blaðið - 01.12.2005, Blaðsíða 6

blaðið - 01.12.2005, Blaðsíða 6
6 I INNLENDAR FRÉTTIR FIMMTUDAGUR 1. DESEMBER 2005 blaöiö Lífeyrissjóðir: Nýr lífeyris- sjóður verður til Nýr Iífeyrissjóður mun líta dags- ins ljós í. janúar næstkomandi þegar Lífeyrissjóður lækna (LL) og Sameinaði lífeyrisjóðurinn (SL) sameinast. Á fundi sjóðsfé- laga SL síðastliðinn þriðjudag var tillaga stjórnar um samein- ingu samþykkt en áður höfðu sjóðsfélagar LL samþykkt sambærilega tillögu. Hinn nýi lífeyrissjóður mun heita Almenni lífeyrissjóðurinn með heildareignir uppá rúmlega 6o milljarða og verður því fimmti stærsti lífeyrissjóður landsins. Viðskipti Björgólfur hættir hjá Síld- arvinnslunni Björgólfur Jóhannson mun láta af störfum sem framkvæmda- stjóri Síldarvinnslunnar hf. í Neskaupstað um áramótin skv. fréttatilkynningu frá fyrirtæk- inu. I hans stað hefúr verið ráð- inn Aðalsteinn Helgason, fram- kvæmdastjóri þróunarsviðs Samherja hf. Björgólfur hefur unnið sem framkvæmdastjóri Síldarvinnslunnar í tæp sjö ár og segir í fréttatilkynningunni að hann fari sáttur frá fyrirtæk- inu og með góðri samvisku. Bleika slaufan: Söfnuðu um 1,4 milljónum Alls söfnuðust um 1,4 milljónir króna í styrktarverkefninu Bleika slaufan sem Krabba- meinsfélagið og Samhjálp kvenna stóðu að í október síð- astliðnum. Verkefnið var helgað árverkni um brjóstakrabba- mein og er haldið víðs vegar um heim. Fjölmörg framlög bárust í sérmerkta söfnunar- bauka og verður ágóðanum varið til fræðslu og forvarna um gildi brjóstaskoðunar og brjóstakrabbameinsleitar. leiftrandi og heillandi“ Viðskipti: Tap hjá Ice- landic Group Strœtó: Vagnar knúnir metangasi teknir í notkun er opinská, leiftrandi og heillandi... Hér er vissulega um eigulega bók að ræða, ekki aðeinsfyrir aðdáendur Lennons, heldur alla þá sem ... láta sigsögu dœgurtón- listar einhverju varða.“ Sveinn Guðjónsson, Mbl. Frábær bók sem varpar nýju Ijósi á eina helstu rokkstjörnu 20. aldar. SKRUDDA tyjanlóö 9-101 Rtykjtvfk I. 552 8866 - skrudd»^»krudd».li wwMr.tkrudda.lt Icelandic Group samstæðan tapaði um 22 milljónum á fyrstu níu mánuðum þessa árs samkvæmt níu mánaða uppgjöri fyrirtækisins sem birt var í gær. Hagnaður eftir skatta var um 289 milljónir samanborið við 296 milljónir árið áður eða um sjö milljón krónum minni. Þá kom fram í uppgjörinu að hagnaður fyrir fjármagnsliði og afskriftir hafi numið um 867 milljónum sem er rúmlega 100 milljón krónum meiri hagnaður en fyrir sama tímabil í fyrra. í fréttatilkynn- ingu frá fýrirtækinu kemur fram að rekstur Coldwater í Bretlandi og Icelandic France hafi gengið illa en afkoma annarra félaga í samstæðunni hafi verið umfram áætlanir. Fiskmarkaður fslands: Tekjur drógust saman Tekjur Fiskmarkaðar Islands drógust saman um rúmar 20 milljónir samkvæmt níu mánaða uppgjöri félagsins sem birt var f gær.Á tímabilinu rak félagið uppboðsmarkað fyrir fisk víðs vegar um landið m.a. f Ólafsvík, Stykkishólmi, Akra- nesi, Reykjavík og Þorlákshöfn. Velta félagsins var um 333 millj- ónir og seld voru rúmlega 35 þúsund tonn af fiski fyrir rúma fjóra milljarða sem er nokkuð lakari útkoma en fyrir sama tímabil í fyrra. Háu gengi ís- lensku krónunnar og lækkun á aflaverðmæti er helst kennt um. Strætó bs hyggst á næstunni hefja akstur nýrra vagna sem knúnir eru áfram á metangasi. Tilraunaakstur sem lofar góðu stendur yfir og gert er ráð fyrir að hægt verði að taka vagnana tvo í fulla notkun í byrjun desember. Metangasið er framleitt af Sorpu í Álfsnesi og því er um að ræða vistvænan, innlendan orku- gjafa. Hörður Gíslason, aðstoðar- framkvæmdastjóri Strætó segir að Strætó hafi ákveðið að kaupa tvo metanknúna vagna til reynslu. „Þetta er bráðskemmtilegt verkefni. Sorpa safnar þessu á haugunum og afhendir okkur á afhendingar- stað. Ef hægt er að tala um eitthvað sjálfbært, þá er þetta ansi langt í þá áttina." Hörður segir vagnana hefðbundna í útliti gagnvart far- þegunum en þó má þekkja þá á upphækkun ofan á fremri hluta vagnsins. „Á þessu stigi er ekki að sjá neinar hindranir þess efnis að í framtíðinni gætum við haft fleiri svona vagna í akstri, en þetta er til- raun hjá okkur núna og við sjáum hvernig hún kemur út.“ Hörður segir ekkert síðra að keyra þessa bíla en hefðbundna vagna, þeir séu í alla staði liprir og léttir. „Við eigum að geta keyrt þá jafn langt á fyllingunni og dísilbílana okkar,“ segir Hörður. Bwoii/SteinarHugi' Annar þeirra vagna sem innan skamms munu aka um borgina knúnir metangasi Vetnisbílarnir snúa aftur Vetnisbílarnir sem verið hafa í notkun síðustu misserin hafa ekki sést á götunum í nokkurn tíma. Hörður segir að sú tilraun hafi runnið sitt skeið á enda, en ákveðið hafi verið að halda þeim í notkun áfram. „Með því getum við nýtt vagnana áfram, og einnig fæst meiri reynsla á notkun þeirra.“ Að mati Harðar er tæknin í sambandi við vetnisbílana allt öðruvísi en í hefð- bundari mótorum, og segir hann þá tækni ekki enn vera komna á það stig að þeir séu tiltækir í venjubund- inn rekstur. „Metanið nýtir bara vél og er orkugjafi inn á vél, en vetnisbíl- arnir virka á allt annan hátt. En við munum nota vetnisbílana áfram, og ég held að menn líti til vetnisins sem framtíðar orkubera.“ Metanbílarnir menga að sögn Harðar eitthvað meira en vetnisknúnu vagnarnir, en ekkert í líkingu við díselbíla. „Rann- sóknir benda líka til þess að metanið sem verið er að safna í Álfsnesi sé mjög hreint, og af háum gæðastaðli. Það þýðir að við bruna komi mjög lítið af mengandi efnum úr því. En þetta er eitt af því sem við munum skoða í þessari tilraun.“ ■ llmandi jolasapa TCjÖtHdRR ...með ekta iólailm Droifing: BéBé Vöruhús ehf naiöllfdgq Simi512-3000

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.