlr mán. á lampaeiningu eða 300 klst. Tilboðsverö 159.900 kr. Verð 179.900 kr. SONY FWD-42PV1S flatskjár Hagkvæmur fyrir auglýsingakerfi • 42" plasmaskjár. • Upplausn: 852x480. • Inngangar: VGA, Audio in. • Speaker out 2x7w, RS232, Control-S. Tilboðsverð 189.900 kr. Verð 199.900 kr. IMEC PX-42VR5G flatskjár Fyrir heimabíó og auglýsingakerfi • 42” plasmaskjár. • Upplausn: 853x480. • Inngangar: VGA, DVI, Composite, S-video, Audio in. • Speaker out 2x12w, RS232, Control-S. Tilboðsverð 199.900 kr. Verð 219.900 kr. NÝHERJI Nýhcrjí hf. • Borgartúni 37-105 Rcykjavik • Simi 569 7700 • www.nyhciji.is

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.