blaðið - 13.04.2006, Page 32
32 I UNGA FÓLKIÐ
FIMMTUDAGUR 13. APRÍL 2006 blaðið
Skemmtun í háloftunum
Adrenalíngarðurinn vinsæll hjáfólki á öllum aldri
Karl Ingólfsson, rekstrarstjóri adr-
enalin.is, segir Adrenalingarðinn
opinn allan ársins hring fyrir fyir-
frambókaða hópa en lágmarksstærð
hópa eru 6 manns.
„Ef það er laust er unnt að bóka
með nokkurra klukkustunda fyrir-
vara þannig að starfsfólk komist á
staðinn en garðurinn er staðsettur
á Nesjavöllum um 40 km frá Reykja-
vík. Garðurinn var opnaður seinni-
part síðasta sumars og hefur þátt-
takan verið mjög góð,“ en þess má
geta að Adrenalíngarðurinn fékk
Nýsköpunarverðlaun ferðaþjónust-
unnar á síðasta ári. „Fólk á öllum
aldri kemur í garðinn. Við höfum
m.a. fengið hópa úr grunn- og fram-
haldsskólum. Adrenalíngarðurinn
leggur mikið upp úr öryggi og hefur
fengið Evrópuvottað gæðakerfi."
Karl segir að í garðinum sé keyrð
dagskrá sem tekur 2 klst en hún
kostar 4.900 krónur. í þessari dag-
skrá er farið í hluta Adrenalíngarðs-
ins sem inniheldurþrautaklifur, risa-
rólu og staur. Staurinn er 8 metra
hár og er takmarkið að standa upp-
réttur efst á staurnum og stökkva af
honum út í loftið. í adrenalínpakk-
anum er það framantalda en við
bætist háloftabraut sem er þrauta-
braut eftir slám, köðlum og brúm í
10 metra hæð og kostar adraenalín-
pakkinn 6.900 krónur en 5.900 fyrir
hópa yfir 20 manns. I hluta braut-
arinnar er aldurstakmark 14 ára og
hæðartakmark 150 cm.
Á adrenalin.is er hægt að fá upplýs-
ingar um garðinn en einnig er hægt
að sækja um hellaferðir þar sem
farið er í hella á Bláfjallasvæðinu og
Gjábakkahrauni með leiðsögn. „Þá
eru í boði ratleikir á Þingvöllum og
í Laugardal en það hefur verið vin-
sælt hjá fyrirtækjahópum og öðrum
sem vilja gera sér glaðan dag.“
hugrun@bladid.net
Það getur verið fjör í háloftunum eins og myndin sýnir.
Uefðui ðetn
uiau
nið úti
flott saman
á nóríflal
f engu ser
Silikonl
Arshatið Simans
Fjor 1 frumskoginum!
EKKI
Búast má við glæsilegum tilþrifum
snjóbrettakappa á Bigjump-snjó-
brettamótinu á hafnasvæðinu
í (safirði að kvöldi föstudagsins langa.
Big-jump mót
á Isafirði
Svokallað Big-jump-snjóbretta-
mót verður haldið á hafnarsvæð-
inu á ísafirði á morgun, föstu-
daginn langa. Gámum verður
staflað upp og byggð verður
renna niður af þeim þar sem
snjó verður mokað yfir. Munu
snjóbrettakapparnir geta leikið
þar listir sínar. I tilkynningu frá
mótshöldurum segir að þetta
sé svipað fyrirkomulag og hafi
verið notað á snjóbrettahátíð-
inni Ak-extreme á Akureyri.
Mótið verður haldið að kvöldi
til og lofa mótshaldarar miklu
fjöri og góðri skemmtun fyrir
alla fjölskylduna. Hljómsveitin
Noise mun leika fyrir þátttak-
endur og áhorfendur og gam-
alreyndir skíðakappar munu
jafnvel láta á reyna að stökkva af
pallinum. Mótið hefst kl. 20 og
er því tilvalið að fólk skelli sér
á höfnina til að sjá brettafólkið
hoppa og skoppa.
Allir hvattir til að taka þátt
Allt brettafólk, strákar jafnt sem
stelpur, er hvatt til að mæta og
taka þátt í mótinu. Hægt er að
skrá sig með þvi að senda sms
með nafni, kennitölu og síma-
númeri (ef það er ekki það sama
og sendanda) í síma 866-9638.
. Nánari upplýsingar eru að
finna á www.skidavikan.is sem
og frekari dagskrá skiðavik-
unnar á ísafirði, t.d. rokkhátíð-
ina Aldrei fór ég suður.
blaóió