blaðið - 13.04.2006, Page 40
40 I ÞRAUTIR
FIMMTUDAGUR 13. APRÍL 2006 blaöiö
SU DOKU - LEIÐBEININGAR
Su Doku þrautin snýst um að raða tölunum frá 1-9
lárétt og lóörétt í reitina, þannig að hver tala komi
ekki nema einu sinni fyrir í hverri línu, hvort sem er
lárétt eða lóðrétt. Sömu tölu má aukin heldur aðeins
nota einu sinni innan hvers níu reita fylkis. Unnt er að
leysa þrautina út frá þeim tölum, sem upp eru geínar.
VERÐLAUNA SU DOKU HELGARINNAR
Við drögum svo út skemmtilegt Su Doku
tölvuspil á fimmtudaginn klukkan 16:00
X
Su Doku handtölva ■»
með 91 mm LCD skjá |
Klipptu út og sendu okkur réttu lausnirnar
ásamt upplýsingum. Heimilisfangið er:
Blaðið / Su Doku
Bæjarlind 14-16
201 Kópavogi
Klippið hér
Nafn ____________________________
Heimilisfang ___________________________
Sími/Gsm ______________________________
Netfang _____________________________
7 6 4 3
4 9
2 3 5 4 7
4 5 6
9 7 2 5
8 9 1
6 3 4 9
2 6 8
3 7
6 9 4 8
1 4
9 2 8 7 1
1 4 3
7 3
3 8 9 6
4 7 5
4 1 5
1 2
2 6 4 9
9 5 7 3 4
3 4 6
4 8 1
1 7 5 9 4
5 6 7
4 8 2 6
6 7 3
6 9 3 7 1
7 1 2 8 5
6
8 6
3 7 4 5
9 6
8 6 7 1 3 4
3 5 1
6 9
SHDP IS ©6610015
BlaSil/Steinar llugi
Viðar Þorsteinsson, útgáfustjóri bókaútgáfunnar Nýhils, segir að hægt sé að selja Ijóðabækur á fslandi. Nýhil-útgáfan stefnir á opnun bókaverslunar sem leggur megináherslu á
Ijóðabækur á næstu vikum.
Ljóð seljast víst
Það er skammt stórra högga á milli
hjá Nýhil-útgáfunni. Á dögunum
efndi hún til samkeppni um ömur-
legasta ljóðið á íslandi sem vakti
meiri athygli en aðstandendur
þorðu að vona og á næstu vikum
hyggst hún opna bókaverslun þar
sem megináherslan verður lögð á
ljóðabækur. Viðar Þorsteinsson, út-
gáfustjóri Nýhils, segir að útgáfunni
hafi boðist afnot af rými í húsnæði
Smekkleysu á Laugavegi og þar verði
bækistöðvar hennar.
„Þetta verður staður þar sem hægt
verður að nálgast á einum stað allt
sem hefur komið út hjá Nýhil en við
ætlum líka að reyna að bjóða upp
á það sem er nýtt og ferskt í alþjóð-
legri ijóðagerð í bland við klassískt
efni. Við ætlum að panta titla er-
lendis frá og vera einnig með það
sem okkur finnst vera góðar ljóða-
bækur sem hafa komið út á íslensku,"
segir Viðar en bætir við að ekki sé
þó ætlunin að fara að selja notaðar
ljóðabækur. „Við viljum endilega
fá lagera sem kunna að vera til ein-
hvers staðar af sjálfútgefnu efni
og öðru sem er orðið fágætt," segir
hann. Þeir sem eru áhugasamir um
að selja ljóðabækur sínar eða önnur
verk hjá Nýhil geta haft samband
við Viðar gegnum netfangið nyhil@
nyhil.org.
Upplestrar og aðrar uppákomur
Ljóðabækur eru lítt áberandi í hefð-
bundnum bókaverslunum hér á
landi og oft er talað um að þær seljist
illa. Viðar segist engu að síður vera
vongóður um að hægt sé að reka
verslun þar sem aðaláherslan verður
lögð á þennan geira bókmennta.
„Okkar reynsla er sú að það sé alveg
hægt að selja ljóðabækur. Það er svo-
lítið „trikkí“ enda selja þær sig ekki
sjálfar. Við viljum halda áfram sókn
ljóðsins og þetta er liður í því,“ segir
hann.
Auk þess að reka verslun mun Ný-
hil-útgáfan standa að ýmsum uppá-
komum svo sem ljóðaupplestrum í
versluninni sem til stendur að opna
innan skamms. Um líkt leyti koma
út bækur í bókaflokki útgáfunnar
sem ber yfirskriftina Norrænar bók-
mennt ir og verður haldin vegleg opn-
unarhátíð af því tilefni.
Galakvöld í
Gullhömrum
Óperukór Hafnarfjarðar heldur sitt
árlega Galakvöld í Gullhömrum í
Grafarholti að kvöldi síðasta vetrar-
dags 19. apríl. Húsið verður opnað
með fordrykk kl. 19 og hefst dagskrá
um klukkutíma síðar.
Boðið verður upp á þriggja rétta
hátíðarkvöldverð og er Órn Árnason
leikari, skemmtikraftur og söngvari
veislustjór. Elín Ósk Óskarsdóttir
stjórnar kórnum að vanda og meðal
þeirra sem koma fram má nefna Jó-
hann Friðgeir Valdimarsson, Peter
Maté, Örn Árnason, Margréti Grét-
arsdóttur, Svönu Berglindi Karls-
dóttur og Hörn Hrafnsdóttur auk
dansara úr Dansíþróttafélagi Hafn-
arfjarðar. Salonhljómsveit Sigurðar
Snorrasonar leikur undir söng
og leiðir veislugesti síðan áfram í
ljúfan vínardansleik fram til kl 1.30
eftir að formlegri dagskrá er lokið.
Samkvæmisklæðnaður er áskil-
inn. Miðaverð er 6000 krónur en
5500 á mann fyrir tíu manna hópa
eða stærri. Forsala miða fer fram í
Bókasafni Hafnarfjarðar, Bókasafni
Kópavogs, Tónastöðinni Skipholti
og Listhári í Listhúsinu í Laugardal.
Nánari upplýsingar má nálgast á
heimasíðu óperukórsins: www.op-
erukor.is.
Starfsafmæli Elínar Óskar
Þann 6. maí næstkomandi mun
kórinn síðan fagna 20 ára starfsaf-
mæli Elínar Óskar Óskarsdóttur
óperusöngkonu og stjórnanda síns
með óperutónleikum í Langholts-
kirkju. Auk Elínar Óskar koma þar
fram Þorgeir J. Andrésson tenór, Jó-
hann Friðgeir Valdimarsson tenór,
Bergþór Pálsson baritón, Kjartan Ól-
afsson baritón ásamt einsöngvurum
úr röðum kórfélaga í Óperukór
Hafnarfjarðar. Karlakórinn Stefnir
tekur einnig þátt í dagskránni og
stjórnandi verður Kurt Kopecky.