blaðið - 11.03.2006, Síða 12
12 I FRÉTTASKÝRING
LAUGARDAGUR 11. MARS 2006 blaðið
Evrópusambandið hvetur til sam-
eiginlegrar stefnu í orkumálum
Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins telur brýnt að sambandið setji sér sameiginlega stefnu í orkumálum, meðal annars í Ijósi
þeirrar óvissu sem skapaðist þegar gasdeilan milli Rússa og Úkraínumanna geisaði f upphafi árs.
Framkvæmdastjórn Evrópusam-
bandsins hvatti aðildarríki sín í
vikunni til að setja sér sameiginlega
stefnu í orkumálum, meðal annars í
því skyni að tryggja stöðugar og ör-
uggar orkubirgðir.
I bókun framkvæmdastjórnar-
innar er bent á nauðsyn þess að
tryggt sé stöðugt orkuframboð, ekki
síst í ljósi þess ástands sem skapaðist
fyrr í vetur í gasdeilunni milli Rússa
og Úkraínumanna.
Meðal þess sem framkvæmda-
stjórnin leggur til er að gerður verði
langtímasamningur við Rússa um
orkusölu. José Manuel Barroso, for-
seti framkvæmdastjórnarinnar,
sagði í síðustu viku að fyrirhugaðar
væru viðræður milli hans og Vlad-
ímírs Pútíns forseta Rússlands um
orkumál.
„Að sjálfsögðu þurfum við á orku
frá Rússlandi að halda, einkum
á gasi. Ég held að það sé einnig
Rússum í hag að markaðurinn sé
stöðugur," sagði hann í viðtali við
Breska ríkisútvarpið i vikunni.
Meira en 40% þess gass sem notað er
í ríkjum Evrópusambandsins er inn-
flutt og um helmingur þess kemur
frá Rússlandi um leiðslur sem liggja
gegnum Úkraínu.
Barroso sagði jafnframt að Evrópu-
búar ættu að líta til allra mögulegra
orkugjafa, þar á meðal til kjarnorku.
{nokkrum rikjum Evrópusambands-
ins er notkun kjarnorku bönnuð og
ólíklegt er að samstaða náist um
hana. Evrópusambandið myndi
hugsanlega þrýsta á þau ríki um að
íhuga kjarnorku sem valkost.
Tryggja á neyðarbirgðir
Ennfremur vill framkvæmda-
stjórnin að löggjöf um olíu- og gas-
birgðir verði sett sem tryggi að ætíð
sé til nóg af neyðarbirgðum af gasi
innan sambandsins. Ennfremur
þurfi að koma upp kerfi sem tryggi
að hægt sé að bregðast snöggt og
á samhæfðan hátt við neyðartil-
vikum. Þá vill framkvæmdastjórnin
að komið verði upp áætlun sem miði
að því að draga úr orkunotkun í sam-
bandinu um 20% fyrir árið 2020 og
að Evrópa verði leiðandi í notkun
vistvænni orkugjafa.
Síðast en ekki síst vill Fram-
kvæmdastjórnin að Evrópusam-
bandið semji um orkumál fyrir
hönd allra aðildarríkjanna. Það er
því ekki ólíklegt að tiltekinn emb-
ættismaður sinnti málaflokknum
fyrir allt Evrópusambandið eins og
Peter Mandhelson gerir nú þegar í
viðskiptamálum.
Erfitt er að spá fyrir um hversu
raunhæf markmið framkvæmda-
stjórnarinnar eru. Evrópusam-
bandið hefur reynt að losa um
hömlur á gas- og rafmagnsmarkaði
i meira en tiu ár en með takmörk-
uðum árangri.
Vandamálin hafa komið berlega i
ljós á undanförnum vikum þar sem
deilur hafa sprottið upp vegna til-
lagna um samruna fyrirtækja i orku-
geiranum. Á Spáni og í Frakklandi
hafa stjórnvöld jafnvel haft afskipti
af slíkum áformum til að koma í
veg fyrir óvinsamlegar yfirtökur
erlendra fyrirtækja. Barroso hvatti
í vikunni ríkisstjórnir í Evrópusam-
bandsríkjum til að hlífa ekki orku-
fyrirtækjum við yfirtöku á þjóðern-
islegum grundvelli. „Við ættum að
hafna hvers kyns þjóðernisstefnu í
efnahagsmálum, sérstaklega í orku-
geiranum í Evrópu,“ sagði hann.
Orkumálaráðherrar í aðildar-
rikjum Evrópusambandsins munu
ræða tillögurnar á þriðjudag í næstu
viku. Þær verða einnig ræddar á vor-
fundi leiðtoga aðildarríkjanna síðar
í mánuðinum.
Áður en tillögurnar verða að
lögum verða þær að vera sam-
þykktar af aðildarríkjum og Evrópu-
þinginu. Tillögurnar eru því aðeins
fyrsta skref í löngu ferli.
Skoðanakannanir hafa sýnt að
stór hluti almennings í ríkjum
Evrópusambandsins er hlynntur
samhæfðum aðgerðum og stefnu
Evrópusambandsins í orkumálum.
Niðurstöður könnnunar sem birt
var í janúar á þessu ári sýna að 47%
þegna Evrópusambandsins telja að
taka eigi ákvarðanir um orkumál á
sviði Evrópusambandsins, 37% telja
að ríkisstjórnir eigi að taka slíkar
ákvarðanir, 8% að sveitastjórnir
eigi að gera það og 7% höfðu ekki
skoðun á málinu.
Alvöru saumavélar
• Auðveld, ódýr og einföld tölvusaumavél
• Tölvuskjár einfaldar allar upplýsingar
• 5 hnappagöt
• Nálin uppi - nálin niðri stilling
• Innbyggður nálaþræðari
• 40 saumar, þar af 20 nytjasaumar
• Kappmell og þræðispor fyrir bútasaum
0 BC-2100 er ódýrasta tölvustýrða bútasaumsvélin
Pfaff 2056 * fullkomnasta bútasaumsvélin frá
• 207 nytja- bútasaums- og skrautsaumar
• Snertiskjár
• Spor fyrir spor forritun. Þú getur forritað bútasaumssporin
• Nálin uppi, nálin niðri, nauðsynlegt í bútasauminn
• Fóturinn lyftir sér sjálfkrafa þegar vélin stoppar
0 4 leturgerðir
• 9 gerðir hnappagata
• Hnélyfta. Báðar hendur verða frjálsar t.d. í quilteringu.
0 „Frjáls stungusaumur". Með einu handtaki er vélin tilbúin í frjálsa quilteringu
• 50 innbyggð minni
• Uppfæranlegt tölvukerfi
0 Yfirflytjari
í einu orði sagt,
stórkostleg vél
PFAFF
0"ml nm
I
PFAFF BORGÁRUÓS
Pfaff
pertoraan»ÍÉfc .
brother.
sr-
i*,sl,««
Mivm
Fagmenn og fuilkomin þjónusta
Grensásvegi 13-108 Reykjavík • Sími 414 0400 • www.pfaff.is