blaðið - 01.12.2005, Blaðsíða 21

blaðið - 01.12.2005, Blaðsíða 21
blaöiö FIMMTUDAGUR 1. DESEMBER 2005 l 21 99.................................................................... Það er kannski ekki síst þessi reynsla sem gerir að verkum að ég á ákaflega erfitt með að þola orðið „íslandsvinur". Ef útlendingar opna munninn og nefna orðið ísland eru þeir samstundis orðnir„íslandsvinir". Fyrir mér lýsir þetta í hnotskurn einangrun og heimóttarskap íslendinga." stórstjörnu vegna þess að Erró er einfaldlega einhver hæverskasti og viðmótsþýðasti maður sem ég þekki. Þegar við hittumst þá er það bara skemmtun. Maður verður aldrei var við það að hann sé þekktur eða frægur nema þegar maður kemur á veitingahús og allir rjúka upp til handa og fóta.“ Faðir þann var það sem kallað er kvennamaður. Ert þú harð- línumaður í siðferðismálum eða umburðarlyndur? „Ég var mjög vinstri sinnaður á sínum tíma og vil gjarnan setja al- vöru vinstri mennsku í flokk með umburðarlyndi. Umburðarlyndið gildir til dæmis um innflytjendur og samkynhneigða. Það sama á við um kvennamál. Ég held hins vegar að trygglyndi skipti miklu máli. Það að vera trygglyndur og vera fjölþreifinn í kvennamálum getur farið saman.“ Margir myndu einmitt segja aðþað gceti alls ekki farið saman. „Það getur það. Aðalmálið er að vera hreinn og beinn við þá konu sem um er að ræða. Þótt menn skipti oft um konur þá getur það verið gert á heiðarlegum grunni.“ Þú minntist á vinstrimennsku áðan. Ertu ennþá vinstri maður? „Okkur, sem vorum ung fyrir þrjátíu árum, fannst vanta upp- stokkun í pólitikina á íslandi. Okkur fannst Alþýðubandalagið ekki vera í fararbroddi fyrir mörgum þjóðþrifamálum og síst af öllu standa sig í verkalýðsmálum þannig að í áratug reyndum við að búa til bandalag til vinstri við Al- þýðubandalagið. Til urðu ca. fimm hópar sem gengu undir ýmsum nöfnum og sumir þeirra sameinuð- ust. Hóparnir samanstóðu af ungu hugsjónafólki. Þegar raunveruleik- inn elti þetta fólk uppi og það fór að stofna fjölskyldur og þurfti að vinna fyrir sér þá lognuðusf þessi samtök út af. Ég held líka að ein- strengingshátturinn og bókstafs- trúin hafi verið of mikil. Nú hafa stjórnmálaflokkarnir breytt um nöfn en eru samt enn í stórum dráttum sömu gömlu flokkarnir. Ég er í raun og veru al- veg jafn óánægður með þá flokka og ég var fyrir 30 árum. Eg tel mig jafn mikinn vinstri mann og ég var þá. Ég hef fengið nokkur til- boð um framboð í pólitík en hef alltaf neitað. Ástæðan er sú að ég yrði að velja milli þess að vera hundrað prósent í pólitík eða gera það sem ég er að gera. Ég lít svo á að ef menn fara út í pólitík þá sé það fullt starf. Ég vil ekki taka það skref.“ Rauði þráðurinn Öll þau gríðarlegu ferðalög sem þú hefur farið í hljóta að víkka sjóndeildarhringinn. „Ferðalögin hjá mér eru af tvennum ólíkum toga. Annars vegar eru leiðangrar, ferðir til heim- skautalanda, upp á háa tinda eða á Norðurpólinn. Því fylgir sterk nátt- úruupplifun. Maður er að takast á við sjálfan sig og náttúruöflin. Maður er í hættu og verður fyrir vikið næmari fyrir sjálfum sér og umhverfinu og lærir á náttúruna. Maður hættir að vera hræddur við hluti sem maður ætti að vera hræddur við. Hin tegundin af ferðalögum er á framandi slóðir, í aðrar heimsálfur þar sem maður er þátttakandi í mannlífinu. Þá er ég kannski í fá- tækrahverfum í Suður Ameríku, í tjöldum með hirðingjum í Mong- ólíu eða hitti frumbyggja í Nýja Sjá- landi þar sem allt er á fallandi fæti. { þessum ferðalögum sér maður hversu fólk er í rauninni líkt þótt húðliturinn sé mismunandi og maður áttar sig á því hversu tengsl umhverfis og fólks eru ólík milli landa. Rauði þráðurinn er samt alltaf sá sami: Fólk er að reyna að læra á umhverfið, það er að reyna að skilja það og vill lifa í sátt við það. Öll þessi upplifun hefur þroskað mig og gert að betri manni. Það er kannski ekki síst þessi reynsla sem gerir að verkum að ég á ákaf- lega erfitt með að þola orðið „Is- landsvinur". Ef útlendingar opna munninn og nefna orðið Island eru þeir samstundis orðnir „Is- landsvinir“. Fyrir mér lýsir þetta í hnotskurn einangrun og heimótt- arskap Islendinga.“ Helfurðu að lífið sé tilviljun eða trú- irðu á œðri mátt ? „Marxisminn, sem ég lærði mjög vandlega, kennir manni að ekkert almætti sé til. Ég er vel lesinn í stjörnufræði og í þeim geira skipt- ast menn í tvö horn. Sumir segja að grunnlögmálin ráði tilurð og þróun alheimsins og það sé al- mættið. Aðrir segja að náttúrlög- mál ráði öllu. Svo kynnist maður Indjánum í Suður-Ameríku sem geta lesið fólk, framtíð, fortíð, sjúk- dóma og andlegt ástand, nánast með því að horfa á það. Þeir tala um skóginn eins og hann sé lif- andi vera og trúa á endurholdgun. Þegar allt þetta kemur saman þá er maður bara efasemdamaður og segir sem svo: „Ég get ekki verið viss en ég get heldur ekki afneitað“. Ég er opinn fyrir því sem ég sé og heyri og reyni að botna í því en ég mundi aldrei geta sagst vera sann- kristinn maður því mér finnst trú- arbrögðin öll jafngild. Ég skil ekki tilgang lífsins en ég er alveg opinn fyrir því að einn góðan veðurdag muni ég skilja hann. Það getur hins vegar vel verið að það verði ekki fyrr en eftir andlátið.“ kolbrun@vbl.is BAÐSTOFAN DALVEGUR 4 201 KÓPAVOGUR SÍMI 564 5700 FAX 564 5701 ÁTTU ÞETTA EKKI SKILIÐ! Útipottar frá USA á frábæru verði KR. 149.000

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.