blaðið - 01.12.2005, Blaðsíða 2

blaðið - 01.12.2005, Blaðsíða 2
2 I INNLENDAR FRÉTTIR FIMMTUDAGUR 1. DESEMBER 2005 blaóiö Utanríkisráðuneytið: Ríkisstjórn- in styður UNIFEM Ríkisstjórnin mun veita um 12,5 milljónum króna í svæð- isbundið verkefni UNIFEM í Suðaustur-Evrópu sem hefst á næsta ári. Þetta kom fram í ræðu utanríkisráðherra á morgunverðarfundi UNIFEM á íslandi síðastliðinn föstudag. Svæðisáætlun UNIFEM er þróuð með hliðsjón af núver- andi samfélags- og efnahags- aðstæðum á svæðum sem enn eru óstöðug en bjóða uppá mörg tækifæri. Islensk stjórn- völd hafa stutt UNIFEM í Kó- sóvó síðan 1999 og hafa íjórir íslenskir sérfræðingar á vegum friðargæslunnar veitt verk- efninu forstöðu þar. Þá kom einnig fram á fundinum að utanríkisráðuneytið muni líka fjármagna stöðu starfsmanna á vegum friðargæslunnar á skrifstofu UNIFEM í Kósóvó. Verkefnið mun standa til ársins 2008 og bera yfirskriífina Jafnrétti, stjórnarfar og friður. Vegabréf: Hundruð íslendinga með diplómatapassa Fyrrverandiforsœtisráðherrar, seðlabankastjórar og makarþeirra eru á meðal handhafa diplómatískra vegabréfa. Finnur Ingólfsson er með slíkan passa, og erflokkaður sem Seðlabankastjóri. Samkvæmt upplýsingum frá utanríkisráðuneytinu eru 458 fslendingar handhafar diplómat- ískra vegabréfa og þjónustuvega- bréfa. Að auki eiga börn þessa fólks einnig rétt á þessháttar vegabréfi, en fjöldi þeirra er ekki tilgreindur í svarinu. Geir H. Haarde, utanríkisráð- herra varð við beiðni Marðar Árna- sonar, þingmanns og hefur birt lista yfir handhafa þessara vegabréfa. Fyrirspurn Marðar kom í kjölfar þess að DV hafði verið neitað um sama lista á forsendum upplýsinga- laga. „Ég las bara um að DV hefði verið neitað um þessar upplýsingar og mér fannst það út í hött,“ segir Mörður. „I raun og veru fellur málið ekki undir upplýsingalög og þess- vegna er honum ekki skylt að veita upplýsingarnar, heldur ræður hann því sjálfur. Hann neitaði blaðinu, og var í sjálfu sér í rétti til þess, en maður spyr um ástæðuna. En hann gat ekki neitað mér þar sem ég bar hana upp samkvæmt þingsköpum. Nú liggja þessar upplýsingar fyrir, og ég get ekki séð annað en að ráð- herra og ráðuneytið geti bara verið ánægðir með það.“ Finnurmeð passa ,Ég sé ekkert óeðlilegt í sjálfu sér á þessum lista,“ segir Mörður. „Þó eru þarna einhver mistök eins og þau að Finnur Ingólfsson er með diplómatapassa sem Seðlabanka- stjóri.“ Finnur Ingólfs- son lét af því starfi fyrir rúmum þremur árum. Þeir Seðla- bankastjórar sem látið hafa af störfum eiga rétt á að sækja um þjónustuvegabréf, en samkvæmt list- anum er Finnur enn með diplómatíska passann sinn. I reglugerð um þessi mál segir að þegar handhafi diplómatísks vega- bréfs lætur af störfum er honum „ skylt að afhenda utanríkisráðuneyt- inu eða næsta íslenska sendiráði, fastanefnd eða sendiræðisskrifstofu vegabréf sitt.“ Einnig segir í reglu- gerðinni að þeir listamenn sem um langt skeið hafa skarað fram úr á al- þjóðlegum vettvangi „og öðlast hafa heimsfrægð" geta sótt um diplómat- ískt vegabréf. Ekki verður betur séð en að Vladimir Ashkenazy sé eini heimsfrægi Islendingurinn sem sóst hafi eftir slíkum passa. Stöðutákn Árið 1999 kom fram í svari þáverandi utanrík- isráðherra, Halldórs Ás- grímssonar, þegar hann var spurður um tilgang þessara „opinberu vega- bréfa“ að þeim sé ætlað að auðvelda fulltrúum Is- lands erlendis að vinna störf sín í þágu landsins. Halldór sagði einnig að útgáfa þeirra væri venja sem ætti sér langa hefð, en að reynslan sýndi að ekki væri óalgengt að þess- konar vegabréf tefðu frekar fyrir landgöngu heldur en hitt. Það er undir hverju ríki fyrir sig komið hvort handhafar slikra vegabréfa njóti einhverja sérréttinda á landa- mærum. Mörður segir vegabréfið sjálft ekki hafa gildi. „Sé maður diplómati, þá þarf maður að fara með vegabréfið í utanríkisráðuneyti viðkomandi ríkis, og sækja um sér- stakt diplómata skírteini. Þá fyrst verður maður aðnjótandi vissra diplómatískra réttinda. Mér sýnist þetta mestmegnis snúast um stöðu- tákn, að ég segi ekki snobberí.“ ■ Spilað fyrir börnin Nemendur Nýja tónl istarskólans glöddu eflaust marga þegar þeir spiluöu i anddyri Barnaspítalans. Það vantaði ekki einbeitinguna hjá þessum unga fiðlusnillingi þegar hann beitti boganum af stakri snilld. v# mnuvikkii Járn og gler ehf - Skútuvogur 1H Barkarvogsmegin. -S: 58 58 900 Listaiagerinn TILBOÐ á nýjasta trivial pursuit spilinnu 4990.- fram yfir helgi. Laugaivegi 70 POKER SETT frá 3990.- pokerborð dvd kennsla S:5340-300 Laugarvegi 70 opið: mán-fös 11-18 lau 11-17 KB-banki: Verðbólgan i jafnvægi Verðbólgan verður 3,3% að meðaltali á: næsta ári samkvæmt verðbólgu- sþá Greiningardeildar KB-banka. Samkvæmt spá bankans mun verð- bólgan hækka árið 2007 og verða um 4,5% að meðaltali. Þá er reiknað með verulegri kólnun á fasteignamark- aði á næstu mánuðum og árum og að krónan muni veikjast. Ólíkar spár Spá Greiningardeildar KB-banka gerir ráð fyrir því að veiking krón- unnar sé óumflýjanleg einhvern- timan á næstu tveimur árum og muni valda tímabundinni verð- bólguhækkun upp að allt að 5,3%. Líklegast er talið að það muni eiga sér stað við lok næsta árs og við upp- haf þarnæsta árs. Þá segir í spá bank- ans að fasteignamarkaður muni kólna verulega sé litið til næstu tólf mánaða og lengra. Gera megi ráð fyrir annað hvort 2,5% lækkun eða hækkun en á síðustu tólf mánuðum hefur fasteignaverð hækkað um sem nemur 40%. Greiningardeildin telur einnig líklegt að draga muni úr einkaneyslu á næstu árum m.a. vegna mettunaráhrifa í samfélaginu. Því er það niðurstaða KB-banka að KB Banki telur að fyrirsjáanleg gengislækkun muni ekki hafa eins mikil verðbólguáhrif og gengislækkunin árið 2001. verðbólgan muni mælast um 3,2% að meðaltali árið 2006 en verða 4,5% að meðaltali árið 2007 og ná há- marki í 5,3%. Spá KB-banka er töluvert á skjön við spá Greiningardeildar íslands- banka sem birt var í síðustu viku. Þar voru áhrif gengislækkunar ásamt launaskriði og ójafnvægi í hagkerfinu falin muna valda allt að 6,4% verðbólgu á næsta ári og hámarki 8,2% á þarnæsta ári. Bank- arnir eru þó sammála um að fast- eignamarkaður muni kólna veru- lega á næstunni en erfitt sé að meta langtíma áhrif hennar. m D Helðsklrt (3 léttskýjað Skýjað £ Alskýjað Rignlng, lltilsháttar C'A Rlgnlng 1 1 Suld -Jf'f Amsterdam 03 Barcelona 11 Berlín 01 Chicago -01 Frankfurt 02 Hamborg 01 Helsinki 02 Kaupmannahöfn 03 London 08 Madrid 07 Mallorka 13 Montreal 01 New York 05 Orlando 08 Osló -00 París 05 Stokkhólmur 01 Þórshöfn 06 Vín -02 Algarve 12 Dublin 06 Glasgow 08 3° Jt> Veðurhorfur í dag kl: 18.00 Veðursíminn 902 0600 Byggt á upplýsingum frá Veðurstofu íslands 0e

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.