blaðið - 13.04.2006, Side 46

blaðið - 13.04.2006, Side 46
46 I FÓLK FIMMTUDAGUR 13. APRÍL 2006 blaðiö HUGARLEIKFIMI I STRÆTÓ Smáborgarinn er gamaidags og hefur aldrei séö ástæðu til aö taka bílpróf. Ástæðan er ekki bara sú að honum þykja bílar Ijótir og vill helst ferðast um í hest- vagni alla daga. Þarna kemur líka til að Smáborgarinn er oft viðutan og veitir umhverfi sínu þá litla athygli. Hann veit af hyggjuviti sínu að honum væri ekki treystandi fyrir bílprófi. Einn daginn þeg- ar hann væri við stýri myndi hann vera [ einum af mörgum draumóraleikjum sínum, til dæmis ímyndandi sér að hann væri að taka við orðu frá Elísabetu Breta- drottningu. Og þá myndi hann keyra á og sennilega ekki bara skaða sjálfan sig held- ur einnig aðra. Það vill Smáborgarinn alls ekkigera. Af ofantöldum ástæðum verður Smá- borgarinn að nýta sér strætisvagna borg- arinnar. Það var erfitt hér á árum áður því vagnarnir voru troðfullir af skólakrökk- um, vinnulúnu fólki og ellilífeyrisþegum. Smáborgarinn var sífellt að standa upp til að láta öðrum eftir sæti sitt, eins og mamma hans hafði brýnt fyrir honum allt frá því hann fór að geta farið ferða sinna einn. Smáborgarinn stóð því yfir- leitt í vagninum ásamt skólakrökkunum sem æptu upp í eyrað á honum. Smáborg- aranum fannst óneitanlega að hann ætti betra skilið. Nú er öldin önnur. Smáborgarinn ferðast enn með strætó en nú er hann svo að segja eini farþeginn. Einstaka innflytjandi slæðist inn í vagninn og stundum sjást þar skólakrakkar. Þetta er þó aldrei stór hópur, í mesta lagi fimm til sex manns. Það er því róleg stemmning í strætó alla daga. Smáborgaranum finnst næstum því eins og hann sé með eigin bílstjóra. Það er alveg ágætis tilfinning. Ekki er verra að Smáborgarinn getur leyft sér, í þær 8o mínútur sem hann eyðir að meðaltali í strætisvagnaferðir á dag, að stunda ævintýralega hugarleikfimi sem skaðar engan. Stundum er hann aðals- kona á 19. öld sem hefur ekkert annað að gera en að velja úr biðlum og á erfiðari stundum er hann í fangabúðum í óku nnu landi að reyna að halda Iffi á stað sem er helvíti. Smáborgarinn lærir ákaflega margt af þessum (mynduðu aðstæðum. Þegar hann loks stígur út úr stætó er hann sannarlega orðinn reynslunni ríkari og fullkomlega sáttur við að vera í hlutverki blaðamanns sem situr mest allan daginn við skrifborð og tekur við upplýsingum frá öðrum. HVAÐ FINNST ÞÉR? Þorvaldur Bjarni Þorvaldsson, tónlistarmaður. Hvernig bæjarstjóri yrði Eyþór Arnalds? „Hann er náttúrlega svo djöfull skarpur og duglegur að hann á án efa eftir að taka á málum með miklum myndugleik. Verði þetta niðurstaðan þá er Eyþór svo heill í öllu sem hann tekur sér fyrir hendur að hann á örugglega eftir að koma með fullt af hugmyndum sem munu efla þetta byggðarlag til muna.“ Samkvæmt könnun Félagsvísindastofnunar fær Sjálfstæðisflokkurinn hreinan meirihluta í Árborg í komandi kosningum. Eyþór Arnalds, félagi Þorvalds í hljómsveitinni Todmobile, er bæjarstjóraefni flokksins. Tailenskur drengur í vatnsslag við ferðamann í Taílandi á Songkran hátíðinni sem haldin er til að fagna nýju ári í landinu. Vatninu er ætlað að skola burtu ólukku fyrri ára. Fjölmargir ferðamenn taka þátt í hátíðarhöldunum á ári hverju. Kona fær yfir sig vatnsgusu frá taílenskum dreng í Bangkok. Til hægri sjást fílar skola ólukkuna af dreng í Ayutthaya héraði á Taílandi. Passíusálmarnir í Hallgrímskirkju Sú hefð hefur skap- ast að einn eða fleiri lesarar flytji alla Passíusálma Hall- gríms Péturssonar í Hallgrímskirkju á föstudaginn langa og verður svo einnig að þessu sinni. List- vinafélag Hallgríms- kirkju hefur fengið Gunnar Eyjólfsson, leikara, til þess að hafa umsjón með lestrinum og hefur hann fengið til liðs við sig valinkunna leikara. Lesturinn hefst kl. 13 að undangengn- um orgelleik Harðar Áskelssonar og Björns Steinars Sól- bergssonar. Þrisvar verður gert hlé á lestrinum og flutt tónlist tengd föst- unni. Fyrsta hléið verður eftir lestur 14. sálms, annað hléið eftir lestur 25. sálms og þriðja hléið eftir lestur 39. sálms. Hörður Áskels- son og Björn Steinar Sólbergsson leika þá m.a. orgelforleiki eft- ir J. S. Bach og Auður Guðjohnsen mezzo- sópran syngur aríu úr Mattheusarpassíu eftir Bach. Leikararnir sem lesa eru: Sigurður Skúlason, Edda Þórarinsdóttir, Jóhann Sigurðarson, Guðrún Þ. Stephen- sen.ErlingurGíslason, Þóra Friðriksdóttir, Baldvin Halldórsson, Róbert Arnfinnsson, Lilja Guðrún Þor- valdsdóttir, Sigþór Albert Heimis- son, Kristbjörg Kjeld, Eggert Kaaber, Herdís Þorvaldsdóttir, Jóna Guðrún Jónsdóttir, Helga E. Jónsdóttir, Stein- dór Hjörleifsson, Ragnheiður Stein- dórsdóttir og Gunnar Eyjólfsson. Gunnar Eyjólfsson hefur umsjón með lestri Passíusálmanna í Hall- grímskirkju á föstudaginn langa. eftir Jim Unger 6-25 © Jlm Unger/dist by Unlted Media, 2001 Ég veit ekki hvað þetta var, en það sem skepnan gat hlaupið! HEYRST HEFUR. Mý skoðanakönnun, sem gerð var fyrir NFS i Árborg, bendir til þess að Sjálfstæðis- flokkurinn hafi tvöfaldað fylgi sitt í Árborg frá síðustu sveit- arstjórnarkosningum og næði hreinum meirihluta. Á hinn bóginn má tal um fylgishrun Samfylkingarinnar úr liðlega 40% í 20% og framsókn minnkar um þriðjung úr 28% í 18%. Þykir mönnum sem Eyþór Arnalds hafi náð að stimpla sig inn með eftirminni- legri hætti en dæmi séu um í íslenskum stjórnmálum á undanliðn- um árum. Langt er þó enn til kosninga og engan veg- inn víst að úrslit þeirra verði í samræmi við þessa könnun. Hún þykir þó til marks um megna óánægju með núverandi meirihluta í sveitarfélaginu og vandséð hverjir aðrir ættu að græða á því. Annars er Eyþór heitur á fleiri vígstöðvum, því á miðnætti á föstudaginn langa treður hann upp ásamt Todmo- bile í Vestmannaeyjum, en sú fornfræga hljómsveit er einmitt nýbúin að bóka sig á Þjóðhátíð í Eyjum í sumar... Pjóðarhreyfing þeirra Ólafs Hannibalssonar og Hans Kristjáns Árnasonar hefur blás- ið í herlúðra í aðdraganda sveit- arstjórnakosn- inga og vill hvetja stjórn- málaflokkana til þess að láta ljósvakamiðl- ana eiga sig í komandi kosn- ingabaráttu, en þeir félagar hafa miklar áhyggjur af fjármögn- un stjórnmálabaráttu og telja brýnt að stilla fjáraustrinum í hóf. Aðrir segja á hinn bóg- inn vandasamt erfitt að heyja stjórnmálabaráttu með öðrum hætti, stjórnmálafundir séu löngu fyrir bí og sjónvarpsaug- lýsingar séu best til þess fallnar að tendra pólitískan áhuga hjá þjóðinni. Þá má rifja upp að Þjóðarhreyfingin á einmitt ræt- ur að rekja til stjórnmálabaráttu með auglýsingum, en hún fólst í auglýsingarbirtingu í New York Times þar sem áréttuð var and- staða stórs hluta íslensku þjóðar- innar við hernað í írak... m IKauphöllinni er helsta ráðgát- an þessa dagana hvað vakir fyrir Baugsmönnum með stór- kaupum í Dagsbrún, sem Gunn- ar Smári Egilsson veitir forstöðu. Baugur er nú beint skráður fyrir 36,26% hlutafjár í fé- laginu. Sumir telja að þetta kunni að tengj- ast fyrirhugaðri lagasetningu um fjölmiðla með einhverjum óútskýrðum hætti, en aðrir hafa velt upp þeirri spurningu hvort Baugur vilji einfaldlega taka félagið yfir og afskrá það úr Kauphöllinni. En einhverra fregna er sjálfsagt að vænta, því i gær var boðað til hluthafafundar Dagsbrúnar hinn 24. apríl, en fyrir honum liggja m.a. tvær tillögur um hlutafjáraukningu, annars veg- ar 413 milljóna aukning vegna kaupanna í Kögun, en síðan 1,45 milljarða aukning vegna sam- runa eða yfirtöku á öðrum félög- um. Síðan bíða menn spenntir eftir þriggja mánaða uppgjöri Dagsbrúnar hinn 9. maí...

x

blaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.