blaðið - 01.12.2005, Blaðsíða 14

blaðið - 01.12.2005, Blaðsíða 14
blaði Útgáfufélag: Ár og dagur ehf. Stjórnarformaður: Sigurður G. Guðjónsson. Ritstjóri: Karl Garðarsson. GÆTUM BRÆÐRA OKKAR Fyrir rétt tæpum tveimur mánuðum, nánar tiltekið 8. október síðastlið- inn, reið mjög harður jarðskjálfti yfir Pakistan. Talið er að yfir 87.000 einstaklingar hafi látið lífið í jarðskjálftanum og hundruð þúsunda misstu heimili sín. Hjálparstarfsmenn hafa lagt nótt við nýtan dag að reyna að aðstoða þá sem verst urðu úti í hamförunum og ekki síst að reyna að tryggja þeim sem misstu heimili sín húsaskjól. Vetur er að ganga í garð í Pakistan um þessar mundir og veldur það hjálparstarfs- mönnum miklum áhyggjum. Hundruð þúsunda manna búa nú við að- stæður sem vart er hægt að ímynda sér, án nokkurra varna gegn vetrar- kuldanum sem nú gengur í garð. Samkvæmt nýjustu fréttum má rekja nokkur dauðsföll síðustu daga beint til kuldanna á svæðinu. Hundruð manna í viðbót hafa leitað sér læknisaðstoðar og gera má ráð fyrir hrinu dauðsfalla ef ekkert er að gert. Þegar slíkar hamfarir dynja yfir bera ríkustu þjóðir heims mikla ábyrgð. Aðeins þær hafa fjárhagslegt bolmagn til að koma til hjálpar. Ekki er aðeins leitað til stjórnvalda, heldur almennings alls. Hér á landi hafa margir tekið við sér - húsfélag fjölbýlishúss í Reykjavík skreytti ekki hús sitt, gaf fremur þá fjármuni sem slíkt hefði kostað til hjálpar- starfsins. Búið er að endurgera lagið Hjálpum þeim og mun ágóði af sölu þess renna til Pakistan. Listinn er langur en betur má ef duga skal. Margir hafa orðið til þess að benda á að hamfarir í ákveðnum hlutum heimsins vekja lítil viðbrögð og samúð hins vestræna heims. Þegar flóð- bylgjur gengu yfir fjölmörg lönd í Asíu var samúð Vesturlandabúa mikil. Ástæðan var að íbúar margra af þessum ríkjum lentu beint í hörmung- unum - týndu jafnvel lífi. Fjölmiðlar á Vesturlöndum voru uppfullir af því hvernig íbúum þeirra landa reiddi af. Fréttir af afdrifum þeirra ís- lendingar sem voru á svæðinu tröllriðu fjölmiðlum hér á landi, en að auki var sagt frá því hversu margir íbúar hinna Norðurlandanna létust. Til hliðar voru síðan sagðar fréttir af afdrifum heimamanna. Sama má segja um fréttaflutning þegar flóðbylgja skall á New Orleans á haustdögum. Fáir Vesturlandarbúar lentu í hamförunum í Pakistan og kannski hafði það sitt að segja um áhuga á að koma þar til aðstoðar. Kannski skýrir það meðal annars að ríkisstjórn íslands sá ástæðu til að styrkja ríkustu þjóð heims um 30 milljónir króna í kjölfar flóðanna í New Orleans en sendu hinsvegar aðeins um 18 milljónir til hjálparstarfs- ins í Pakistan. Auglýsingastjóri: Steinn Kári Ragnarsson. Ritstjórn &auglýsingar: Bæjarlind 14-16,201 Kópavogur. Aðalsími: 510 3700. Símbréf á fréttadeild: 510.3701. Símbréf á auglýsingadeild: 5103711. Netföng: vbl@vbl.is, frettir@vbi.is, auglysingar@vbl.is. Prentun: Prentsmiðja Morgunblaðsins. Dreifing: íslandspóstur. 4 RÉTTA JÓLAMATSEÐILL kr: 3.900 4 RÉTTA VILLIBRÁÐARMATSEÐILL kr: 4.900 Borðapantanir í síma 5626222 eða angelo@angelo.is 14 I ÁLIT FIMMTUDAGUR 1. DESEMBER 2005 bla6iö Frelsi á vinnumarkaði Starfsmannaleigur gegna því hlut- verki að tengja saman fólk og störf í mismunandi hagkerfum. Er þar komin fram aukin sérhæfing á vinnumarkaði sem er til hagsbóta fyrir atvinnulausa sem fundið geta atvinnu hjá leigunum, fyrirtækin sem fengið geta erlenda starfsmenn þegar skortur er á starfsmönnum innanlands og neytendur sem njóta lægra verðs á vörum og þjónustu. Heldur þessi skipan verðbólgu í skefjum þar sem ólíklegra er en ella að launaskrið fari af stað á vinnu- markaði. Nú er hins vegar reynt af miklum mætti að setja sérstök lög á starfsemi milliliða. Er sá málatilbún- aður settur fram undir formerkjum þess að varðveita frelsi og réttindi á vinnumarkaði. Því miður er það svo að áðurnefnd lagasetning og barátta verkalýðsfélaga gegn starsfmanna- leigum er ekki sprottin af velvild i garð erlendra starsfmanna. Verið er að reisa múra sem halda eiga er- lendum starfsmönnum frá landinu. Vegið að samningsfrelsi Lykilatriði sem vill gleymast í um- ræðunni er að erlendir starfsmenn ráða sig sjálfir til starfa hjá þeim ís- lensku starfsmannaleigum sem svo ráða þá áfram í vinnu hjá öðrum fyrirtækjum. Gera þeir því samn- inga um kaup og kjör sjálfir. Margir erlendir verkamenn fá lág laun fyrir vinnu sína, lifa á nokkrum hundrað- köllum á dag og hafa það bágborið á íslenskan mælikvarða. En allt er það eitthvað sem einstaklingarnir kusu sjálfir. Þeir jafnvel hrósa happi yfir þeim feng að fá vinnu á íslandi og geta þannig sent peninga til síns heima þar sem kaupmáttur þeirra er gríðarlegur. En þar er einmitt kom- inn kjarni málsins. Fólk hefur val. Það er helgur réttur hvers einstak- lings að semja sjálfur um það sem varðar hann sjálían. Á þeim rétti má aldrei brjóta. Samningsbrot ávallt slæmt Það dettur engum í hug að afsaka samningsbrot. Því eru í gildi traust lög sem taka á öllum samnings- brotum sem eiga sér stað á frjálsum markaði. Ef starfsmaður er svikinn af fyrirtæki sem ekki stendur við gerða samninga getur hann farið í mál við fyrirtækið og í framhaldinu fengið tjón sittbætt. Sama gildir um fyrirtækið ef það telur starfsmann ekki hafa staðið við gerðan samn- ing. Slík brot gerast daglega hjá ís- lenskum fyrirtækjum og fara sína leið hjá dómstólum eða sátta er leitað utan þeirra. Starfsmannaleigur eru ekki undanþegnar þessum lögum frekar en aðrir og því algjör óþarfi að setja um þær sérstök lög. Skorturinn er tímabundinn Það er vel þekkt að einhversstaðar verður fólk að fá að byrja baráttu sína fyrir bættum lífsgæðum. Það er eflaust erfitt fyrir Islendinga að skilja stöðu þeirra sem koma frá löndum í austanverðri Evrópu sem vinnulaun eru örfáar krónur á dag, ef þá einhverja vinnu er að fá. Það þurfa allir tækifæri. Tækifæri til að búa börnum sínum betri tíð, tæki- færi til að vinna mikið fyrir lág laun og taka þannig fyrsta skrefið í átt að betra lífi. Hækka svo í launum, færa sig til annarra fyrirtækja og á endanum verða eins og aðrir í okkar samfélagi hvað varðar kaup og kjör. Þær sögur eru margar af erlendum dugmiklum einstaklingum sem hingað hafa komið og unnið sig úr skorti til bjargálna. Því lægra sem fyrsta þrepið er því auðvelda er fyrir fólk að taka fyrsta skrefið. Látum ekki verkalýðsfélög standa í vegi fyrir frjálsum samningum og jöfnum tækifærum fólks. Höfundur er nemi í hagfræði við Háskóla íslands og í Frjálshyggjufélaginu. Klippt & skorið klipptogskorid@vbl.is Baugsmiðlarnir létu gera heljarmikla sjónvarpsauglýsingu fyrir sig til þess að sýna breidd miðla 365 og sjá ekk- ert nema bjarta daga framundan eins og end- urspeglað er í tónlistarvalinu, en þar hljómar gamla ELO-lagið Mr. Blue Sky undir. En það vekur hins vegarathygli að sumir miðla 365 virð- ast vera einsog óhreinu börnin hennar Evu í þess- ari auglýsingu. Hverjirskyldu þeirvera? Hún er samt ansi sérstæð nýjasta þingfyrirspurn Magnúsar Þórs Hafsteinssonar til menntamála- ráðherra, en hún fjallar um það hvort Ríkisút- varpið ætli ekki að taka aftur upp útsendingar Auðlindar, frétta- þáttar um sjávarútvegsmál. Nú er fyrirspurnin eilítið á skjön við fe" hefðbundnar kvartanir um að HKT b pólitíkusar eigi alls ekki að koma nálægt neinu á dagskrá RÚV, en Klippari hlýturað spyrja hvort ekki sé von á fleiri fyrirspurnum af þessu tagi. Til dæmis hvort ekki megi taka þáttinn Spjallað við bændur aftur á dagskrá, nú eða Óskalög sjúklinga, Á tali með Hemma Gunn, Útvarp Matthildi, þáttinn um daginn og veginn, að ekki sé minnst á þungarokksþáttinn Laus á Rásinni, sem Andrés Magnússon annaðist snemma á 9. áratugnum. Það væru gagnlegar fyrirspurnir! Staksteinar Morgun- blaðsins eru orðnir öllum áhugamönnum um stjórnmál dagleg skyldulesn- ing, enda merkja menn að þar haldi Styrmir Gunnarsson um pennann. Má um leið segja að þarna sé Styrmir með námskeið fyrir blaðamenn sína f því hvernig skuli halda úti slíkum dálki, en um skeið voru Staksteinar orðnir harla bragðdaufur úrklippudálkur úr öðrum fjölmiðlum, svona svipað eins og þessi dálkur átti að verða þegar til hans var stofnað. í gær var rætt um umfjöllun Fréttablaðsins um dvínandi fylgi HM| Samfylkingarinnar eftir að Ingi- björg Sóirún Gísladóttir tók við forystu flokksins. Telur höf- undur Staksteina að með þessari - að þvf er virtist tilefnislausu - umfjöllun sé Fréttablaðið að sýna mikið vanþakklæti (garð Ingibjargar Sólrúnar eftir Borgarnesræðurnar og allt það. Hins vegar er bent á að hún og stuðn- ingsmenn hennar geti ekki horft fram hjá því að hún náði ekki árangri sem forsætisráðherraefni í kosningunum 2003, hún hafi engum árangri náð sem formaðurSamfylkingarinnarog hún sé algerlega búin að missa tökin á þingf lokknum.

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.