blaðið - 01.12.2005, Blaðsíða 34

blaðið - 01.12.2005, Blaðsíða 34
- 34 I MENNING FIMMTUDAGUR 1. DESEMBER 2005 blaðiö Laxness, lokabindi œvisögu Halldórs Laxness eftir Hannes Hólmstein Gissurarson, kemur í verslanir á nœstu dögum. Þar er aðfinna margar skemmtilegar sögur og brot afþeim birtist hér með góðfúslegu leyfi höfundar. Skemmtisögur af Laxness Á kaffihúsi í París 1952 Thor Vilhjálmsson dvaldist enn í París. Þeir Laxness hittust eitt 1 kvöldið ásamt fleiri íslendingum á Döme á Montparnasse, rétt hjá Coupole. Birgir Kjaran, sem rakst á Thor og aðra Islendinga skömmu seinna á Select og fékk þá að heyra frásögn um kvöldið með skáldinu, skrifaði háðslega: „Þetta hafði orðið stórkostlegt samtal, sfinxin talað í stuttum, óræðum setningum, skegg- arnir bara hlustað, aldrei þessu vant, því að þeir eru ann- ars vanir að rífast.“ Þegar bjórkoll- unum fjölgaði þetta kvöld, varð Thor og félögum hans þó smám saman liðugra um málbein. Óspart var gert gys að fákænum ís- lendingum e r 1 e n d i s . Laxness sagði frá landa, sem hann hefði ný- lega hitt. Sá hefði verið nýkominn frá Róm. Hann hefði spurt, hvort hann hefði ekki séð þar margt fal- legt. „Jú, voða margt fallegt." Þá spurði skáldið: „Hvað kúlturmonú- ment sáuð þér fegurst í Róma?“ ís- lendingurinn svaraði: „Colosseum." Skáldið sagði: „Já, einmitt, sko, so að Colosseum appeleraði til yðar?“ Islendingurinn svaraði: „Já, en það hefur bara skemmst svo mikið í stríðinu!" Einn gesturinn sagði frá íslendingi, sem hefði tekið með sér fjölda ferðabæklinga út á stræti Par- ísar, en sífellt rekist á fólk, á meðan hann var að rýna í þá, misst þá niður hvað eftir annað og loks orðið að leggjast á fjóra fætur til að tína þá upp. Þessi íslendingur hefði sífellt spurt, hvar hann gæti séð frægt fólk. Þá bentu gárungarnir honum á tvo tötrakarla: Þetta væru þeir Picasso og Matisse í morgungöngu. Annar gestur á Döme þetta kvöld með Lax- ness sagði frá Islendingi, sem hefði verið við skál. Lögregluþjónn hefði vikið sér að honum og sagt: „Þér eruð drukkinn.“ Landanum hefði ekki orðið svarafátt, heldur gegnt kveðjunni: „Já, og þér öfundið mig.“ „Ég skal liggja á flautunni á meðan!" Sum tilsvör Lax- ness lifðu á vörum þjóð- ge arinnar. Eitt ^ sinn ók hann á hinum nýja og glæsilega Lincoln sínum í Reykjavík. Hann kunni miðlungi vel á bílinn og drap á honum við um- ferðarljós. Þegar grænt ljós kom, sat hann því fastur. Bílstjórinn í næsta bíl þeytti þá flautu sína af miklum móð. Eftir nokkra stund steig Laxness út úr sínum, gekk að næsta bíl og sagði kurteislega: „Getið þér nokkuð startað bílnum fyrir mig, ha? Ég skal liggja á flautunni á meðan.“ I annað sinn var Laxness á leið upp á Gljúfrastein. Vörubíll var á sömu leið, og tók bílstjórinn ekki eftir Laxness, sem ók út í skurð til að afstýra árekstri. Þá nam bílstjór- inn staðar, steig út og hraðaði sér til Laxness, sem spurði vingjarnlega: „Er það eitthvað fleira sem ég get gert fyrir yður?“ Stórt og myndarlegt tré! Nokkrir sænskir sértrúarmenn heimsóttu Laxness einhverju sinni upp á Gljúfrastein. Varð þeim skraf- drjúgt við skáldið. Þegar hann fylgdi þeim út, hafði einn þeirra orð á því, að nýlega hefði verið gróð- ursett birkiplanta við húsið. „Já, ein- b í 1 með |>inni myncJ og þinni álelrun á jólaverði - stuttur aígreiðslutími Syarið tíma Syaríðyenínga Syaríó yennann og veríðyersónuíeg Einnig er hægt að setja |)fna handskrift inn f kortíð. Skoðaðu úrvalið, pantaðu á veísííki okkar og málið ec leyst. wwwdéstatuts ^ign. u HUðoynóío 11*201 Kópovogut Slmi 414 8070 • www.design.ls 5§tf§É| 99......................................... Laxness fórþá að tala við hann á frönsku, en fann fljótlega, að gesturinn kunni lítið í málinu. Hann sagði þá vingjarnlega: „Nei, þér getið ekki verið Paul Gauguin endurborinn. Þér hljótið að vera einhver annar endurborinn." mitt, jahá,“ sagði Laxness. „Og ég vona sannarlega að hún verði orðin að stóru og myndarlegu tréi þegar þið komið hingað næst.“ Sneru gár- ungarnir í Reykjavíkþessu ranglega upp á Thor Vilhjálmsson, sem gerði sér jafnan títt um Laxness. Má bara ekki vera hol að innan! Á sjötta áratug bjó Guðmundur Þor- kelsson, fasteignasali í Reykjavík, á nýbýlinu Lundi í Mosfellsdal. Hann var kvæntur Gyðu Briem, systur þeirra Ingibjargar og Ásthildar, sem Laxness hafði þekkt ungur. Guðmundur fékk þá köllun að end- urreisa Mosfellskirkju og gekk milli manna að safna fé í þessu skyni. Meðal annars knúði hann dyra á Gljúfrasteini. Honum var tekið hið besta, og kvaðst skáldið reiðubúið að láta af hendi verulegt fé til þessa þarfa verkefnis. Mikill menningar- auki væri að því að reisa fallegar kirkjur i sveitum landsins. Guð- mundur var hinn ánægðasti með þessar góðu undirtektir. Þegar Lax- ness fylgdi honum til dyra, sagði hann, að framlagi sínu fylgdi að- eins eitt lítið skiiyrði. „Þessi kirkja má bara ekki vera hol að innan, ha.“ Ekki varð af framkvæmdum við kirkjusmíðina að sinni, en eftir að Stefán Þorláksson lést vorið 1959 og fé fékkst úr dánarbúi hans, var haf- ist handa. Kirkjan var vígð sunnu- daginn 4. apríl 1965. Laxness sást þá bregða fyrir í kirkjudyrunum, þótt ekki sæti hann messuna. Hann var eflaust að gá að því, hvort kirkjan væri hol að innan. Enginn spítali hér! Eitt sinn komu nokkrir drukknir sjómenn við á Gljúfrasteini á leið til Þingvalla. Húsráðandi opnaði og sá óðar, hvað var á ferðinni. Hann sagði kurteislega: „Ja, því miður, þetta er nú einginn spítali hér. En þið eruð velkomnir aftur þegar ykkur batnar.“ Síðan lokaði hann. Ekki Paul Gauguin endurborinn! Laxness tók óvæntum gestum þó vel, þegar sá gállinn var á honum. Einn vetrardag skömmu eftir út- komu greinasafnsins Seiseijú, mikil ósköp, í fjórtán stiga frosti, var barið að dyrum á Gljúfrasteini. Þar úti stóðu tveir ungir menn. Annar þeirra var Pálmi Örn Guðmundsson, sem var aðdáandi Laxness, bróðir Skopteikning af Laxness aö gægjast und- an pilsfaldi Guðrúnar frá Lundi. Laxness seldist ekki eins vel og Guörún frá Lundi, sem var vinsælasti rithöfundur landsins á sjötta og sjöunda áratug 20. aldar. skáldsins Einars Más og fékkst sjálfur við ljóðagerð, en átti við geð- rænar truflanir að etja. Hann taldi sig stundum vera listmálarann Paul Gauguin endurborinn og kallaði sig iðulega Paul Cocaine. Þeim Pálma var boðið til stofu. Pálmi sagði Lax- ness frá því, að hann væri Gauguin endurborinn, og mælti nokkur orð, sem hann kunni í frönsku. Laxness fór þá að tala við hann á frönsku, en fann fljótlega, að gesturinn kunni lítið í málinu. Hann sagði þá vingjarnlega: „Nei, þér getið ekki verið Paul Gauguin endurborinn. Þér hljótið að vera einhver annar endurborinn." Uppáhaldsmyndin þín! Þaö hefur aldrei verlö auöveldara að gera persónuleg jólakort Kíktu á: www.ljosmyndavorur.is þar eru sýnishorn af bæöi einföldum og tvöföldum jólakortum, sem hægt er að panta á netinu (líka hægt að panta á staðnum). Hægt að senda mynd í tölvupósti, koma með minniskort úr myndavél, með CD disk, jafnvel úr Bluetooth síma! Verð fyrir jólakort og umslag á bilinu 90-130 kr. Ljósmyndavörur Skipholti 31, Reykjavík, s: 568 0450 LJÓSMYNDAVORUR FUJIFILM vorur.is —*

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.