blaðið - 01.12.2005, Blaðsíða 27

blaðið - 01.12.2005, Blaðsíða 27
blaöið FIMMTUDAGUR 1. DESEMBER 2005 VÍSINDI I 27 Hátiðnihljóð fœlir unglinga Tœki sem kemur í vegfyrir að unglingar hangifyrir utan verslanir Þróað hefur verið tæki sem gefur frá sér hátíðnihljóð og er ætlað að koma í veg fyrir að ungmenni hóp- ist saman fyrir utan verslanir og annarsstaðar þar sem þeir hanga og eru með óspektir Þessi hugmynd kom frá Howard Stapleton þegar hann heimsótti föður sinn í verksmiðju sem barn og kvartaði undan hávaða sem þar var. Howard áttaði sig á því að hann var sá eini sem heyrði hátíðnihljóð í verksmiðjunni. Núna hefur Howard ákveðið að nota þessa uppgötvun til þess að framleiða tæki sem kemur í veg fyrir að börn og unglingar hangi fyrir utan verslanir og séu til vand- ræða. Howard kallar tækið moskít- ófluguna (the Mosquito). Tækið gefur frá sér hátíðnihljóð sem flest tvítug ungmenni heyra en fæstir sem eru orðnir þrítugir. Tækið er hannað til að pirra ungt fólk sem hangir fyrir utan verslanir. Hingað til hefur það verið prófað í einni matvöruverslun í Suður Wales. Unglingar voru vanir að hópast fyrir framan verslunina reykja, drekka, slást og kalla ókvæð- isorð að viðskiptavinum. Búðareig- andinn fékk frítt eintak af moskít- óflugunni til reynslu og áhrifin létu ekki á sér standa. Unglingar sem áður höfðu safnast saman við versl- unina hurfu á svipstundu. í byrjun héldu unglingarnir áfram að hópast Landslagskort sýnir hugsanlega staðsetningu vatnsbóls á Mars. * Is á Mars Mars Express geimfarið fann í gær vatnsból undir yfirborði Mars. Geimfarið er á vegum evr- ópsku geimferðastofnunarinnar, ESA, og er það fyrsta til að staðfesta að vatn sé til á rauðu plánetunni. Vatnið er reyndar ekki í fljótandi formi heldur er um að ræða ísklump um tvo kílómetra undir yfirborði plán- etunnar. Nú telja vísindamenn að finna megi stórt vatnsból annars staðar á Mars og gera sér vonir um að e.t.v. geti örverur þrifist þar. Undir norð- urpól Mars er búist við að finna þykkt lag af ís og eru vísinda- menn jafnvel bjartsýnir á að hann sé að mestu leyti hreinn. Rækta mat í geimnum Eftir nokkra áratugi munu geimfarar á leið til Mars rækta sitt eigið grænmeti á 130 milljón kílómetra ferðalagi sínu. Þeir munu því ekki þurfa að treysta á þurrmeti sem einungis þarf vatn og hita til að verða ætt. I ferðalögunum, sem verða sex til átta mánuða löng, munu geimfararnir rækta salat, spínat, gulrætur, tómata, lauk, radísur, papriku, jarðaber og kryddjurtir um borð í geimfór- unum,svo eitthvað sé nefnt. Við komuna til rauðu plánetunnar munu kartöflur, sojabaunir, hveiti, hrísgrjón og fleira bætast við samkvæmt matvælafræð- ingi NASA.„Við verðum að rækta grænmeti þarna þar sem engin leið er að koma ferskum vörum alla leiðina", segir Mich- ele Perchonok sérffæðingur. saman en komu ítrekað inn í versl- unina og héldu fyrir eyrun og báðu verslunareigandann um að taka há- tíðnihljóðið f burtu. Þessi tilraun sannar notagildi moskítóflugunnar. Ein 15 ára stúlka sem beðin var að lýsa hljóðinu sagði það mjög óþægilegt og færi í gegnum hana. Hljóðið sem moskítóflugan gefur frá sér er 75 desibil og á ekki að valda heyrnarskaða. Howard sagð- ist ekki hafa hugsað sér að skaða ungmennin aðeins að valda þeim óþægindum. Andrew King prófosssor í taugalíf- eðlisfræði segir að hæfileikinn til að heyra hátfðnihljóð minnki með aldr- inum sem sé ástæða þess að moskít- óflugan virki svona vel. Of snemmt er að segja til um fram- tíð tækisins en síðan sagt var frá því í tímariti hefur Howard fengið fjölda tilboða frá áhugasömum kaupendum. Howard hefur hugsað sér að þróa nýtt tæki með hærra tíðnihjóði sem hægt væri að kveikja á ef unglingar létu greipar sópa í verslunum og gerði það að verkum að þeir hyrfu af vettvangi. Lausn fundin á hangsi unglinga fyrir utan verslanir BlaÖiÖ/ingó Hádeli§ver5ar * * ^ hlaðborð /§' með jólalegu ívafí y/ Hanáílijöt / Pizzur / Purusteik / Súpup / Jólasíld / Bpúnaðap kaptöflup / Gpaflax Gpaenap kaunip / Reyktup la\ / Uppstúfup / Lambasteik / O.fl. o.fl. Hlaðborðið er alla virka daga frá 11:30 - 13:30 m©CAMElR(D RESTAURANT SUÐURLANDSBRAUT 12// sími: 535 1400

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.