blaðið - 01.12.2005, Blaðsíða 30

blaðið - 01.12.2005, Blaðsíða 30
* 30 I HÖNMUN FIMMTUDAGUR 1. DESEMBER 2005 blaðiö Dýraskinn vinsœlt í íslenskum íatnaði Hverfltk er einstakt listform Hönnun úr dýraskinnum er sífellt að verða vinsælli. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir mennta- .aálaráðherra skartaði kjól úr hreindýraskinni á Edduverðlauna- hátíðinni og Elva Ósk Ólafsdóttir leikkona var í kjól úr steinbíts- og laxaroði á Emmýverðlaunahá- tíðinni í síðasta mánuði. Þá er selskinnsjakki Halldórs Ásgríms- sonar frægur. „Elvu langaði að vera í einhverju séríslensku á Emmýverðlaunahá- tíðinni og mér fannst laxaroðið fallegt efni og ákvað að nota það ásamt steinbítsroði og silkisiffoni“, segir Þórunn María Jónsdóttir fata- og búningahönnuður. María segir skinn ekki nýtast í hvaða hönnun sem er en fannst efnin koma vel út í kjólnum. María hefur hannað bún- inga fyrir Þjóðleikhúsið og hannaði m.a. fyrir leikritið Öxin og jörðin. Þar notaði hún selskinn og roð í búningana. „Það var ekki mikið unnið úr skinnum fyrir 15 árum og þetta var viðkvæmt umræðuefni vegna umhverfisverndarsjónarmiða. Nú Búningar úr laxaroði og hrásilki eftir Þórunni Maríu. Mynd úr leikritinu Öxin og jörðin; myndataka Grímur Bjarnason hefur fólk hinsvegar farið að hugsa um þetta útfrá nýtingu dýrsins og fyrst sjálft dýrið er nýtt, því ekki að nota skinnin líka. Það hafa komið tímabil þar sem gerviefni hafa verið í tísku en nú virðist þróunin vera í átt að náttúrulegum efnum“, segir Elva. Signý Ormarsdóttir fatahönnuður hefur hannað heimilislínu úr lambs- og nautsleðri ásamt því að nota laxaroð, lambaskinn, kálfaskinn, úlfaskinn, refaskinn, kanínuskinn og hreindýraskinn í hönnun sinni. Signý býr ekki til hefðbundin snið af fljkinni heldur ber hana við lík- amann og vinnur þannig hverja flík sem einstakt listform. Signý hefur m.a. notað hreindýrshúðir með skot- götum og fláningsgötum eftir hnífa veiðimanna. Sjáið myndirnar á www.bilamarkadurinn.is , _ 'SílóUHtviÁaAwiltttt Hönnun krefst sköpunar og frumleika Sérhannaðir hlutir persónulegri en fjöldaframleiddir „í vöruhönnun lærum við að hanna nytjahluti af öllum stærðum og gerðum", segir Ólöf María Ólafs- dóttir (Marý) nemandi í vöru- hönnun við Listaháskóla íslands. „Ég hef t.d. hannað ljós, klukkur og hirslur. í náminu er ætlast til að við förum eins langt og við getum með hluti og hugsum sem mest um óvenjulegar útfærslur á hlutunum. Þetta nám reynir mjög á hugmynda- flugið og það er mikilvægt að vera opinn fyrir nýjum hugmyndum. í náminu lærum við að vinna eftir hugmyndum okkar og byrjum á því að þjáifa okkur í að opna hugann og sleppa hugmyndafluginu lausu til að fá betri hugmyndir. Upphaflega ætlaði ég í grafíska hönnun en skipti yfir þar sem mér þótti vöruhönnun meira spennandi", segir Marý. Hún segir meiri möguleikar fyrir hönn- uði erlendis en hönnun sé þó að fær- ast í vöxt hér heima. Marý segir Epal og fleiri fyrirtæki taki inn hönnun eftir unga og efnilega nemendur og nefnir sem dæmi klakamót eftir nemanda úr deildinni sem er til sölu í Epal. En af hverju œtti fólk að kaupa hönnunfrekar en ódýrarifjöldafram- leidda vöru? „Það eru meiri gæði í hönnun en fjöldaframleiðslu og efnisval í hönn- uninni er vandaðra. Sérhannaðir hlutir verða líka mun persónulegri þar sem hver hlutur er yfirleitt ekki framleiddur í miklu upplagi. Það er mikil tilfinning lögð í hvern hlut fyrir sig sem skilar sér í vörunni", segir Marý. Hún tekur sem dæmi ljósaverk sem hún hannaði sjálf og er unnið út frá rómantík og lagði hún mikla tilfinningu og metnað í verkið. Núna eru níu nemendur í Vöru- hönnunardeild Listaháskólans sem valin er úr mun stærri hóp umsækj- enda. „Myndlistaskóli Reykjavíkur og hönnunarbrautir Iðnskólanna í Reykjavík og Hafnarfirði er góður grunnur fyrir vöruhönnun en ég var á hönnunarbraut í Iðnskólanum í Reykjavík sem nýttist mér vel. Lista- háskólinn metur nemendur inn í skólann út frá hugmyndum sem þeir senda inn og þeirri grunnkunnáttu sem þeir hafa. Sumir fara í frekara nám erlendis en það er ekki skilyrði til að geta unnið við hönnun", segir Marý. hugrun@vbl.is r f Brautir- Glerveggir- Glerhurðir - Hert Gler mu og gler karvogsmei www, - Skútuvogur 1h 58 58 900 IS Hawa FALLEGIR HITAMÆLAR 28 cm Kr. 2790. • 33 cm Kr. 3180. • 44 cm Kr. 4980. L.j(ilildo Cjaíileo (jalueo C/ahL'o falileo ETI á íslandi Eiðistorgi 17,2 hæð*Sími 551 4220 Hirsla fyrir sokka og sokka- buxur eftir Marý 4 r. **■ . ^ i- ”* i i *! ! nr Rignandi, Ijósaverk eftir Marý

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.