blaðið - 13.04.2006, Síða 4
4 I INNLENDAR FRÉTTIR
FIMMTUDAGUR 13. APRÍL 2006 blaöiö
www.expressferdir.is
FRIEDRICHSHAFEN
BODENSEE
Sumarfrí í barnvænu og
skemmtilegu umhverfi
VERÐDÆMI, 4 SAMAN í HÚSI
Ráðherra skipi séra Sigf ús
Sóknarbörn í Keflavíkurprestakalli afhentu í gær Birni Bjarnasyni, dóms- og kirkjumálaráðherra, undirskriftalista til stuðnings séra
Sigfúsi B. Ingvasyni, presti í Keflavíkurkirkju. Krefjast sóknarbörnin þess að ákvörðun meirihluta valnefndar, að mæla með séra Skúla
S. Ólafssyni í embætti sóknarprests, verði sniðgengin og að ráðherra skipi séra Sigfús I embættið. Undirskriftasöfnun lauk í gær og
höfðu þá tæplega 4.500 manns skrifað undir. A myndinni sjást forsvarsmenn undirskriftalistans í dóms- og kirkjumálaráðuneytinu
áður en þeir fóru á fund ráðherra.
TM vill kaupa
í Noregi
Tryggingamiðstöðin (TM) hefur
gert kauptilboð í norska trygginga-
félagið Nemi. Þetta kemur fram í til-
kynningu frá norsku kauphöllinni í
gær. Tilboðið hljóðar upp á rúma ío
milljarða íslenskra króna.
Þetta er í annað skiptið sem TM
gerir tilraun til að kaupa Nemi en í
fyrra skiptið fékkst ekki stuðningur
stjórnar fyrir kaupunum.
TM hefur nú þegar tryggt sér 68%
hlutabréfa í Nemi.
FL Group kaupir
svaladrykkja-
framleiðslu
FL Group hefur ásamt fjárfestum
undirritað samning um kaup á hol-
lenska drykkjarvörurframleiðand-
anum Refresco.
Heildarkaupverð er um 42 millj-
arðar króna en FL Group verður
stærsti hluthafi félagsins með 49%
eignarhlut. Meðal annarra fjárfesta
eru Vífilfell og helstu stjórnendur
Refresco.
Hjá Refresco starfa um 1.200
manns í fimm löndum en félagið er
annar stærsti framleiðandi ávaxta-
safa og svaladrykkja undir vöru-
merkjum verslana í Evrópu. Helstu
markaðssvæði félagsins eru Þýska-
land, Frakkland, Spánn, Portúgal,
Holland og Finnland.
Árið 2005 nam velta félagsins 55
milljörðum og var hagnaður félags-
ins fyrir fjármagnsliði og afskriftir
5,8 milljarðar króna.
Undrandi á kærunni
Jón Gerald kveðst hafa undrast kæru
Jóhannesar. „Baugsmenn segjast
Fljúgðu til Friedrichshafen og njóttu
lífsins við Bodensee. Express Ferðir
bjóða sumarhús og íbúðir á mjög
hagstæðu verði. Stutt til vinsælla
áfangastaða eins og Austurrikis, Sviss,
þýskra Alpabæja og svo er ferð um
Svartaskóg engu llk. Bodensee býður
upp á alls kyns afþreyingu, sjósklði,
róður, seglbrettaferðir og ferð um
vatnið þar sem fallegir smábæir eru
heimsóttir og komið við á blóma-
eyjunni Mainau. Frábært umhverfi og
allir finna eitthvað við sitt hæfi, golf,
skemmtilega garða, hjólaferðir o.fl. o.fl.
» Nánar á www.expressferdir.is
39.900 kr.
INNIFALIÐ: Rug, skattar og dvöl I
sumarhúsi I viku.
Verð á mann (Ibúð I þrjá daga miðað
við að fjórir séu saman 33.000 kr.
Express Ferðir, Grlmsbæ,
Efstalandi 26, slmi 5 900 100
Express Ferðir
r_A.. ..t. ..I.. 1 n.n. . I . . .. I n „ Cwn.m.n
Feróaskrifatofa I eigu lcelartd Exprese
Setuverkfalli
á öldrunar-
heimilum
frestað
Mbl.is | Fyrirhuguðu setuverk-
falli ófaglærðra starfsmanna
á öldrunarheimilum, sem átti
að hefjast 21. apríl að óbreyttu,
hefur verið frestað um sex daga,
eða til 27. apríl.
Þessi ákvörðun var tekin
eftir óformlegan fund fulltrúa
Eflingar og Samtaka fyrirtækja
í heilbrigðisþjónustu í gær. Álf-
heiður Bjarnadóttir, talsmaður
ófaglærðra starfsmanna, sagði
að vilji virðist vera fyrir að leysa
málið og rétt þætti að gefa samn-
ingamönnum vinnufrið til að
komast að niðurstöðu.
HEFILBEKKIR FYRIR SKÓLA
HEFILBEKKIR f BÍLSKÚRINN
HEFILBEKKIR Á VERKSTÆÐIÐ
Margar gerðir og útfærslur af hefilbekkjum
Ásborg
Smiðjuvegi 11,sími 5641212
Telur Jóhannes í Bónus
vilja þrýsta á Hæstarétt
Jón Gerald Sullenberger kveðst ekki hafa áhyggjur afkœru Jóhannesar Jónssonar um rangar
sakargiftir, en óttast að Baugsmenn reyni að hafa áhrifá Hæstarétt með henni.
Jón Gerald Sullenberger telur að
kæra Jóhannesar fónssonar í Bónus
á hendur sér vegna rangra sakar-
gifta í Baugsmálinu hafi það helst
að markmiði, að hafa áhrif á Hæsta-
rétt í meðferð málsins og þyrla ryki
í augu almennings. „Jóhannes lætur
eins og Baugsmálið hafi snúist
um innflutning á bílum, en
það snerist auðvitað um
allt aðra hluti. Bílainn-
flutningurinn var nán-
ast útúrdúr í því, en
honum hentar núna
að reyna að halda
öðru fram,“ segir
Jón Gerald í sam-
tali við Blaðið.
Sem kunnugt
er kærði Jóhannes
Jónsson í Bónus á
dögunum Jón Ger-
ald Sullenberger til
ríkissaksóknara fyrir
rangar sakargiftir, en
Jóhannes var sýknaður í
Baugsmálinu hinn 15. mars
af ákæru fyrir að koma sér
undan greiðslu tolla á innfluttum
bíl. Kæra Jóhannesar var send ríkis-
saksóknara fyrir síðustu helgi, en
ekki var frá henni greint fyrr en í
Fréttablaðinu á þriðjudag.
„Það er ekki rétt, sem Baugsmenn
hafa haldið fram, að ég hafi farið
með rangt mál eða fals,“ segir Jón
Gerald. „Rætur þessarar kæru er
þrjár: hefndarþorsti, þörf til þess að
drepa Baugsmálinu á dreif í augum
almennings og tilraun til þess að
hafa áhrif á Hæstarétt í málinu með
því að ráðast frekar á trúverðugleika
minn. Af því hef ég áhyggjur, en
ekki kæruefninu."
í öðru orðinu vera þreyttir á mála-
ferlunum og að umræðan skaði
fyrirtækið, en í
hinu orðinu kemur svo þessi kæra,
sem er auðvitað til þess helst fallin
að halda málinu lifandi. En það er
sjálfsagt að svara þessu - fyrir dómi
ef út í það fer - þó ég hefði haldið
að Jóhannes og Baugsmenn vildu
frekar að aðkoma hans að þessum
málum lægi í þagnargildi.“
Aðspurður telur Jón Ger-
ald að kæran sé á miklum
misskilningi byggð. „1
réttarríkinu ber borg-
aranum að gera við-
vart ef hann telur
að lögbrot hafi átt
sér stað. Rétt eins
og lögreglunni
ber skylda til
þess að rannsaka
réttmæti slíkra
ábendinga.“.
Minnir Jón Ger-
ald á að upphaf
Baugsmálsins hafi
snúið að margræddri
kreditnótu og rekstri
skemmtisnekkjunnar
Thee Viking í Flórída. „Það
var ekki fyrr en lögregluþjónar
komu hingað til Flórída að fara í
gegnum bókhaldið hjá mér, sem
þeir fengu áhuga á þessum bíla-
málum. I mínum huga voru þau al-
gert aukaatriði.“
Jón Gerald Sullenberger í
Héraðsdómi Reykjavíkur vlð
fyrirtöku Baugsmálsins.