blaðið - 13.04.2006, Blaðsíða 28
28 I VIKAN
FIMMTUDAGUR 13. APRÍL 2006 blaöiö
Vikan í máli og myndum
Það bar margt til tíðinda úti í hinum stóra heimi í vikunni. Vík-
ingar gerðu strandhögg í London til að vekja athygli á fjáröflunar-
átaki sínufyrirgötubörn íBrasilíu. íbúar Peking biðu óþreyjufullir
eftir opnun nýrrar Ikea-verslunar á meðan annars staðar í landinu
olli sandfok mörgum bóndanum búsifjum. Á Taílandi héldu menn
upp á Songkran-hátíðina og hjá kristnum mönnum um allan heim
stóð undirbúningur páskahátíðarinnar sem hœst.
Livingstone bregður á leik
Reulers
Ken Livingstone, borgarstjóri London, með lifverði á sýningu um borgina sem sett
hefur verið upp i Peking. Sýningunni er ætlað að veita kínverskum gestum innsýn í lífið
í höfuðborg Breta.
,
Sandfok í Kína
Heuters
Sandfok olli mörgum búsifjum í sumum héruðum Kína i upphafi vikunnar. Hér sést bóndi í Minqin-héraði brjótast í gegnum sandfokið
ásamt ösnum sínum tveimur.
Mótmæli í Manama
Reuters
fbúi í Bahrein heldur mynd af fööur sínum á lofti við mótmæli í Manama. Maðurinn
krefst þess að faðir hans verði látinn laus úr haldi en hann var handtekinn af yfirvöldum
í óeirðum í síðasta mánuði. Um 200 manns héldu friðsamlegan mótmælafund í borginni
ámánudag.
Síungur bangsi
Tuskubangsinn sívinsæli Bangsímon fagn-
aði 80 ára afmæli sínu í vikunni og fékk
af því tilefni stjörnu á gangstétt fræga
fólksins i Hollywood.
Reuters
Víkingar í London
Þessi vígalegi víkingur tók þátt í fjáröflunarsamkomu í miðborg London fyrr í vikunni.
Víkingurinn og félagar hans hyggjast í byrjun júní sigla yfir Ermasund á eftirlíkingu af
víkingaskipi til að safna fé fyrir götubörn í Brasilíu.
Ahmadinejad í ham
Mahmoud Ahmadinejad, forseti frans, ávarpar ættingja hermanna sem féllu f strfðinu
við fraka sem geisaði frá 1980 til 1988 í borginni Mashad. íranir greindu frá þvi í vikunni
að þeim hefði tekist að auðga úran.
' ± -■ i ■' ^
í.l 'X-
L .
Ur glugganum
Reuters
Gusugangur
Reuters
Kona f Srinagar f Kasmír fylgist með skrúðgöngu sem var hluti af Eid-e-Milad hátfðinni á
þriðjudag. Hátfðin er haldin f tilefni af fæðingardegi Múhameðs spámanns.
Þessi ffll dreifði vatni yfirfólk á hinni árlegu Songkran-hátfð f Ayutthaya-héraði íTailandi en hátiðin markar upphaf nýs árs samkvæmt
gömlu tímatali.