blaðið - 04.03.2006, Page 38
38 I MENNING
LAUGARDAGUR 4. MARS 2006 blaðið
Ljósmynd: Eddi
Baltasar Kormákur fer ekkl hefðbundnar leiðir I uppfærslu sinni á leikverki Henriks Ibsens, Pétri Gaut, heldur færir hann til nútímans.
Meistaraverk Ibsens 1
nýstárlegri uppfærslu
Pétur Gautur eftir Henrik Ibsen
verður frumsýnt í Kassanum í dag.
Leikstjóri er Baltasar Kormákur en
með titilhlutverkið fer Björn Hlynur
Haraldsson. Pétur Gautur er vígslu-
sýning Kassans, sem er nýtt svið í
Þjóðleikhúsinu.
Pétur Gautur er eitt af meistara-
verkum Henriks Ibsens, snilldar-
legur ljóðleikur sem aflaði skáldinu
heimsfrægðar. Verkið kom fyrst út
á bók árið 1867 en tæpum áratug
síðar var það frumflutt og hefur
reglulega verið sett upp í frægum
uppsetningum í helstu leikhúsum
heims frá þeim tíma.
Hin margbrotna titilpersóna verks-
ins og knýjandi spurningar um það
sem skiptir máli í lífinu og kjarna
mannsins hafa heltekið jafnt leikhús-
listafólk sem áhorfendur í gegnum
tíðina. Mannlegt innsæi höfundar-
ins nýtur sín hér til fulls og ímyndun-
arafl og hugmyndaauðgi hans fara á
óviðjafnanlegt flug, í verki sem er
leiftrandi af húmor. í sýningu Þjóð-
leikhússins nú verður sjónum beint
að Pétri Gaut í nútímanum.
Leikstjóri sýningar Þjóðleikhúss-
ins er Baltasar Kormákur sem er
áhorfendum að góðu kunnur sem
leikari og leikstjóri, bæði í kvik-
myndum og leikhúsi. Frumlegar og
myndrænar leiksýningar hans, jafnt
á klassískum verkum á borð við
Hamlet og Draum á Jónsmessunótt,
sem og nýrri verkum, hafa vakið
mikla athygli. Nýlegasta uppsetning
hans í Þjóðleikhúsinu, Þetta er allt
að koma, hlaut Grímuna - íslensku
leiklistarverðlaunin 2003 sem besta
leiksýning ársins. Gretar Reynisson,
sem gerir leikmynd sýningarinnar á
Pétri Gaut, hlaut jafnframt Grímuna
fyrir Þetta er allt að koma.
Ætur skúlptúr
i Einholtinu
Sýningunni „Munúðarfull“ sem
hjónin Birgir Breiðdal, hönnuður,
og Ása Heiður Rúnarsdóttir, mynd-
listarkona, hafa staðið að í Einholti 6
lýkur á morgun. Af því tilefni hyggj-
ast þau endurgera „matarskúlptúr“
sem búinn var til fyrir opnunina 25.
febrúar síðastliðinn. í tilkynningu
frá hjónunum segir að skúlptúrinn
verði með aðeins öðru sniði en við
opnunina en þó jafngirnilegur. Nýi
skúlptúrinn verður afhjúpaður kl.
15 á morgun.
Á sýningunni gefur að líta ýmis at-
hyglisverð myndlistarverk og hönn-
unargripi úr smiðju þeirra hjóna.
Þar er ennfremur til sýnis hálfrar
aldar gamall „Kiljanstóll" sem
fengið hefur nýstárlega upplyftingu.
Búkur stólsins var hannaður af Guð-
mundi Breiðdal, húsgagnasmiði, og
Sérstakur matarskúlptúr setti svip sinn á
opnun sýningar Birgis Breiðdals og Ásu
Heiðar Rúnarsdóttur í Einholti 6. Þau ætla
að endurtaka leikinn á lokadegi sýningar-
innará morgun.
afa Birgis en Birgir og Ása hönnuðu
sjálf áklæðið og fætur hans. Aðeins
tvö eintök voru smíðuð af stólnum,
annað fyrir Halldór Laxness, rithöf-
und, en hitt fyrir föður Birgis, Birgi
E. Breiðdal, arkitekt.
Forfeður i
Suðsuðvestur
Myndlistarkonan Anna Guðjóns-
dóttir opnar sýninguna „Forfeður"
í sýningarýminu Suðsuðvestur í
Reykjanesbæ kl. 16:00 í dag. Þar
sýnir hún lítil málverk og eins
konar málverkaskápa. 1 verkum
sinum veltir hún fyrir sér áhrifum
fortíðar, uppruna og ólíkum menn-
ingarheimum og eru kinversk áhrif
sérstaklega áberandi.
Anna Guðjónsdóttir býr og starfar
við myndlist í Hamborg þar sem
hún hefur byggt upp sinn myndlist-
arferil að mestu. Frá því að Anna
lauk námi hefur hún fengist við að
mála menningarlitaðar ímyndir og
fyrirfram gefnar hugmyndir um
náttúru, landslag og ákveðna staði.
í Hamborg stofnaði hún og starf-
rækti gallerí fyrir landslagslist í
samvinnu við listamanninum Till
Krause.
Suðsuðvestur er til húsa að Hafn-
argötu 22, Reykjanesbæ. Þar er opið
fimmtudaga og föstudaga kl. 16-
18:00, um helgar kl. 14-17:00 eða
eftir samkomulagi.
SOLUMENN
ÓSKAST
Vegna aukinna umsvifa óskar
Blaðið eftir sölumönnum í
fulla vinnu.
Um er að ræða skemmtilegt
starf hjá fyrirtæki í örum
vexti með skemmtilegu
fólki. Góðir tekjumögu-
leikar fyrir gott fólk.
Blaðiö
Bæjarlind 14-16
201 Kópavogur
Umsóknir sendist á atvinna@vbl.is
íslandsmeistaramótið
i ömurlegri Ijóðlist
Nú fer hver að verða síðastur að
skila inn ljóði í samkeppni jaðarút-
gáfunnar Nýhils um ömurleg ljóð
en skilafrestur rennur út miðviku-
daginn 8. mars. Tilkynnt verður um
úrslit viku síðar og er bókagjöf frá út-
gáfunni í verðlaun fyrir sigurljóðið.
Ljóðum skal skilað á kolbrunars-
kald@simnet.is, undir fullu nafni.
Á heimasíðu útgáfunnar segir að
ljóðið skuli vera þrjú erindi, fjórar
línur hvert og um það bil fimmtán
atkvæði í hverri línu. „Tekið verður
tillit til asnalegra myndlíkinga,
klaufalegs orðalags og ósmekklegs
umfjöllunarefnis, auk annarra
stílbragða ömurðarinnar sem dóm-
nefnd þykir rétt að hafa til viðmið-
unar,“ segir ennfremur á síðunni.
Tildrög samkeppninnar má rekja
til draums sem Eirík Örn Norðd-
hal, einn af forsprökkum Nýhils-
hópsins, dreymdi fyrir skemmstu.
Dreymdi Eirík að ljóð sem sigrað
hefði í ljóðasamkeppni hefði fengið
svo slæmar viðtökur almennings að
ástæða þótti til að skella því á for-
síðu dagblaða. I kjölfarið tók stjórn
Nýhils ákvörðun um að efna til sam-
keppni þar sem markmiðið væri að
skrifa ljóð sem væri að formi til eins
og ljóðið í draumnum.
Nánari upplýsingar um sam-
keppnina má finna á heimasiðu Ný-
hils, www.nyhil.org.
NÁMSKEIÐ í MATARGERÐ
Viltu verða junk-food að bráö eöa sœkja stutt
námskeið í matreiösiu ?
100 % nœring fyrir þig og þína.
Einföld matargerð, flókin matargerö, kökugerð, ítölsk,
frönsk, dönsk, thai, cajun eða þetta góða íslenska.
Eitthvað fyrir alla konur og karla, yngri sem eldri.
Námskeiöið fer fram í Lcekjarskóla Hafnarfirði og
byrjar 13. mars 2006. Námskeiðið stendur yfir í 2 vikur.
Kennt verður á mán ,þri, fim, kl: 17.00 - 21.00
Verð Kr: 17.500.-
500 króna hráefniskostnaður á dag.
Kennari er Jónas Ólafsson Matreiðslumeistari
Uþþl: í sima 554-5929 eða
jonasola@gmail.com