blaðið - 13.04.2006, Page 16

blaðið - 13.04.2006, Page 16
FIMMTUDAGUR 13. APRÍL 2006 blaðið 16 I Lúter i náð vorrar frúar liðnu hausti að langþráður draumur rættist - Frúarkirkjan hafði verið endurreist í upphaflegri mynd og hlaut vígslu á ný við mikinn fögnuð allrar heimsbyggðarinnar, trúaðra sem trúlausra. Hvert mannsbarn í borginni Dresden hafði lagt fram sinn skerf. Grjótinu, sem hafði legið í óhirðu allt um kring öll þessi ár, var raðað saman stein fyrir stein, veggir voru hlaðnir, turnar reistir og djásnið fært aftur á sinn gamla FERÐASAGA BRYNDÍSAR VI.KAFLI Dresden liggur í humátt frá Berlín við ána Elbu norður af landamærum Tékklands, sem nú heitir. Og það er ekki á þá logið þar í borg. Þeir hafa aldeilis verið í tiltekt. Búnir að setja jarðýturnar á kommablokkirnar og í óðaönn að byggja upp úr rústunum. Borgin var sprengd í loft upp á síðustu dögum seinni heimsstyrj- aldarinnar. Ekki stóð steinn yfir steini. Miðborgin var gereyðilögð. Hundruðir manna leituðu vars í Frú- arkirkjunni sem gnæfði yfir aðrar byggingar í hjarta borgarinnar. Menn trúðu því statt og stöðugt að þessi tígulega kirkja væri Guði þókn- anleg og að henni yrði aldrei tortímt. Enda stóð hún af sér sprengingarnar sjálfar, en þegar eldurinn logaði allt um kring, varð hitinn frá brennandi húsum slíkur, að turninn, sem var úr eðalmálmi, bráðnaði og hrundi niður á kirkjugólfið yfir mannfjöld- ann, sem þar hafði leitað sér skjóls. Fólkið í kjallara kirkjunnar lifði hins vegar af. Svo liðu árin og aldrei voru nægir peningar til þess að reisa kirkjuna við, enda naut sú hugmynd varla velþóknunar yfirvalda í Austur- Þýskalandi. Það var ekki fyrr en á Dresden liggur i humátt frá Berlín við ána Elbu norður af landamærum Tékklands. Eftir góða máltíð á kránni handan við kirkjuna héldum við loksins ferðinni áfram suður á bóginn. stað innan kirkjudyra. Frúarkirkjan er ótrúlegt mannvirki í anda Baroks. Byggð á átjándu öld til dýrðar Lúter, hinum mikla andófsmanni og revisi- onist. Stytta af honum trónir á torg- inu framan við kirkjuna. (Gleymdi reyndar að spyrja hvort hún hefði staðið af sér ógnir heimsstyrjaldar- innar, eða hvort hún hefði líka verið endurreist.) En kirkjan er ekki bara fögur á að líta utan frá. Að innan er hún ótrú- leg töfraveröld - ofhlaðin, mundu margir segja, feneyskt rósaflúr i gulum og bleikum og bláum litum. Það er þessi mikla litadýrð og skraut uppi um alla veggi sem kemur á óvart. Maður á ekki því að venjast í kirkjum Lúterstrúarmanna. Kirkjan var full af fólki sem var langt að komið eins og við. Það streymdi inn eftir kirkjugólfinu gapandi af undrun og aðdáun. Allir voru glaðir og þakklátir, töluðu við sjálfan sig og brostu til ókunnugra. „Þvílíkt kraftaverk, kirkjan risin á ný - loks- ins. Guð sé lof og dýrð.“ Með Hitler á hælunum En það var ekki bara kirkjan sem hafði risið úr rústum. Allt í kring er verið að endurbyggja. Dresdenbúar ætla að hefja gömlu borgina sína til vegs og virðingar á ný. Allt á að verða eins og það var. Þeir ætla að endurreisa miðaldirnar. Þennan dag í Dresden varð mér oft hugsað til hennar frú Hertu Le- ósson, sem var prófdómarinn minn þegar ég kenndi frönsku á ísafirði í gamla daga. Herta var verðugur fulltrúi þýskrar hámenningar. Hún var hefðarkona í orðsins fyllstu merkingu, fædd í Leipzig, sem er ná- grannaborg Dresden. Herta talaði oft við mig um föðurland sitt, hinar stórkostlegu borgir, sem hýstu glæsi- legustumenningarseturEvrópuþess tíma. Hún var prófessorsdóttir sem lét fallerast fyrir íslenskum gagn- fræðaskólakennara og fluttist með honum á útkjálka veraldar, þar sem ekki sér til sólar mánuðum saman. Þrátt fyrir það gleymdi frú Herta aldrei uppruna sínum. Mið-Evrópu- kona, menntuð fram í fingurgóma, sem bar fram kaffi í kínverskum postulínsbollum og sjerrí í kristals- glösum frá Bæheimi. Hún átti líka rauðvínsglös og hvítvínsglös og kon- íaksglös, silfurborðbúnað og dam- askdúka. Þegar hún loksins játaðist gagnfræðaskólakennaranum frá Isafirði á sínum tíma var hún leyst út með ríkulegum heimanmundi. Fimmtíu koffort fylgdu henni um borð í fraktskipið, sem hún sigldi með frá Hamborg snemma á fjórða áratugnum. Frú Herta kenndi bæði frönsku, þýsku og ensku á ísafirði, með Hitler á hælunum. Frú Herta fór aldrei úr húsi nema með hatt og hanska, eins og hefðarkonu sæmdi. Hugurinn var alltaf heima, þó að Isafjörður yrði hennar heimili. Ég kynntist Hertu vel á ísafjarðarárum mínum, því að hún var bæði ráða- góð og skemmtileg. Algerir töffarar Eftir góða máltíð á kránni handan við kirkjuna héldum við loksins ferðinni áfram suður á bóginn. Við ætluðum að ná fyrir nóttina til höf- uðborgar Tékklands, Prag. Við byrj- uðum á því að villast, því að okkur var vísað á einhverjar hjágötur, sem lágu bara út í buskann, að okkur fannst. Hvar voru hinar rómuðu hraðbrautir Þýskalands? Mjóir sveitavegir hlykkjuðust upp og niður hlíðar og voru stórhættulegir fyrir þunga umferð í myrkri og þoku. Okkur var sagt seinna að verið væri að bora í gegnum fjallið fyrir nýjum göngum milli landa. Við vorum bara heldur snemma á ferðinni. Nema hvað umferðin gerðist æ þyngri og ógnvænlegri. Þúsundir flutninga- bíla héngu hver aftan í öðrum, gáfu enga sjansa og flautuðu illyrmislega, ef maður gerðist svo djarfur að taka fram úr. Við landamærin var hver einasti trukkur stöðvaður, grand- skoðaður og gegnumlýstur. Röðin var endalaus. Framundan var löng bið. Vesalings bílstjórarnir þurftu að sýna mikla þolinmæði, en þeir voru greinilega öllu vanir. Algerir töffarar. Ég reyndi að skyggnast bak við bílrúður, upplifa andlit þeirra í myrkrinu, en þeir sátu svo hátt uppi og runnu svo hratt hjá. Fólksbílum var hleypt í gegn án mikillar fyrirstöðu. Aður en við vissum af, vorum við á hraðleið til Prag. Bryndís Schram disschram@yahoo.com - ráðstefi/u* z±. crprCL zloog? Sumarhúsið og garðurinn efnir til ráðstefnu í samvinnu við Landlæknisembættið föstudag- inn 21. aprfl kl 8.15 -12.15 í ráðstefnusal Laugadalshallarinnar. Ab lokinni rábstefnunni er þátttakendum bobið á hátíðlega opnun sýningarinnar Sumar 2006 í Laugardalshöll sem Sigríður Anna Þórbardóttir umhverfisrábherra mun setja meb formlegum hætti. 08.15-08.25 08.25 - 08.40 08.40 - 09.50 09.50-10.10 10.10-10.50 11.00- 11.40 11.45-12.00 12.05-12:15 Setning: Aubur I. Ottesen framkv.stj. Sumarhúsib og garðurinn ehf Náttúra, heilsa og gróbur - Anna María Pálsdóttir, garðyrkjusérfræbingur Heilsugarbar á sjúkrahúsum - Clare Cooper-Marcus, landslagsarkitekt Kaffihlé Heilsa og endurnæring - Anna Bengtsson, landslagsarkitekt Heilsugarburinn í Alnarp - Liselott Lindfors, landslagsverkfræbingur Áhrif umhverfis á vellíban barna - Kristín Þorleifsdóttir, landslagsarkitekt Lokaorb - Anna Björg Aradóttir, yfirhjúkrunarfræbingur landlæknisembættisins Fyrirlestrar Clare Cooper-Marcus, Anna Bengtsson og Liselott Lindfors verða túlkaðir. Ráðstefnugjald kr. 6.500 Skráning þátttakenda er í síma 586 8003 eða í tölvupósti audur@rit.is fyrir 19. apríl. Fyrirlesarar Clarc Coopcr-Marcus prófcssor emerlta vib arkitekta- og landslagsarkltektadeildina viö Berkleyháskóla í Kaliforníu. aAnna Bengtsson er landslags- arkitekt og doktorsnemi viö Landbúnaöarháskólann í Alnarp. Sérsviö Önnu eru rannsóknir á umhverfi vió ■ Anna Muríu Pálsdótt ir Anna María I’álsdóttir, garóyrkjusérfræöingur er meö B.Sc. gráöu í garöyrkju. Stundar mastcrsnámi viö landslagsarkitektadeild Land- búnaöarháskólann í Alnarp i faginu náttúra heilsa oggaröur. Kristín Porlcifsdóttir Kristín Þorleifsdóttir er landslagsarkitekt í doktorsnámi og mun verja doktorsritgerö sína í sumar frá North Carolina State University. Lisciott Lindfors Liselott Lindfors er landslags- verkfræöingur og endurhæf- ingarfulltrúi í heilsugaröinum í Alnarp. Sumarhúsib og garburinn Siöumúla 15, 108 Reykjavík Sími 586 8003, rit@rit.is

x

blaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.