blaðið - 01.12.2005, Blaðsíða 15

blaðið - 01.12.2005, Blaðsíða 15
blaðiö FIMMTUDAGUR 1. DESEMBER 2005 ÁLIT I 15 Manngerðir vítiseldar Á mánudagskvöld sýndi Ríkissjón- varpið áhugaverða heimildamynd um rannsóknir á eldvirkni undir Yellowstone-þjóðgarðinum í Banda- ríkjunum en þar hafa svokölluð risaeldgos orðið þrívegis með 6oo- 700 þúsund ára millibili. Til að gefa áhorfendum hugmynd um afleiðingar stórra eldgosa var m.a. brugðið upp svipmyndum af því hvernig sprengigosin í Sankti He- lenu og Pinatubo léku nánasta um- hverfi fjallanna á sínum tima Einn vísindamannanna sem rætt var við lýsti því í stuttu máli hvernig glóandi gosmökkurinn gæti brennt fólk inn að beini á augabragði, holdið ýmist bráðnaði eða yrði líkast kolum enda hitinn í kringum 400 gráður. Myndirnar sem fylgdu sögðu líka allt sem segja þurfti. En þær vöktu líka hugrenninga- tengsl við nýlegri hamfarir sem hafa verið nokkuð í fréttum upp á síðkastið. Myndirnar af fórnar- lömbum eldgosanna miklu hefðu eins getað verið af líkunum sem lágu eins og hráviði á götum Fallúdja eftir að bandaríska stríðs- vélin hafði farið þar um fyrir réttu ári síðan. í kjölfar þess að ítölsk sjónvarpsstöð sýndi viðtöl við bandaríska hermenn sem staðfestu að íkveikjusprengjum með hvítum fosfór hefði verið varpað á borgina í stórum stíl, hefur verið deilt um hvort þeim hafi verið beint gegn óbreyttum borgurum, andspyrnu- mönnum eða jafnvel bara myrkr- inu svo menn sæju betur til við að drepa fólk í Fallúdja. Pistlahöfundurinn George Mon- biot benti á það í ágætri grein í síð- ustu viku að það skipti engu máli hvort fosfórsprengjunum hafi verið beint gegn óbreyttum borgurum eða vopnuðum andstæðingum Bandaríkjahers. Sáttmálinn um bann við notkun efnavopna gerir engan greinarmun þar á - það er einfaldlega bannað að drepa fólk með eiturefnum. Þótt fosfórinn sjálfur sé ekki eiturefni myndast stór ský af eiturgufum við brunann og þarf ekki að binda um sár fólks sem fyrir þeim verður. En Monbiot heldur áfram og vitnar til þess að í frásögn her- mannablaðsins Marine Corps Gaz- ette af árásinni á Fallúdja komi fram að Bandaríkjaher hafi beitt sérstökum háhitasprengjum, eins og þeim sem rússneski herinn lét rigna yfir Grosní, höfuðstað Téténíu, fyrir nokkrum árum. Hleðslurnar í slíkum sprengjum eru að hluta til gríðarlega eldfimar lofttegundir sem mynda ský áður en hinn hluti hleðslunnar, hefðbundið sprengi- efni, kveikir í þeim. Þessar háhitasprengjur mynda gríðarlegt eldhaf sem á einu augna- bliki gleypir allt súrefni í nágrenn- inu. Þrýstingurinn kremur hvern þanntilbanasemlendirundirspren- giskýinu sjálfu en höggbylgjan æðir í allar áttir á 3000 metra hraða á sekúndu. Hún getur m.a. valdið brunasárum, beinbrotum og blóðtappa í lifur og milta en líka því að lungu fólks falli saman og augun spýtist bókstaflega út úr augntóftunum. Þarna liggur vafalítið ástæða þess að heilu hverfin í Fallúdja voru rústir einar, rétt eins og var í Grosní á sínum tíma. Þessum sprengjum var varpað á borg þar sem á bilinu 30.000-50.000 óbreyttir borgarar voru innilokaðir, vatnslausir, raf- magnslausir og bjargarlausir á allan hátt. öllum hjálparsamtökum var meinaður aðgangur að borginni og ekki einu sinni sjúkraflutninga- mönnum leyft að sinna skyldum sínum. Það er ekki deilt um hversu grimmilegt og villimannslegt það var af nasistum að drepa fólk með gasi og brenna síðan, fyrir miðja síðustu öld. En þegar Bandaríkja- her fremur slíka glæpi, sextíu árum síðar, finnur fjöldi fólks hjá sér knýjandi þörf til að afsaka grimmd- arverkin. OgleiðarahöfundarMorg- unblaðsins jórtra upp tveggja vetra gamla þvælu úr Halldóri Ásgríms- syni um að Íraksstríðið sé líka liður í að koma á friði í Palestínu en muna ekki lengra aftur en svo að þeir halda sig vera að segja eitt- hvað nýtt. Steinþór Heiðarsson, bóndi www.murinn.is Gerðu sparikaup! Mánudagur Þriðjudagur Miðvikudagur Fimmtudagur Ýsuflök Kjötfars Lambasúpukjöt Ömmupizza 659 kr. kg 398 kr. kg 399 kr. kg 299 kr. stk. Grillaóur kjúklingur og 2 lítra Coca cola á aðeins 898 kr. rfy Gildir frá I. - 7. des Svínalundir BK Svínahamborgarhryggur m / beini UN Hamborgarar 4 stk Kalkúnapottréttur m/piparsósu Tilboðsverð Freschetta pizza Roma .9" Skyr.is drykkur 330ml. 35% afsl. v. kassa 35% afsl. v. kassa 335 kr.pk. 30% afsláttur 629 kr. 399 kr. stk. 89 kr. stk. «#* l’^a ^a / Mii ver SP, R BÆJARLIND 1 - Sími 544 4510 OPIÐ ALLA DAGA FRÁ KL. 10.00 - 20.00

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.