blaðið - 01.12.2005, Blaðsíða 45

blaðið - 01.12.2005, Blaðsíða 45
blaðið FIMMTUDAGUR 1. DESEMBER 2005 Stutt spjall: Sindri Sindrason Sindri Sindrason er i fréttamaður á NFS fréttastöðinní Hvernig hefurðu það í dag? „Éghefþaðmjögfínt". Hvenaer byrjaðirðu fyrst að vinna í fjölmiðlum? „Eg hef unnið í fjölmiðlum í tvö og hálft ár en ég var I tvö ár að vinna á Viðskiptablað- inu áður en ég byrjaði á 365". Langaði þig að verða sjónvarpsmaður þegar þú varst lítill? „Já ég hafði alltaf áhuga á að vinna í fjölmiðlum". Hvernig finnst þér að vinna í sjónvarpi? „Ég kann mjög vel við mig, þetta er mjög lifandi og skemmti- legt starf". Hverfinnstþéraðal munurinn vera á blaði og sjónvarpi „Aðal munurinn er hraðinn". Er vinnan í sjónvarpi öðruvísi en þú hefð- ir búist við? „Ég vissi að það væri hraði í starfinu en hann er meiri en ég hafði búist við". Horfirðu á þaettina sem þú hefur verið i? „Nei ég geri það aldrei". Geturðu lýst dæmigerðum degi hjá þér? „Ef ég er ekki á vakt þá reyni ég að fara út að hlaupa annars geri ég lítið annað en að fara í vinnuna og svo heim. Þess vegna reyni ég að nýta helgarnar vel ef ég er ekki á vakt og fer kannski út á land eða hitti vinina". Hvert er uppáhalds sjónvarps- efnið þitt? „Ég horfi litið á sjónvarp af því að vinnutími minn er á sjónvarpstíma. Mér fannst 60 mínútur alltaf mjög góðir þættir". Hiustarðu á útvarp? „Já ég hlusta aðallega á Bylgjuna og Létt 967". Hvaða spurningu ■ myndirðu velja sem síðustu spurning- ■ V „Efég væri að spyrja eldri manneskju þá ^ myndi ég spyrja hver væri eftirminnilegasta stundin í lífi hans/hennar?" „En ég er of ungur til að svara þessari spurningu". Breytingar á Rás 2 Dagskrá Rásar 2 tekur á sig nýja mynd á afmælisdegi rásarinnar sem er í dag. Þá tekur Sigrún Stef- ánsdóttir við störfum sem dagskrár- stjóri Rásar 2 og sem forstöðumaður svæðisstöðva. Fyrir hádegi verða þættirnir Morgunútvarpið og Brot úr degi á dagskrá. Morgunútvarpið með Magnúsi R. Einarssyni hefst nú klukkan hálfsjö. Það verður tónlist- arútvarp með ýmsum hagnýtum upplýsingum. Brot úr degi leng- ist og hefst klukkan níu í stað tíu. Hrafnhildur Halldórsdóttir verður áfram við stjórnvölinn, spjallar við hlustendur, tekur á móti gestum, leikur tónlist og bregður á leik. Eftir hádegi eru þættirnir Poppland og Síðdegisútvarpið á dagskrá. Poppland hefst strax að loknu hádegisútvarpi og stendur til klukkan fjögur. Guðni Már Henn- ingsson og Olafur Páll Gunnarsson verða áfram umsjónarmenn ásamt nýjum liðsmanni, Ágústi Bogasyni. Nýr þáttur á vegum Fréttastofu út- varpsins, Síðdegisútvarpið, kemur í stað Dægurmálaútvarpsins. Þar verða fréttirnar, þjóðmálin og fólkið í landinu í brennidepli. Umsjónarmenn eru Áslaug Skúla- dóttir ritstjóri, Freyr Eyjólfsson og Linda Blöndal. Á kvöldin er hugað að unga fólk- inu og tónlistinni. Ungmennafélagið og Konsert er á dagskrá virka daga. Ungmenna- félagið undir stjórn Ragn- heiðar Eiríks- dóttur.Heiðu, er á dagskrá mánudaga til fimmtu- daga milli hálfátta og hálfníu. Að Ungmenna- félaginu loknu kynnir Andrea Jóns- dóttir tónleika frá útvarpsstöðvum í Evrópu og upptökur Rásar 2 á nýrri íslenskri tónlist í þættinum Kons- erti. Þátturinn lengist um þrjátíu mínútur, hefst klukkan hálfníu og er á dagskrá fram að kvöldfréttum klukkan 22.00. Umsjónarmenn Helgarútgáf- unnar á laugardögum eru Guðrún Gunnarsdóttir og Björn Jörundur Friðbjörnsson en á sunnudögum eru það Margrét Blöndal og Sigmar Guðmundsson. I stað laugardags- þáttar Gests Einars Jónassonar sér Freyr Eyjólfsson um þáttinn Geymt en ekki gleymt. I Næturútvarpi sem er sent út á samtengdum rásum verða nokkrar breytingar. Þættirnir Spegillinn, verður á dagskrá klukkan 00.30, brot úr Síðdegisútvarpinu klukkan 01.10, Samfélagið í nærmynd klukkan 03.00 og tónlistarþættir af Rás 1 klukkan 05.05. L Sigrún Stefánsdóttir, nýr dagskrástjóri Rásar 2 Fjölskyldugjöfin í ár Hágæða 8,5” DVD spilari í bílinn Fjöldi aukahluta fáanlegir M.H.M. ehf. ■ Auðbrekka 24 • 200 Kópavoqur Sendum í póstkröfu um land allt 5 v iifiE *.'• ''' *- ":'t Við opnum fyrir nyium hugmyndum! Komdu til okkar í nýjan og glæsilegan sýningarsal og sjáðu fjölbreytileikann í hönnun innréttinga fyrir heimilið. ■ Einfalt ferli • Þjónusta • Hönnun • Ráðgjöf rHANÁK b/um Síðumúla 35 ■ 108 Reykjavík • Sími 517 0200 heild@heild.is • www.heild.is -allt fyrir heimilið é einum stað! handan við homið (050119]

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.