blaðið

Ulloq

blaðið - 04.03.2006, Qupperneq 42

blaðið - 04.03.2006, Qupperneq 42
42 IBÖRN LAUGARDAGUR 4. MARS 2006 blaöið ■ Praut 1: Krakkakrossgáta Notið meðfylgjandi myndir til þess að finna út hvaða orð passa í reit- ina. Raðið svo stöfunum í reitunum með litlu númerunum saman og Vinningar Syrir svör við þrautum Þeir sem senda inn lausnir við þrautunum á síðunni geta átt von á skemmtilegum vinningum frá Ótrúlegu búðinni. I boði eru píluspjöld, töskur, fótboltar, taflborð og farsímaskart svo eitthvað sé nefnt. Dregið verður úr réttum svörum og nöfn vinnings- hafa birtast á Krakkasíðunni næsta laugardag. Svo viljum við auðvitað alltaf fá frá ykkur góða brandara, smásögur, Ijóð, teikningar og hvað sem ykkur dettur i hug. Netfangið hjá Krakkasíðunni er krakkar@bladid.net og heimilisfangið er Blaðið-Krakkar, Bæjarlind 14-16,201 Kópavogur. rr raut 2: Stafarugl MURTORM KALTFAUKíOB LAFÐI UROÐBLJÓM /~\ OFNASÓNX ^ STITCH VIKÐIST BKKI KUUUfí ALVB6 UÓ6U VBL AB SPILfl 4 SlTfitUUU. ASTfiBÐfiU 6fBTI VBRIÐ SÚ AÐ HfiUU LfiUöfiR FZBKfiK fiÐ SPILfi 4 ÖUUUK HLJÓBFfBPI. 6BTIÐ ÞIÐ FUUDIÐ ÚT HVfiÐfi HLJÓÐ- FfiBKI STITCH BR fiÐ HU6SA UM? SBUVIB SVÖKIU TIL KKAKKfiSlÐUUUfiZ. Brandarar Hrefna Björk, n ára, sendi þessa frábæru brandara: - Ég fór í leikhús í gær en sá bara fyrsta hluta. - Af hverju í ósköpunum sástu bara fyrsta hluta? - Af því að það stóð í leikskránni að annar hluti gerðist tveimur árum síðar og ég mátti ekki vera að því að bíða svo lengi. Kennarinn: Þessi ritgerð um hundinn þinn er alveg eins og ritgerðin hans bróður þíns! Nemandinn: }á, hún fjallar líka um sama hundinn. Hjónin voru að fara í sumarfrí og sátu um borð í flugvél á leið til sólarlanda. Konan: Guð minn góður, ég gleymdi að taka straujárnið úr sambandi. Maðurinn: Það gerir ekkert til elskan. Ég gleymdi að skrúfa fyrir kalda vatnið þannig að það getur ekkert brunnið. - Hvernig var fyrsti skóladagur- inn Agnar minn? - Ágætur, en ég held að mér hafi ekki gengið alveg nógu vel því að kennarinn sagði mér að koma aftur á morgun. Atli Fannar, ío ára, er mik- ill brandarakarl: - Hvernig fara Hafnfirðingar að því að falsa 500 króna seðil? - Þeir stroka núllið af 5.000 króna seðli! Einu sinni voru tvær pylsur á grilli. Allt í einu sagði önnur: Vá, hvað þú ert grilluð. Þá sagði hin: Hey, talandi pylsa! Maður nokkur sem var staddur í stórborg gerði margar til- raunir til að komast yfir um- ferðargötu. Allur dagurinn leið og nóttin líka, án þess að hann kæmist yfir. Morguninn eftir var hann enn að bíða þegar hann sá allt í einu mann hinum megin við götuna og hrópaði til hans: - Heyrðu mig nú, hvernig komst þú eiginlega yfir götuna? - Ég er sko fæddur hérna megin, svaraði maðurinn. Sunnudagar eru barnadagar í aðalsafni Borgarbókasafns ... og næsta sunnudag, 5. mars kl. 15, verður klippt og klippt og klippt ... Kristín Arngrímsdóttir myndlistarmaður kennir einfalda klippimyndagerð m BORCÍARBÚKASAFN REYKIAVÍKUR Allir velkomnir! Tryggvagötu 15, Reykjavík Sími 563 1717 - www.borgarbokasafn.is ■ Praut 3: Finníö 5 villur Myndirnar af Jóakim Aðalönd eru nánast alveg eins. Á myndinni til hægri vantar þó fimm hluti sem eru að finna á vinstri myndinni. Getið þið fundið hvaða fimm hlutir það eru? Sendið svörin til Krakkasiðunnar.

x

blaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.