blaðið - 01.12.2005, Blaðsíða 8

blaðið - 01.12.2005, Blaðsíða 8
8 i ERLENDAR FRÉTTIR FIMMTUDAGUR 1. DESEMBER 2005 blaðiö Námuslysið í Kína: Tíu enn saknað Stórfé boðið í Danska símann: Stjórn gengur að tilboði Stjórn Danska símans (TDC) hefur samþykkt tilboð breskra og banda- rískra fjárfesta í fyrirtækið. Fjárfest- arnir bjóða 382 danskar krónur (um 3.820 íslenskar krónur) á hlut og mun framkvæmdastjórn fyrirtæk- isins mæla með því við hluthafa að þeir gangi að tilboðinu. Alls er samn- ingurinn metinn á um 758 milljarða íslenskra króna. Fyrirtækið Nordic Telephone Company býður í Danska símann en meðal eigenda þess eru fyrirtækin Apax Partners og Black- stone Group. „Tilboðið er eins og við bjuggumst við. Við teljum ekki að gagntilboð berist þegar viðræður eru komnar svona langt,“ sagði Rune Moller sérfræðingur hjá Jótlandsbanka og bætti við að hann mælti með því að tilboðinu yrði tekið. Auk Nordic Telephone Company höfðu bresku fjárfestingarsjóðirnir Cinven og BC Partners boðið i TDC. Gengi hlutabréfa í Danska sim- anum hefur hækkað um meira en 30% síðan fjölmiðlar greindu frá því í ágúst að fjárfestar hefðu sýnt því áhuga að gera yfirtökutilboð í fyrirtækið. Kurt Bjorklund, fulltrúi fjárfesta, á blaða- mannafundi vegna tilboðs um kaup á Danska símanum í gær. Tíu námuverkamanna var enn saknað eftir sprengingu i kolanámu í Kína á sunnudag. Xinhua-frétta- stofan segir að tala þeirra sem fórust sé komin upp í 161. Sprengingin varð i Dongfeng-kolanámunni í bænum Qitaihe í norðausturhluta landsins. Tölum ber ekki saman um hversu margir hafi verið að störfum í nám- unni þegar slysið átti sér stað. Námur í Kína eru meðal þeirra hættulegustu í heimi og meira en 6.000 námuverkamenn fórust á síðasta ári í flóðum, eldsvoðum, jarðfalli eða öðrum hörmungum. Stjórnvöld hafa margoft hrint af stað herferðum sem miða að því að auka öryggi í námum landsins til Staðfest hefur verið að 161 fórst í námu- slysinu í Kína á sunnudag og tíu er enn saknað. að stemma stigu við slysum og því mikla mannfalli sem þeim fylgja en árangurinn hefur látið á sér standa. HJÁ OKKUfZ BRU NÆ& BILA5TÆPI O& &OTT AP&BN&! Ný skýrsla bandarískra stjórnvalda kynnt t geer: Ovíst hvenær herinn verður kallaður heim Óljóst er hvenær hægt verður að kalla bandarískar hersveitir heim frá írak samkvæmt nýrri skýrslu um áætl- anir bandarískra stjórnvalda í land- inu sem George Bush, Bandaríkjafor- seti, kynnti í gær. Þar kemur fram að sífellt fleiri íraskar hersveitir hafi hlotið þjálfun, að verið sé að koma á lýðræðislegri ríkisstjórn í landinu og byggja upp efnahag þess. Eftir því sem aðstæður batna verður dregið úr viðveru bandarískra hermanna og borgara í landinu. „Ekkert stríð hefur verið unnið eftir tímaáætlun,“ segir í skýrslunni. „Við vonumst til, en getum ekki ábyrgst, að staða hersveita okkar geti breyst á næstu árum eftir því sem stjórnmálaástandið lagast og íraskar hersveitir stækka og öðlast frekari reynslu.“ Ennfremur segir í skýrslunni að þó að herafli Banda- ríkjanna verði ekki jafnsýnilegur og áður muni hann enn sem fyrr vera skeinuhættur og einbeittur og tilbú- inn að takast á við óvininn hvar sem hann kann að leynast. George Bush, Bandaríkjaforseti, kynnti áætlanir stjórnvalda f írak í gær. Lögregla leitar koníaksfarms mciwimi ícuar nu uogiegi að flutningabíl fullum af finasta koníaki sem rænt var í suðurhluta lands- ins. Ræningjarnir réðust á bílstjóra flutningabílsins þar sem hann lá sofandi í bílnum á bílastæði. Eftir að honum hafði verið fleygt út úr bílnum héldu ræn- ingjarnir á brott með farminn. Flutningabíllinn var fullfermdur af koníaki af tegundinni Courvoisier og er andvirði farmsins um 85.000 pund (um 12.900.000 ís- lenskar krónur). Lögreglan í Hampshire óskar nú eftir að heyra í fólki sem hefur verið boðið Cour- voisier-koníak til kaups nýlega.

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.