blaðið - 29.07.2006, Síða 2

blaðið - 29.07.2006, Síða 2
2 I FRÉTTIR LAUGARDAGUR 29. JÚLÍ 2006 blaöiö blaóiðu= Hádegismóum 2,110 Reykjavík Sími: 510 3700* www.vbl.is FRÉTTASÍMI: 510 3799 netfang: frettir@ bladid.net AUGLÝSINGADEILD: 510 3744 netfang: auglysingar@bladid.net Arngrímur Jóhannsson, skat- takóngur 2006. Arngrímur Jóhannsson: Greiðir 171 milljón í skatt Arngrímur Jóhannsson, flugstjóri og stofnandi flugfélagsins Atlanta er skattakóngur íslands í ár. Skattayfirvöld gáfu í gær út lista yfir þá sem greiddu hæstu opinberu gjöldin á síðasta ári og samkvæmt honum greiddi Arngrímur tæpa 171 milljón króna í skatta. Næstur kom Ármann Ármannsson, útgerðarmaður í Reykjavík, með 161 milljón króna og í þriðja sæti Aðalsteinn Karlsson, forstjóri í Reykjavík, með 133 milljónir. Hreiðar Már Sigurðsson, bankastjóri KB banka, var þriðji í Reykjavík með rúmar 110 milljónir og þá kom Sigurður Helgason, fyrrverandi forstjóri Flugleiða, með rúmar 92 milljónir. Jón Ásgeir Jóhannesson er áttundi hæsti í Reykjavik með 75 milljónir og þá var Björgúlfur Guðmundsson í fjórtánda sæti en hann greiddi rúmar 56 milljónir í skatta. Efst kvenna var Ingunn Gyða Wernersdóttir en hún var sjöundi hæsti skattgreiðandi í Reykjavík með tæpar 84 milljónir í skatta. Talsmaður fanga: Fangarnir fari til félagsmálaráðuneytis ■ Vill opna fangelsin ■ Fleiri í öryggisgæslu en í Bándaríkjunum Eftir Atla (sleifsson „Ef fólk er ósátt við það að menn með alvarleg afbrot á bakinu séu úti í samfélaginu þá verður að fjölga meðferðarúrræðum og fangarýmum. Ef fólk er hins vegar sátt við það þá skiptir þetta á hinn bóginn engu máli,“ segir Atli Helga- son, talsmaður fanga, í samtali við Blaðið. Öll fangelsi landsins eru yf- irfull og Hegningarhúsið við Skóla- vörðustíg er á undanþágum frá ýmsum skilyrðum starfsleyfisins. Að sögn Atla er aðbúnaðurinn sem snýr að föngunum sjálfum, svo sem klefar, matur og fleira, í góðu lagi. „Sáþáttur er alveg viðundandi. Þátturinn sem snýr að umhverfinu er hins vegar ekki í lagi. Mér skilst að Fangelsismálastofnun leggi mikla áherslu á fjölskyldustefnu, en aðgangur fanga að fjölskyldum er fráleitur.“ Atli segir að ef verið sé að hugsa um betrun í fangelsum, þá verði að opna fangelsin. „Hlutfall fanga í ör- yggisfangelsum er hærra á lslandi en í Bandaríkjunum. Það er ástæða fyrir því að menn koma kolvitlausir út eftir fangelsisvist og að síbrota- tíðnin er svona há. Málefni fanga eiga að heyra undir félagsmálaráð- herra, en ekki dómsmálaráðherra. Vissulega hafa fangelsismálin með dómsmál að gera, en málefni fanga eru félagsleg eðlis. Ef fangels- ismálin yrðu flutt um set, myndi fyrst einhver árangur nást.“ Mikið hefur verið rætt um að fjölga þurfi meðferðarúrræðum - . 4, \ og Atli tekur heilshugar undir það. „Fangelsi eru ekki flokkuð eftir því hvort að sé girðing eða ljóskastari. Hegningarhúsið Skólavörðustíg Eftirlitsnefnd á vegum Evrópuráðsins hefur gagnrýnt hvernig staðið er að ■siuvarðhaidi. Fangaklefi Talsmaður fanga á Litla-Hrauni segir öryggisstig fangelsis vera í raun flokkað eftir aðgengi að samfélaginu.. Öryggisstig fangelsis er flokkað eftir aðgengi að samfélaginu. Þegar fangar fá markmið til að keppa að, þá eru þeir komnir með hlutverk í lífinu og líklegra er að þeir snúi við blaðinu,“ segir Atli. Eftirlitsnefnd á vegum Evrópu- ráðsins hefur gagnrýnt þá tilhögun að vista gæsluvarðhaldsfanga og afplánunarfanga á sama stað. „Þeir hafa bent á þetta síðan 1997. Mér finnst nauðsynlegt að gæslu- varðhaldsfangelsi sé í grennd við Reykjavík. Ég hugsa hins vegar að þetta muni ekki breytast. Þá má vel vera að grunnurinn verði lagður að nýju fangelsi, en þetta mun stoppa einhvers staðar á leiðinni. Það gerir það alltaf, því niðurskurður og sparnaður bitnar ávallt á svona hlutum," segir Atli að lokum. atlii@bladid.net Fréttavikan Hvað bar hæst? Dagný Jónsdóttir, þingmaður Það er trukkurinn sem fór út af veg- inum í Ljósavatnsskarðinu. Þetta fær mann til að hugsa um öryggi á vegunum og hvers vegna í ósköp- unum strandsiglingar lögðust af. Maður keyrir mikið um á vegunum og mætir þessum trukkum víða og vegimir eru ekki mjög breiðir alls staðar. Helga Thorberg, Blómadrottning Ég er nýbökuð'amma og er búin að vera í sæluvímu alla vikuna. Ég fékk litla stelpu og þetta var mitt fyrsta barnabarn. Nú þarf ég ekki bara að tala við blómin. Ég er búin að biðja hana um að flýta sér að stækka því að við höfum um svo margt að ræða. Gfsli Einarsson, sjónvarpsmaður Það sem bar hæst í vikunni var að ekkert bar hæst, eins og svo oft á þessum árstíma. Ef maður ætti að týna eitthvað til þá er það slysið í Ljósavatnsskarði þar sem olíuflutningabíllinn keyrði út af og umræðan sem spratt upp í kjölfar þess varðandi öryggi I jarðgöngum. Utan úr heimi eru það svo sjálfsagt átökin milli Líbana og ísraela. List Spennandi sumardagslcrá Nánari upplýsingar Kaffisala kl. 13-17 www.videy.eom 533 5055 Viðeyjarferjan siglir reglulega alia daga úsh Roykjíwikurborg Heiðskirt Léttský]að Skýjað Alskýjað "' L Rigning, litllsháttar iÉJj'Jjh' Algarve 28 Amsterdam 22 Barcelona 28 Berlín 27 Chicago 24 Dublin 20 Frankfurt 25 Glasgow 22 Hamborg 23 Helsinki 18 Kaupmannahöfn 26 London 26 Madrid 33 Mallorka 33 Montreal 25 New York 26 Orlando 27 Osló 23 París 25 Stokkhólmur 22 Vín 22 Þórshöfn 13 Veðurhorfur í dag ki: 15.00 Veðursíminn 902 0600 Byggt á upplýsingum frá Veðurstofu íslands Á morgun

x

blaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.