blaðið - 01.12.2005, Blaðsíða 46

blaðið - 01.12.2005, Blaðsíða 46
461 FÓLK FIMMTUDAGUR 1. DESEMBER 2005 blaöiö HpnnHH -b OH pHHKAIHIH SÖGUR SIGURVEGARA Smáborgaranum hefur ekki liðið sem best undanfarið. Fjölmiðlar hafa áhrif á hann eins og aðra landsmenn. Ástæða vanlíð- unar Smáborgarans er illska heimsins og stundum er Smáborgarinn sannfærður um að við stefnum í glötun. Það hefur svo margt komið upp á yfirborðið nýlega sem hræðir Smáborgarann, eins og svefn- nauðgarinn, barnaperrinn, Thelmumálið og annað. Smáborgarinn skilur þetta ekki og finnst þetta sárt. Hann vorkenn- iröllu þessu fólki enda virðast sumir láta sér fátt fyrir brjósti brenna til að ná til kvenna og barna til að framkvæma sínar Illu gjörðir. Hvernig endar þetta? Viljum við virkilega lifa í svona samfélagi? Þrátt fyrir að Smáborgaranum finnist að það sé hollt að heyra af öllu þessu slæma sem gerist í heiminum þá er hann líka viðkvæm sál. Þrátt fyrir það sækir Smá- borgarinn í sögur og frásagnir af slæmu í heiminum því honum finnst sem það geri hann að betri manni. Smáborgarinn telur að það sé nauðsynlegt að vita af vondum hlutum, því það er eina leiðin til að breyta þeim. Það er ekki hægt að breyta því sem maður veit ekki af. En vit- anlega getur þetta verið erfitt stundum og sumar lýsingar hverfa aldrei úr huga Smáborgarans. Þar ber helst að nefna myndina Lilja4Ever, bókin Hann var kall- aður þetta, Searching for Angela Shelton og svo mætti lengi telja. Smáborgarinn stefnir á að lesa bókina um Thelmu um leið og hann kvíðir fyrir enn einum sann- leikanum sem bætist (grimmd heimsins. Þessar sögur, hjúpaðar kjarki sigurveg- ara, valda ekki einungis brestum í hjarta Smáborgarans heldur renna jafnan tár niður hvarma hans. Smáborgarinn held- ur reyndar hörðu yfirbragði og grætur einungis þegar aðrir sjá ekki til. En þá grætur hann líka allrosalega, yfir öllu, allt frá fréttum til teiknimynda. Þegar Smáborgarinn horfir á sorglegar myndir í annað eða þriðja sinn þá grætur hann alla myndina, einungis vegna þess að hann veit hvað mun gerast. En vonandi munu allar þessar slæmu fréttir um grimmd aumingja valda einhverjum breytingum þannig að hjarta Smáborgarans geti gró- ið. Maður geturekki annað en vonað. HVAÐ FINNST ÞÉR? Páll Magnússon, útvarpsstjóri. Hvað finnst þér um fyrirspurn Magnúsar Þórs Hafsteinssonar? Ég veit nú ekki hvaða erindi þetta á inn á þing. Er ekki réttara að hann beini bara fyrirspurninni til Ríkisútvarpsins? Mér finnst það eðlilegra. Menntamála- ráðherra hefur ekki mikið með það að gera hvort að Auðlindin er, eða er ekki á dagskrá. Menn hafa nú frekar verið að gagnrýna það að stjórnmálamenn hafi af- skipti af þessari stofnun, en svo er verið að argast í menntamálaráðherra hvort að einhver þáttur sé á dagskrá eða ekki. Ef hann beinir þessu til mín skal ég athuga málið og svara honum, en ég sé ekki ástæðu til þess að þetta fari inn á borð hjá ráðherra." Magnús Þór Hafsteinsson, þingmaður Frjálslynda flokksins lagði fram fyrirspurn þess efnis hvort Ríkisútvarpið ætli að hefja á ný útsendingar á Auðlindinni. frétaþætti um sjávarútvegsmál. Ráðist á Antony Cotton Stjarnan Antony Cotton úr þáttunum Corrie varð fyrir barðinu á fordómafullu gengi. Hann leikur samkynhneigðan veitingamann á bar og var staddur fyrir utan upptöku- ver í Manchester þar sem hann var umkringdur af átta unglingum og þurfti að kalla á öryggisverði sér til hjálpar. Árásarmennirnir hópuðust í kringum hann og var Antony sagður hafa verið mjög skelkaður yfir árásinni. Ráð Clooney duga skammt Leikarinn George Clooney hefur ráðlagt Brad Pitt að ráða fólk í að herma eftir honum og Angelu til að villa um fyrir fjölmiðlum þegar brúðkaup þeirra verður. „Ég hringdi í Brad og sagði honum að við ættum að leka út sögu, klæða fólk upp, senda þyrlur af stað og eyða fullt af peningum í mál- ið“ sagði Clooney. Planið var gott en hann klúðraði því gjörsamlega með því að blaðra því í fjölmiðla. Það er þvi víst að erlendir fjölmiðlar verða vel á verði af fréttum af brúðkaupi Brad Pitt og Angelu og fyrir leikurum sem vilja villa um fyrir því. Er Kate búin að sparka Pete? Það hefur verið tilkynnt að meðferð Pete Doherty hafi ekki enst lengi en hann hefur gefist upp eftir aðeins rúma viku. Slúðurblöðin hafa tilkynnt að sambandi hans við fyrirsætuna Kate Moss sé lokið en Kate hafði áður hótað því að vera aldr- ei aftur með Pete ef hann hætti ekki í ruglinu. Hann kom til baka til London eftir að hafa stungið af úr meðferðinni og sást til hans með vinum sínum í Brixtom akademíunni í London. Hann var stoppaður í tollinum á Heathrow þar sem hann vildi ekki taka af sér hattinn. Hann var einn á ferð og þar var enginn mættur til að taka á móti honum. Sögurnar segja að Kate hafi neytt hann til þess að fara í meðferðina eftir að hún hafi sjálf lokið meðferð þar og er sögð alveg brjáluð eftir fréttirnar því hún hafi vonast til að eyða jólunum með Pete. eftir Jim Unger „Því skora ég á talsmenn þjóðarinn- ar, hvar sem er og hvenær sem er, forseta, forsætisráðherra, utanrík- isráðherra og aðra talsmenn: ef þið hittið George W. skilið til hans frá íslensku þjóðinni að okkur líki ekki hvað hann er að gera, né hvernig hann svari ekki fyrir alvarlegar ásakanir í hans garð. Bendið honum vinsamlegast á mikilvægi alþjóða- samninga, samninga um mannrétt- indi og meðferð stríðsfanga. Vinnu- brögð hans og hugmyndir eru eitthvað sem við íslendingar getum ekki sætt okkur við og ættum ekki að horfa framhjá. íslendingar eru ekki stór þjóð en við höfum rödd sem hlustað er á á alþjóðavettvangi og við ættum að beita henni. “ Bergþór Skúlason á www.fram- sokn.is/timinn Sjáið myndirnar á www.bilamarkadurinn.is i </6 £ • Tfcf&ut+i „Þessu fagna ég enda hef ég talið að vandi Byggðastofnunar sé fyrst og fremst sá að stjórnvöld hafa ekki látið stofnunina sjá um að vera sú miðja þess byggðastuðnings sem þó hefur verið til staðar. Ráðherra byggðamála sem hefur í raun verið að veikja starfsemi stofnunarinnar undanfarin ár virðist nú ætla að sjá að sér. Valgerður sér þó seint sé að í óefni er komið og bregst við með því að lýsa því yfir að unnið verði að því að sameina atvinnuþróunarstarf- semi iðnaðarráðuneytisins. Þeirri u - beygju vil ég sérstaklega fagna. Það er full ástæða til að binda vonir við að nú fari starfsemi stofnunarinnar að geta aftur skilað árangri standi stjórnvöld við þessar yfirlýsingar. Ráðherra tekur fram að störfum á Sauðárkróki verði ekki fækkað og atvinnuþróunarstarfsemi á Isafirði, Egilsstöðum og Akureyri verði efld. Þessum yfirlýsingum fagna ég líka. Hvar ætti svo sem að vinna þessi verkefni frekar ?“ Jóhann Ársælsson; www.jarsaels- son.is HEYRST HEFUR... Mýjasta Mannlíf er þykkt og efnismikið, eins og vera ber í jólaheftinu. Á forsíðunni má sjá leikarahjúin Stefán Karl Stefánsson og Steinunni Ólínu Þor- steinsdóttur, sem eru flutt til Los Angeles í Kaliforniu og liggur hreint ekkert á að snúa heim. í viðtali við þau boða þau nýja bók, barn og brúðkaup, en ekki endilega í þeirri röð... Fleira hnýsilegt má finna í Mannlífi, en þar á með- al má nefna umfjöllun um íslenska bókaflóðið eftir Kol- brúnu okkar Bergþórsdóttur og veitir víst ekki af að fá leið- sögn um það á aðventu jóla. Kolbrún kemur þó víðar við sögu í Mannlífi, því í at- hyglisverðu viðtali við Hannes Hólm- stein Gissurarson kemur fram að Hannes hafi hreint ekki beðið Jón Ólafsson, ahafnaskáld, vægðar í símtali líkt og Jón hefur haldið fram, heldur að hann hafi stungið upp á því við Jón að þeir felldu deilur sínar. Nefnir Hannes Kol- brúnu til vitnis um það, enda hafi hún setið við hlið sér þeg- ar hann hringdi í sinn forna fjanda... Sjálfstæðisflokkurinn er um þessar mundir að gera könnun meðal flokksfélaga sinna, þar sem spurst er fyrir um skilvirkni flokksskrifstof- unnar, áhrif einstakra hópa inn- an hans, afstöðu flokksmanna til tiltekinna stefnumála og svo framvegis. Ber könnunin það með sér að hin nýja forysta flokksins vill komast að því hvaða hjörð hún leiðir. Könn- unin er gerð á vefnum og fram til hádegis í gær gat hver sem er skoðað niðurstöðurnar á net- inu, en þá var skellt í lás... m Imeinfyndnum pistli á heima- síðu sinni segir Mörður Árnason, þingmaður Samfylk- ingar, að ferðalag Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur, menntamálaráðherra, til Sene- gal hafi greinilega verið brýnt þó ráðu- neytið hafi gleymt að geta þess á vef sínum. Fundurinn í Dakar hafi snúist um menningarlega fjölbreytni og afar brýnt sé að tryggja að hið íslenska sjónar- horn komi inn í þá umræðu. Andspænis slíku stórmáli þá verði „smámál einsog önnur umræða um fjárlagafrumvarp einfaldlega að víkja fyrir æðri skyldu." Mörður getur þess þó í lokin að um þetta hafi greini- lega ekki verið samstaða meðal ríkisstjórna heimsins. Af 191 menntamálaráðherrum í aðild- arríkjum SÞ hafi ekki nema 30 nenntað mæta... Frjálslyndir í borgarstjórn héldu almennan borgara- fund í gærkvöldi um Reykja- vikurflugvöll þar sem Ólafur F. Magnússon hafði framsögu. I fréttatilkynningu frá þeim í gær sagði að hús- fyllir hefði verið á 'A fundinum og tæp- lega 200 manns mætt. Má vera. En í fréttatíma RÚV um kvöldið var sýnt frá fundin- um og þá mátti aðeins telja sjö manns á honum, að frummæl- anda og blaðamönnum með- töldum...

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.