blaðið - 01.12.2005, Blaðsíða 32

blaðið - 01.12.2005, Blaðsíða 32
32 I BÆKUR FIMMTUDAGUR 1. DESEMBER 2005 blaðið i. desember Hannes Hafstein og fullveldi íslands í dag er fullveldisdagur íslend- inga. Margir kalla daginn hinn eina sanna þjóðhátíðardag íslend- inga þar sem í. desember 1918 fengum við fullveldi sem síðar leiddi til sjálfstæðis. Lykilmaður í baráttunni var Hannes Hafstein ráðherra en Guðjón Friðriksson sagnfræðingur hefur nýlega lokið við að skrá ævisögu hans. Agnar Burgess ræddi stuttlega við Guðjón. Bókin þín fjallar um ævi Hannesar, hver eru helstu efnistök? „Efnistökin eru Hannes Hafstein. Ævisaga hans hefur reyndar áður verið sögð en þetta er mjög ólík bók, efnistökin eru önnur.“ Að hvaða leyti? „Það er kannski fyrst og fremst það að ég reyni að sýna Hannes sem margbrotnari mann en kemur þar fram. Hann er hafinn svo gríðarlega hátt til skýjanna í ævisögu Kristjáns Albertssonar og öllum andstæð- ingum hans gerðar upp allar illar hvatir í andstöðu við Hannes. Ég held að ég fari á yfirvegaðri hátt í þetta. Þar að auki er ég með mikið af heimildum sem Kristján var ekki með. Heimildir sem hafa ýmist komið fram síðan hann skrifaði sína bók eða þá sem fóru framhjá honum. Ég hef til dæmis leitað töluvert í heimildir frá Danmörku sem hann gerði lítið. Meðal annars skoðaði ég fundargerðir danskra ríkisstjórna frá þessu tímabili þar sem ýmislegt forvitnilegt kemur í ljós.“ Fullveldið Hver voru áhrif Hannesar Hafstein á aðfullveldi fékkst hér á landi? „Fullveldið er að vísu flókið mál 99.............. Menn geta ekki haft marga þjóðhátíðardaga. en það má segja að Hannes hafi verið í fararbroddi á heimastjórnar- árunum í aðdraganda fullveldisins. Það komu náttúrulega margir aðrir við sögu þar og voru á undan Hann- esi þar sem saga sjálfstæðisbarátt- unnar er löng. Það má segja að hún hefjist strax um 1830. Hannes náði að teyma Dani ansi langt á stjórnar- tíma sínum, t.d. 1908 í samningavið- ræðum vegna svokallaðra uppkasts- samninga sem reyndar voru síðar felldir í kosningum. Þá lá samningur fyrir við Dani sem gekk mjög langt í áttina til fullveldis, að vísu ekki jafn- langt og 1918. íslendingar voru þá svo ákafir í þjóðfélagsbaráttunni að þeir felldu þann samning. Það varð samningnum, og síðar Hannesi að falli.“ Gömul kynni ,Frá árinu 1913 og framyfir 1918 var Radikale Venstre í ríkisstjórn í Dan- mörku. Hún var miklu hliðhollari íslendingum að mörgu leyti heldur en stjórnir sem áður höfðu verið þar. Þetta voru menn sem tengdust Hann- esi Hafstein töluvert frá gömlum tíma, höfðu verið í ríkisstjórn Bran- desar. Ég held að það hafi aldrei verið bent á það almennilega hversu mikla þýðingu þetta hafði fyrir að fullveldi fékkst 1918“ „Danir eru oft bara einn hópur í hugum íslendinga en það voru nátt- Hannes Hafstein á heimili sínu. Á borðinu er mynd af Ragnheiði konu hans, sem lést 1913, og fyrir ofan af Alþingishúsinu. f baksýn er þríliti islenski fáninn, sem einnig blakt- ir við hún á Alþingishúsinu, en hann var gerður að fullgildum þjóðfána með konungs- úrskurði í tengslum við sambandslögin 1. desember 1918. úrulega átök í Danmörku líka um mál sem þessi. Menn höfðu ýmsar skoðanir og mismunandi stjórn- málaflokkar höfðu ólíka afstöðu til málefna íslands. Þannig má ekki líta á Dani sem einhvern hóp sem er andstæður íslendingum eins og hefur tíðkast mikið í skrifum í anda sjálfstæðisbaráttunnar, að líta á Dani sem óvininn með stórum staf. Þetta hefur reyndar verið að breyt- ast eftir því sem tíminn líður." Fáninn Á þessum tíma börðust Islendingar fyrir því að fáni landsins yrði við- urkenndur á alþjóðavettvangi. „Hannes átti mikinn þátt í því að íslendingar fengu eigin fána“, segir Guðjón. „Hann dreif það mál áfram strax árið 1913 þó að lögin gangi ekki í gildi fyrr en 1915. Þannig að það var í raun og veru Hannes sem náði því fram hjá Dönum, í andstöðu við Kristján X konung sem var mjög andvígur þessu, að lög um fána ís- lands voru sett. Dvínandi virðing fullveldisdagsins Nú hefur virðing fullveldisdagsins minnkað töluvert undanfarin ár. Hvert er þitt álit á því? „Við höfum auðvitað formlegan þjóðhátíðardag þannig að það er kannski ekkert óeðlilegt þó að vægi fullveldisdagsins minnki aðeins. En í raun og veru má segja að við höfum orðið sjálfstæð 1918 frekar en 1944. Það var mun meiri áfangi. Fyrsti desember er kannski óheppi- legri til hátíðahalda vegna árstíma. Það eru aðallega stúdentar sem hafa haldið deginum á lofti undan- farna áratugi. Fyrir 1944 var þetta meiri hátíðisdagur þar sem þá var sá nýi ekki kominn til sögunnar. En þetta er sennilega eins og gengur og gerist, menn geta ekki haft marga þjóðhátíðardaga." Bók Guðjóns, Ég elska þig stormur, er komin út á vegum Máls og menningar. agnarburgess@vbl.is 1Vœst á dagskrá Líkami-fyr/r-LÍFIÐ Dagbók Þessi nýja dagbók, sem byggð er á metsölubókinni, mun aðstoða þig hvern einasta dag í gegnum 12 vikna áætlunina. » Hvetjandi reynslusögur #■ Stuöningur fré Bill Phillips tt Leiösögn fyrir hámarksárangur * Skýrslublöö fyrir æfingar *> Skýrslublöö fyrir mataræöi Kynningarverð 1950.- Pantaðu þitt eintak i dag í síma 555-2866 Nánari upplysingar fást á www.eas.is Að venju heldur Stúdentaráð Háskóla íslands fullveldisdaginn hátíðlegan. Yfirskrift hátíðarfundar er „Næst á dagskrá: Háskóli lslands“. Yfirskriftin vísar beint í tilgang og markmið fund- arins, þ.e. að koma Háskóla íslands á dagskrá, en Stúdentaráð telur málefni hans ekki hafa farið nógu hátt í um- ræðunni undanfarin ár. I tilkynningu frá Stúdentaráði segir: „Háskóli Islands er grunnur einnar mikilvægustu stoðar íslensks samfélags, menntakerfissins. 1 mörg ár hafa forsvarsmenn stúdenta og Háskólans reynt að vekja athygli á því að Háskólann skorti fjármagn. Þessum ábendingum hefur jafnan verið tekið fálega og bent á að skólinn sé illa rekin og léleg menntastofnun. Nú hefur annað komið á daginn. Á þessu ári hafa verið gerðar opinberar skýrslur vegna þriggja úttekta á Há- skóla Islands. Niðurstöður þeirra leiða )að allar greinilega í ljós að Háskóli slands stendur sig mjög vel rekstrar- ega og akademískt séð, en skortir fjár- magn til þess að hann geti dafnað. Það er því búið að hrekja þau ósmekklegu tilsvör sem stúdentar og forráðamenn Háskóla íslands hafa fengið undan- farin ár þegar þeir hafa bent á fjárhags- vanda Háskóla Islands. Nú hefur það fengist staðfest - Háskóli íslands á í fjárhagsvanda. Úr því þarf að bæta!“ Fundurinn á morgun hefst klukkan 13 í hátíðasal Háskóla Islands og hvetur Stúdentaráð alla sem áhuga hafa að mæta. ■ Fullveldis- dagurinn Þann 1. desember árið 1918 tóku svokölluð sambandslög gildi á Islandi. Samkvæmt þeim varð þjóðin fullvalda undir dönskum konungi. Einnig skyldu Danir sjá um utanríkismál Islendinga og landhelgisgæslu. Langt fram eftir 20. öldinni var 1. desember mikill hátíðisdagur. Þegar lýðveldið var stofnað kom það til tals að sá dagur yrði þjóðhátíðardagur okkar, svo stór var hann í huga þjóðar- innar. En niðurstaðan varð sú að velja afmæhsdag Jóns Sigurðssonar 17. júní þess í stað. Framan af var fullveldisdagur- inn ffídagur í skólum landsins og stúdentar Háskóla Islands halda enn veglega upp á daginn. 1. desember er einn af opin- berum fánadögum Islendinga. AF GÖTUNNI Hvad gerðist 1. desember 1918? „Sambandslög Dana og Islendinga samþykkt á Alþingi og við fögn- uðum fullveldi. Axel Axelsson, framkvæmdastjóri Is- lenska útvarpsfélagsins. „Það vantaði 23 daga til jóla.“ Ragnhildur Magnúsdóttir útvarpskona. „Fullveldisdagurinn!" Asta Finnbogadóttir „Grýla gifti sig. Nei, fullveldisdagurinn er stolt okkar Islendinga.“ Védís Hervör söngkona. „Það er fullveldisdagurinn.“ Erla Júlía Jónsdóttir þjónn. „Ekki hugmynd!" Fríöa Sigurðardóttir afgreiöslukona.

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.