blaðið - 29.07.2006, Qupperneq 4
4IFRÉTTIR
Ævilíkur þjóða heims
Næst elst allra
Þrátt fyrir að mengun sé með
mesta móti í Hong Kong endist
íbúum borgarinnar ævin í 79 ár að
meðaltali. Samkvæmt nýrri skýrslu
japanskra yfirvalda um ævilíkur
þjóða heims, þar sem efnahags-
svæðið umhverfis Hong Kong er
aðgreint frá öðrum hlutum Kína,
eru Hong Kong-búar efstir á blaði.
Islendingar koma fast á hæla þeirra,
en þeir eru líklegir til þess að ná 78,9
ára aldri, en í þriðja sæti eru Sviss-
lendingar, sem talið er að nái 78,6
ára aldri. Athygli vekur í skýrslunni
að ævilíkur Japana hafa lækkað
nokkuð frá fýrri rannsóknum.
Ýmsir sérfræðingar hafa undr-
ast þennan árangur Hong Kong,
en borgin er afar þéttbýl, mengun
mikil og hingað til hefur fáum
dottið í hug að hrósa íbúunum fyrir
heilsusamlega lifnaðarhætti. Tób-
aksneysla er ein sú mesta á byggðu
bóli, áfengisneysla vel yfir heimsm-
eðaltali, mengunarmolla hvílir alla
jafna yfir borginni og ýtir undir alls
kyns öndunarfærakvilla. Þá hafa lýð-
heilsusérfræðingar haft áhyggjur af
mikilli sókn ruslfæðis og skyndibita
í meltingarvegi borgarbúa, en offitu-
vandi hefur belgst út í réttu hlutfalli
við hana og meiri kyrrsetu.
Samkvæmt skýrslunni verða jap-
anskar konur langlífastar 21. árið í
Hong Kong: Eldri borgarar í Hong
Kong glíma við Elli kerlingu og geng-
ur betur en aðrir.
röð, en því næst koma konur í Hong
Kong og á Spáni. íbúar Hong Kong
verða hins vegar langlífastir karla,
en íslendingar og Svisslendingar
næstir. Þetta er í fyrsta sinn i 32 ár,
sem Japanar eru ekki meðal þrig-
gja efstu á listanum. Ástæðan er
einkum rakin til flensufaraldurs á
liðnu ári, en skýrsluhöfundar telja
að til lengri tíma litið geti Japanar
að öllu jöfnu vænst því að lifa lengur
en flestar aðrar þjóðir heims.
Algengustu dánarorsakir íslend-
inga eru sjúkdómar í blóðrásarkerfi,
illkynja æxli, hjartasjúkdómar, heila-
æðasjúkdómar, sjúkdómar í öndun-
arfærum, sjúkdómar í taugakerfi og
skynfærum, slysfarir, geðraskanir
og atferlisraskanir.
Nýtt met í vöruskiptum við útlönd:
Innflutningur hefur
aldrei verið meiri
Innflutningur á fyrstu sex mán-
uðum þessa árs jókst um tæp 24%
miðað við sama tímabil í fyrra og
hefur aldrei verið meiri. í krónum
talið hefur verðmæti innflutnings
aukist um 37 milljarða á milli ára en
alls hafa íslendingar flutt inn vörur
að verðmæti 181 milljarður það sem
af er þessu ári.
Á sama tíma nam verðmæti út-
flutnings rúmum 114 milljörðum og
nemur vöruskiptahallinn á fyrstu
sex mánuðum þessa árs því rétt
tæpum 67 milljörðum.
Mest var flutt út af sjávarafurðum
og var verðmæti þeirra 55,9% af
heildarverðmæti útflutnings. Þá
var mikil aukning í innflutningi
á fjárfestingarvörum og hrá- og
rekstrarvörum.
Aldrei fleiri ferðamenn:
Metár í Vaglaskógi
■ Útlendingar gista í tjöldum ■ íslendingar kjósa fellihýsi.
Eftir Höskuld Kára Schram
Ferðasumarið hefur gengið vel hér
innanlands þrátt fyrir leiðindaveður
í sumum landshlutum að mati þeirra
sem til þekkja. íslendingar sækja
norður í sólina á meðan erlendir
ferðamenn dreifast jafnt um landið.
Skógarvörður í Vaglaskógi segir allt
stefna í metár hvað gistinætur
varðar. Almennt eru umsjónar-
menn á tjaldsvæðum sammála
um að umgengni ferðamanna hafi
stórbatnað á undanförnum árum.
Útlendingum fjölgar
„Sumarið hefur verið
ósköp hefðbundið
hingað til. Kannski
eitthvað minna af Is-
lendingum en vana-
lega en á móti hefur
útlendingum
Qölgað," segir
Ragnar Frank,
þjóðgarðsvörður
í Skaftafelli. Um
helgina voru þar
um 300 tjöld en að
meðaltali gista um
14 til 18 þúsund manns
á tjaldsvæðinu þar yfir
sumarið.
Að sögn Ragnars hefur
umgengni á svæðinu batnað
á undanförnum árum þrátt fyrir
aukinn straum ferðamanna. Hann
segir þó að setja megi meiri pening
í viðhald og gerð göngustíga til að
tryggja að gróður skemmist ekki
vegna aukins ágangs. „Við erum
stanslaust að lagfæra þessa stíga en
það mætti spýta verulega í lófann
hvað fjármagn varðar til að gera
þetta ásættanlegra.“
Jóna Guðný Eyjólfsdóttir, skála-
vörður í Langadal í Þórsmörk, segir
sumarið hafa verið mjög gott hingað
til bæði hvað varðar fjölda gesta
sem og veðursæld. „Það er aðallega
göngufólk sem er að gista hérna í
tjöldum. Þetta er
.
Inniheldur
1%
vatnsleysanlegar
trefjar
';'
fólk
sem er að koma niður Laugaveginn “
Jóna segir útlendinga aðallega
gista í tjöldum en Islendingarnir
kjósi hins vegar í vaxandi mæli að
gista í fellihýsum. „Það er mikið
af Islendingum núna sem gista í
fellihýsum. Þetta eru aðallega fjöl-
skyldur og náttúruunnendur.'1
Metár í Vaglaskógi
Sigurður Skúlason, skógarvörður
í Vaglaskógi, segir óvenju mikið af
ferðamönnum hafa lagt leið sína
í Vaglaskóg í sumar. Telur hann
veðrið leika þar stórt hlutverk en Is-
lendingar eru í miklum meirihluta
þeirra sem gista þar. „Það
hefur verið slæmt veður
fyrir sunnan og vestan
á meðan það hefur
verið nokkuð gott
hér. Fólk hefur
því sótt norður.“
5Um tvö þús-
und manns
gistu á tjald-
svæðinu um
helgina og
varlavarpláss
fyrir fleiri
að sögn Sig-
urðar. Margir
hafi því þurft
frá að hverfa
en Sigurður
gerir ráð fyrir
því að sumarið í ár
verði metsumar hvað
gistinætur varðar. „Júní-
mánuður var óvenjugóður
í gistinóttum talið og þær ekki
fleiri síðan 1991. Ég sé ekki annað en
að það stefni í metsumar í ár og þetta
verði rúmlega 15 þúsund gistinætur
þegar upp er stað.“
hoskuldur@bladid.net
TILBOÐ
Stor oq sma
1
9 s
loftkœnkerfi!
Skrifstofur
Tölvurými
Fundasalir
• •, 1
Fœranleg loft|cœlikerfi
Starfsmenn Efnahagsbrotadeildar önnum kafnir:
Tvöfalt fleiri mál en í Skandinavíu
Starfsmenn efnahagsbrotadeildar
ríkislögreglustjóra eru að meðaltali
með tvöfalt fleiri viðfangsefni á
sinni könnu en kollegar sínir í Nor-
egi og Svíþjóð. Þetta er á meðal þess
sem kemur fram í ársskýrslu ríkis-
lögreglustjóra fyrir árið 2005.
Hér á landi var hver starfsmaður
efnahagsbrotadeildarinnar með
21,5 verkefni að jafnaði en sambæri-
legar tölur fyrir Noreg og Svíþjóð
voru 10,1 og 10,6 verkefni. íslenska
efnahagsbrotadeildin ver um 90%
vinnustunda sinna til rannsóknar-
vinnu og saksóknar en í Noregi er
hlutfallið 60%.
Ársskýrsla ríkislögreglu-
stjóra: Helmingi fleiri verkefni
á mann hér á landi samanborið
við nágrannalöndin.
Ef litið er til meðaltals síðustu ergefinút. I Noregiermeðaltalið287
fimm ára þá líða 386 daga frá því dagar og í Sviþjóð líða hvorki meira
tekið er á móti kæru og þar til ákæra né minna en 503 dagar í Svíþjóð.