blaðið - 01.12.2005, Blaðsíða 9

blaðið - 01.12.2005, Blaðsíða 9
blaöið FIMMTUDAGUR 1. DESEMBER 2005 l 9 Mannskœðar árásir í Bangladesh: Lögregla leitar hryðjuverkamanna Lögregla í Bangladesh leitar nú að hugsanlegum sjálfsmorðssprengju- mönnum eftir að tveir íslamskir öfgamenn sprengdu sjálfa sig í Ioft upp og drápu átta til viðbótar á jriðjudag. Mennirnir berjast fyrir 3ví að ströng múslimalög verði sett í landinu. Öryggisviðbúnaður hefur verið aukinn í Bangladesh í kjölfar árásanna. Árásirnar á þriðju- dag voru gerðar á dómstól í borg- inni Chittagong í suðausturhluta landsins og á samtök lögfræðinga í Gazipur, í nágrenni höfuðborgar- innar Dhaka. „Markmið okkar er að komast að þvi hverjir eru félagar í þessum sjálfs- morðshópi, hvar þeir halda sig og hversu margir þeir eru,“ sagði Farr- ukh Ahmed, yfirmaður leynilögregl- unnar, sem stjórnar rannsókninni. Bönnuð samtök liggja undir grun Víðtækum lögregluaðgerðum hefur verið hrint af stokkunum sem miða að því að handtaka félaga í Jamay- etul Muhahideen-samtökunum sem talin eru standa að baki árásunum. Lögregla hefur kennt samtökunum um röð árása á opinberar bygg- ingar og dómstóla sem hafa orðið 15 manns að bana síðan í ágúst, þar á meðal tveimur dómurum. Á vett- vangi allra sprenginganna fundust dreifirit þar sem krafist er að ströng múslimalög verði sett á í ríkinu. Samtökin voru bönnuð fyrr á árinu eftir að stjórnvöld höfðu sakað þau um að tengjast öðrum árásum. Annar tilræðismannanna, 19 ára piltur að nafni Abul Bashar, lifði af sprenginguna en missti báða fætur. „Álla skipaði mér að ráðast á dóm- stólinn í Chittagong. Ég braut ekk- ert af mér með sjálfsmorðsárásinni. Ég breytti rétt,“ sagði Bashar við BSS-fréttastofuna þar sem hann lá á sjúkrahúsi. Lögfræðingur við hæstarétt í Dhakar lætur í Ijósi reiði sína vegna sprengitilræðanna í borginni á þriðjudag. Skeifunni 11 d Opið virka daga 10-18 FUJ&PRBKAHLAUPAXINN, KHALBP HOBBBZNI "HRBINT ÚT 2A&T PÝRLB& BÓK" BÓKÁRSINB, OB5BKVBK 2KU6&A&ÖPN, FBYNIR TRAUBTABON HVBT FÓLK HL AP LBBA &KU&&ABÖRN." KATKÍN FJBLPBTBP, MBL KROttTFfe, JÓN HALLUR BTBFÁNBBON: "é& ÖFUNPA ÞÁ BPBNNUFÍKLA BBM BI&A BFTIK AP LBBA PBBBA BÓK" BILJA APALBTBINBPÓTTIP, TMM '/2É„ rAF*i*naz r AF ÖLLUM ^ BRLBNPUM BÓKUM Á BÓKAMARKAP! Sími 533 1010 Laugardaga 10-16 Leynifangelsi ogfangaflug CIA: Rice heitir rannsókn á málinu Bandarísk stjórnvöld hafa lýst því yfir að þau muni kanna frásagnir af leynilegum fangelsum Banda- rísku leyniþjónustunnar (CIA) í Austur Evrópu og meintu fangaflugi stofnunarinnar. Condoleezza Rice, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, sagði Frank-Walter Steinmeier, þýskum starfsbróður sínum, að hún myndi láta athuga hvað væri hæft í staðhæfingunum. Sean McCormack, talsmaður Rice sagði að áhyggjur Evrópusambands- ins væru réttmætar og við þeim yrði að bregðast. Fjölmiðlar í Þýskalandi segja að CIA hafi notast við flugvelli í land- inu til að fly tja grunaða hryðjuverka- menn á milli landa. í síðustu viku sagðist Evrópusambandið ætla að fara formlega fram á það við banda- rísk stjórnvöld að þau kanni frá- sagnir af meintum leynifangelsum í Austur Evrópu. Steinmeier sem var nýlega skip- aður utanríkisráðherra í hinni nýju ríkisstjórn Angelu Merkel tók málið upp við Rice í ferð sinni til Washing- ton. Hann sagði að Rice hefði heitið því að veita skjót og ítarleg svör við beiðni Evrópusambandsins. McCor- mack sagði að Bandaríkin myndu reyna eftir bestu getu að svara ásökununum. Condoleezza Rice, utanríkisráðherra Bandarfkjanna, sagði Frank-Walter Steinmeier, utanríkisráðherra Þýskalands, að hún muni láta rannsaka ásakanir um leynileg fangelsi og fangaflug CIA. Naktir ræningj- ar handteknir Lögregla í E1 Salvador, hand- tók á þriðjudag tvo nakta karlmenn sem ætluðu að ræna banka. Þeir höfðu grafið göng úr nálægu húsi inn í bankann. Þeir áttu ekki nema ófáa metra eftir þegar göngin hrundu skyndilega og stór hola myndaðist. Bankaræningjarnir reyndu að leggja á flótta en voru fljótlega handsamaðir af lögreglu. Lögregluyfirvöld höfðu fylgst náið með svæðinu í kjölfar kvartana nágranna yfir skrýtnum hljóðum. Ekki fylgdi sögunni af hverju bankaræningjarnir ungu voru naktir við iðju sína.

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.