blaðið - 01.12.2005, Blaðsíða 22

blaðið - 01.12.2005, Blaðsíða 22
22 I MATUR FIMMTUDAGUR 1. DESEMBER 2005 blaöiö ONDVEGIS- ELDHÚS & Þar sem það eru eingöngu fjórar vikur til jóla, þá finnst mér tilvalið að tileinka næstu pistla mína jólamatnum sem allir eða flestir eru að byrja að hugsa um. Það eru sennilega flestir með fastar hefðir í jólamatnum en það er alltaf hægt að bæta við sig og gera smá tilbrey tingu með meðlætið, hafa nýjan forrétt eða eftirrétt. I dag ætla ég að fara yfir hvernig á að gera alvöru sósu með hamborgarhryggnum sem ég hef til dæmis alltaf á aðfangadag. Lykillinn að góðri sósu er soðið af kjötinu og það þarf svolítið að vanda sig þegar kjötið er sett til suðu því þá er verið að gera grunninn af sós- unni. Mín aðferð er að setja hrygginn í kalt vatn sem nær rétt yfir hann, með fínt skornu grænmeti eins og lauk, gulrótum, fennel og sellerí ásamt háifri flösku af rauðvíni, 2 msk púðursykur, 5 stk negulnagla, nokkur korn af hvítum pipar og ein matskeið af dijon sinn- epi. Suðan er látin koma upp og soðið í 20 mín, siðan er potturinn tekinn af hitanum og hryggurinn látin kólna í soðinu þar til að hann nær stofuhita. Hann er þó ekki látinn alveg kólna því þá þarf hann svo langan tíma í ofni og þá byrjar hann að þorna. Hryggurinn er tekinn upp úr og settur inni í ofn með gljáanum sem flestir setja ofan á. Á meðan er ca. helmingur- inn af soðinu sigtað og soðið niður um 2/3, þá ættir þú að vera kominn með kraftmikið soð. Þá er smjör- bolla, sem er helmingur brætt smjör og helmingur hveiti, blandað vel saman, hrært út í soðið og hrært vel í þannig að sósan byrji að þykkna. Lykilatriði er að sósan fái að sjóða í lágmark 15 mínútur svo að hrá- bragðið af hveitinu fari úr. Oft geta komið kekkir af smjörbollu og þá ráðlegg ég öllum að eiga töfrasprota/ stafmixer. Hann er settur í sósuna og látinn ganga þar til að sósan er orðin flauelsslétt. Á þessu stigi þarf að- eins að smakka sósuna til með nautakraftsteningi þar til sósan er komin með góða fyllingu. Svolítið af gljá- anum sem er notaður ofan á hrygginn er notaður til að gera sósuna sæta. Svo bæti ég alltaf smá rjóma og smá lit til að gera hana girnilegri. Ég læt fylgja með uppskrift af gljáanum sem settur er á hrygginn áður en hann fer í ofninn. Hamborgarhryggjar-gljái 5 msk balsamico 3 msk púðursykur 1 msk sætt sitinep 1 msk dijonsinnep 2 msk soyasósa 3 msk tómatsósa 8 msk rauðvín Allt sett í pott og látið sjóða í ca. 10 mín við vægan hita þar til þetta verður glansandi og þykkt. Kveðja Raggi Blaiii/Steinar Hugi WOMBATHILL Wombat Hill er dregið af nafni hins fræga Wombat hill Garði, sem er einn af þjóðgörðum Ástraliu í hlíðum Wombat í suð - austur Ástralíu. Wombat Hill eru vín sem eru fyrir alla og ganga með öllu. Mjög vel gerð vín. Þeim hefur verið tekið afar vel á öllum mörkuðum. John Pezzaniti er Vínmeistari þessara vína og þykir í dag einn efnilegasti vínframleiðandi á þessu svæði. Jafnvel í Ástralíu. WOMBAT HILL. MERL Sæt ber og plómuávöxtur er það sem einkennir þetta vín. Kirsuber í bragði, gerir vinið mjúkt en lifandi. Lítil eik og löng djúp ending af súkkulaði. Þetta vín er frábær kostur yfir hátíðirnar. Kjötrétta vín sem er sérstaklega gott með hambor- garahryggnum. Þar sem sætan í víninu fær að njóta sín vel. Verð aðeins 1190.- Skát og góða helgi. Kv,Vínandinn Harry. VÍNIð SEM KALLAR EFTIR HAMBORGARHR YGGNUM Global wine er eitt stærsta fyrirtæki Ástralíu sem höndlar með vörur til útflutnings. Þetta fyritæki er í eigu J.M. McMahon & Co sem er stærsta matvælafyrirtæki í Ástralíu. Global wine er með mjög marga samninga við vínframleiðendur, og er með mikið af fagmönnum sem fylgjast vel með vexti og framleiðslu fyrirtæk- janna. í dag er Global með breiða línu af gæðavínum í öllum verðflokkum. Og alla þá flóru sem vínheimurinn í Ástraliu hefur uppá að bjóða. Hátíðarkaffi Lokkandi Ijúffengan hátíðarilm leggurfrá þessari vönduðu blöndu sérvalinna úrvalskaffibauna. Hátíðarkaffið er í fullkomnu jafnvægi, hefur fágað hunangsmjúkt bragð, mikla fyllingu og eftirkeim af ávöxtum og berjum. Kaffiáhugafólk ætti ekki að láta þetta kaffi fram hjá sér fara. Kaffið er í frábæru jafnvægi, með meðal fyllingu og einstöku eftirbragði. Njótið vel! Kaffihús: Verslanir: Laugavegi 24 Kringlunni Smáralind Smáralind Laugavegi 27 Suðurveri 0“ 'IT. & KAFFI

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.