blaðið - 04.03.2006, Blaðsíða 24

blaðið - 04.03.2006, Blaðsíða 24
LAUGARDAGUR 4. MARS 2006 blaöiö 24 Áhœttuhegðun ungra ökumanna tengist líísstíl þeirra og aðstœðum Undanfarna daga hefur mikið verið fjallað um ofsaakstur og aðra áhættuhegðun ungra ökumanna í kjölfar hörmulegs slyss aðfararnótt þriðjudags þar sem 19 ára stúlka lét lífið. Talið er að stúlkan hafi verið í kappakstri við annan bíl þegar hún missti stjórn á bifreiðinni með fyrrgreindum afleiðingum. Lögreglan í Reykjavík sagði í samtali við Blaðið í vikunni að kappakstur ætti sér regluíega stað á götum borgar- innar og Sigurður Helgason, verkefnastjóri hjá Umferðarstofu, sagðist vita til að slíkur kappakstur milli tveggja eða fleiri einkabifreiða hefði áður valdið slysum, jafnvei banaslysum. Blaðið kynnti sér áhættu- hegðun ungra ökumanna í umferðinni og hvernig mætti hugsanlega spornavið henni. Áhættuhegðun ungmenna tengist verulega öðrum þáttum í félagslegu umhverfi þeirra, aðstæðum og lífs- stíl. Það er niðurstaða skýrslu sem unnin var af Rannsóknum og grein- ingu fyrir rannsóknarnefnd umferð- arslysa árið 2004. „Greinilegt er að samvera með fjölskyldu og góð líðan í skóla skipta máli í því að draga úr líkum á áhættuhegðun í umferð- inni. Mikil samvera með jafningja- hópi og lífsstíll sem einkennist af skemmtunum eykur á hinn bóginn allverulega líkur á slíkri hegðun,“ segja skýrsluhöfundar. Rannsóknin var gerð meðal 4.851 framhaldsskóla- nema á aldrinum 17-19 ára á íslandi. Ágúst Mogensen, forstöðumaður rannsóknarnefndar umferðarslysa, segir að niðurstöður rannsóknar- innar séu í samræmi við svipaðar rannsóknir sem gerðar hafi verið erlendis. Viðhorf og hegðun fara ekki saman Á undanförnum árum hefur miklu fé verið varið í auglýsingar sem ætlað er að hafa áhrif á viðhorf fólks á öllum aldri til áhættuakst- urs. Skýrsluhöfundar benda þó á að margar rannsóknir sýni að viðhorf og hegðun fari ekki endilega saman. ,Fólk getur haft neikvæð viðhorf til áhættuhegðunar í umferðinni og verið fullljóst hverjar afleiðingar slík hegðun kunni að hafa í för með sér. Sömu einstaklingar geta þó verið uppvísir að ítrekuðum hrað- akstri eða annarri áhættuhegðun í umferðinni,“ segja skýrsluhöfundar og bæta við að þetta eigi sérstaklega við um ungt fólk. Ágúst Mogensen tekur undir að ósamræmi sé oft á milli viðhorfa og hegðunar ungra ökumanna. Hann bendir jafnframt á að erfitt geti reynst að koma fólki í skilning um þá krafta sem verka á mannslíkam- ann í umferðarslysum. „Það er búið að gera ýmsar tilraunir með auglýs- ingum og samlíkingum en það virð- ist ekki komast til skila,“ segir Ág- úst. Hann telur jafnframt að fræðsla um þessi atriði þurfi að skipa stærri sess í ökukennslu og horfir hann þar til akstursæfingasvæðis sem nú er unnið að því að koma á laggirnar. í umræðu um ofsaakstur hefur stundum verið bent á hugsanleg áhrif erlendra kvikmvnda sem fjalla um hraðakstur. Ágúst segir erfitt að segja til um hvort eitthvað sé til í því. „Ég hef heyrt lögregluna tala um að það hafi verið meira um spyrnur þegar þessar myndir voru sýndar. Eg held að það sé alveg klárt að þessar myndir hafa haft áhrif á bílamenninguna en það þýðir ekki að myndirnar hafi beinlínis orðið til þess að menn fóru að aka hraðar," segir Ágúst. Ástæða til að herða viðurlög? Rannsóknarnefnd umferðarslysa beindi því til samgönguráðuneyt- isins á síðasta ári að gera heildarút- tekt á umfangi ofsaaksturs hér á landi. „Maður heyrir um þetta af og til í útvarpinu og les í blöðunum en hvert er heildarumfangið. Það vitum við hins vegar ekki,“ segir Ág- úst Mogensen. LAUNAKÖNNUN VR og FYRIRTÆKI ÁRSINS Skilafresturinn hefur verið framlengdur til 14. mars. Virðing ___________________________________________________ Réttlæti VR Ágúst Mogensen, forstöðumaður rannsóknarnefndar umferðarslysa. Nefndin telur þörf á því að gerð verði heildarúttekt á umfangi hraðaksturs hér á landi. „Síðan þarf að athuga hvort það sé ástæða til að endurskoða viður- lögin þannig að það sé meiri munur á hraðakstursbroti þar sem er farið 10-20 km yfir hámarkshraða og hins vegar hraðakstursbroti þar sem er ekið á tvöföldum hraða,“ segir Ág- úst. Rannsóknarnefndin telur það gefa óviðunandi skilaboð til ungra ökumanna að þeir sem staðnir eru að ofsaakstri hljóti tiltölulega lágar fjársektir og stuttar ökuréttarsvipt- ingar fyrir. „Ætti þeim sem sýna slíkt dómgreindarleysi í umferðinni að vera gert að þreyta ökupróf á ný að auki með sérstöku námsefni,“ segir í skýrslu nefndarinnar um banaslys í umferðinni árið 2004. Er ennfremur bent á að þessa hugsun megi heimfæra upp á önnur hættu- brot, t.d. ölvunarakstur. Frekari takmörkun ökuréttinda 1 skýrslu rannsóknarnefndar- innar um banaslys í umferðinni árið 2004 segir ennfremur að nefndin telji vel koma til greina að takmarka ökuréttindi ungra öku- manna fyrstu árin enn frekar. „Má þar nefna bann við akstri að næt- urlagi nema í og úr vinnu og tak mörkun á ökuréttindum miðað við rúmtak véla. Einnig þarf að fá for- eldra til að taka ábyrga afstöðu gegn ölvunarakstri og virkja þá gagngert til að koma í veg fyrir það háttaríag,' segir í skýrslu nefndarinnar. Benda skýrsluhöfundar meðal annars á að Foreldrasamtök á borð við Mot- hers Against Drunk Driving hafi átt drjúgan þátt í baráttunni gegn ölv unarakstri í Bandaríkjunum. Ágúst Mogensen, forstöðumaður rannsóknarnefndar umferðar slysa, bendir meðal annars á akst ursíþróttir sem leið til að stemma stigu við áhættuhegðun í umferð inni. „Ég veit ekki hvort maður dregur úr áhættuhegðun með þvi að beina fólki í akstursíþróttir en maður beinir því að minnsta kosti á lokuð svæði og vonandi undir leið sögn góðra manna sem eru færir og hafa reynslu af þessu. Þá læra menn kannski ákveðin öryggisatriði í leið inni,“ segir hann. Hraðakstur af götunum Kvartmíluklúbburinn, sem fagnaði 30 ára afmæli sínu á síðasta ári, hefur haft það meginmarkmið frá upphafi að færa hraðakstur af götum borg- arinnar inn á lokuð brautarsvæði þar sem menn geta spreytt sig á hraðakstri í skipulögðum keppnum undir öruggri handleiðslu reyndra manna. „Við höfum boðið ungum ökumönnum á æfingar á lokuðu svæði þar sem þeir geta keppt sín á milli. Þar ertu einn í bíl á lokuðu svæði og tiltölulega öruggur í stað þess að vera að spyrna á götunum þar sem eru þrír til fjórir í hverjum bíl og jafnvel fleiri en tveir bílar í einu,“ segir Davíð S. Ólafsson, for- maður Kvartmíluklúbbsins og öku- kennari. Starfsemin hefur einkum verið kynnt í fjölmiðlum fram að þessu en einnig eru uppi hugmyndir um að kynna hana í ökuskólum. Davíð segir að mikil fjölgun hafi átt sér stað í félagsskapnum frá þvi að hann hóf að bjóða upp á æf- ingarnar fyrir tveimur árum og að ungir ökumenn hafi tekið þessu feg- ins hendi. Hann segir aftur á móti að tryggingafélögin hafi tekið fálega í hugmyndir um samstarf við klúbb- inn. „Fyrrverandi stjórn leitaði til tryggingafélaganna til að fá þau til að standa á bak við átak þeirra en fékk engan hljómgrunn fyrir því,“ segir Davíð. Kvartmíluklúbburinn hefur haft það að markmiði frá upphafi að færa hraðakstur af götum borgarinnar inn á lokuð svæði. Nauðsynlegt að fá æfingabrautir Davíð segir að mikið hafi verið flutt inn af kraftmiklum bílum á undanförnum árum og tekur undir að brýnt sé að auka áróður klúbbsins í ljósi þess. Þá þurfi enn- fremur að koma upp æfingasvæði fyrir unga ökumenn. „Bæði vantar æfingasvæði fyrir ökunema til að æfa sig á og svo þarf líka hreinlega að koma upp braut eins og til eru úti þar sem fólk getur komið inn á og fengið útrás fyrir adrenalínfíkn sína,“ segir hann. Blaöií/Steinar Hugi _ __________________ Blaöið/SteinarHtjgi
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.