blaðið - 29.07.2006, Síða 6

blaðið - 29.07.2006, Síða 6
6IFRÉTTIR LAUGARDAGUR 29. JÚLÍ 2006 t>la6ið Samgönguráðherra telur brýnt að lausn fáist í deilu flugumferðarstjóra: Kvartað undan íslendingum ■ Raskanir á flugþjónustu ■ Fyrirspurn frá Alþjóðasamtökum flugfélaga ■ Gríðarlegur tekjumissir Eftir Höskuld Kára Schram Allar truflanir á þjónustu vegna flugumferðaryfir íslenskt flugstjórn- arsvæði geta haft alvarlegar afleið- ingarfyrirlslendinga aðsögnSturlu Böðvarssonar, samgönguráðherra. Hann segir mik- ilvægt að lausn finnist í deilu flugumferða- stjóra og Flug- málastjórnar sem fyrst. Tugir þúsunda flug- véla fara um ís- lenskt flugstjórn- arsvæði á hverju ári sem skapar tekjur upp á rúma tvo milljarða fyrir þjóðarbúið. Islendingar geta misst hluta af þessu haldi raskanir á flugþjónustu áfram. Truflanir illa séðar „Það hafa komið upp áhyggjur af okkar hálfu. Ef okkur tekst ekki að sinna þessari þjónustu eins og kröfur eru um þá er við því að búast að það veiki okkar stöðu,“ segir Sturla Böðv- arsson, samgönguráðherra. Um 86 þúsund flugvélar fóru um úthafssvæði íslenska flugstjórn- arsvæðisins í fyrra en íslendingar sjá um flugstjórn á því svæði sam- kvæmt samningum við Alþjóða flug- málastofnun. I ár er gert ráð fyrir að um íoo þúsund vélar fari um svæðið og nema tekjur vegna þessa rúmum tveimur milljörðum. Að sögn Sturlu eru hvers konar truflanir og tafir illa séðar af al- þjóða flugmálayfirvöldum og mikil- vægt að lslendingar standi við sinn hluta samningsins. „Ég má ekki til þess hugsa að missa þennan samn- ing. Það skiptir mjög miklu máli að Sturla Böðvarsson Flugumferðarstjórar óánægðir Hafa mótmælt kröftulega hinu nýja vakta fyrirkomulagi. við getum staðið við þær skyldur og skuldbindingar sem samningurinn leggur okkur á herðar. Allar tafir og truflanir eru afskaplega illa séðar af flugfélögum.“ Eins fram kom í fréttum í vikunni jukust skyndiforföll flugumferðar- stjóra um 65% í júnímánuði miðað við sama mánuð í fyrra. Dæmi eru um að mannekla hjá flugstjórnarmið- stöð hafi valdið töfum og röskunum á flugumferð yfir íslenskt flugstjórn- arsvæði. Nú þegar hafa kvartanir borist frá erlendum flugfélögum og þá hefur Flugmálastjórn borist fyrir- spurn frá Alþjóðasamtökum Flugfé- laga (IATA) vegna málsins. Deila flugumferðarstjóra og Flug- málastjórnar vegna vaktafyrirkomu- lags hefur nú staðið yfir í tæp sex ár. I mars síðastliðnum ákvað Flug- málastjórn einhliða að taka upp nýtt vaktakerfi þrátt mikil mótmæli flugumferðarstjóra. Skapar fjölmörg störf Sturla segir samninginn við Al- Aukin veikindi valda töfum á millilandaflugi ....1 . i9l,linnH‘"nIlftlf1t,v?fflh,tlffflllflt Blaðið síðastliðinn þriðjudag þjóða flugmálastofnun vera íslend- ingum afar hagstæður og skapa fjölmörg störf hér innanlands. „Flug- málastjórar eiga mikið undir því að ekki verði breytingar á þessum samningi. Hann skiptir okkur miklu máli og styrkir alla flug- þjónstu innanlands.“ Samgönguráðuneytinu hefur ekki borist kvartanir vegna málsins og vonar Sturla að til þess komi ekki. Hann segir mikilvægt að Flugmála- stjórn og flugumferðarstjórar leysi úr sínum deilumálum sjálfir og segir ráðuneytið ekki muni skipta sér að deilunum. „Þetta er í þessum farvegi. Við höfum ekkert með starfsmannahald einstakra stofn- ana að gera. Flugumferðarstjórar og Flugmálastjórn verða að koma sér saman um næstu skref í þessu.“ Samkvæmt upplýsingum frá Flugmálastjórn hefur flugumferðar- stjórn gengið eðlilega fyrir sig í vik- unni og ekki orðið neinar tafir frá því á sunnudaginn. hoskuldur@bladid.net Stríðinu mótmælt BlaWFMki Samtök herstöövaandstæöinga efndu til mótmæla ígær fyrir framan bandaríska sendiráöiö í Reykjavík. Tilefni mót- mælanna var stuöningur Bandaríkjanna viö Israel vegna þeirra átaka sem nú eiga sérstað ÍLÍbanon. Um tvö hundruð manns tóku sér stööu fyrir framan sendiráðið og héldu mótmælaspjöldum á loft. Ögmundur Jónasson, þingmaður Vinstri-grænna var þeirra á meðal og flutti ræöu þar sem hann mótmælti hernaöinum í Líbanon.. Utanríkisráðherra: j Hvetur til vopna- hlés nú þegar Valgerður Sverrisdóttir utanríkis- ráðherra hvetur til þess að vopnahléi verði þegar komið á í Líbanon í bréfi sem hún skrifaði Tzipi Livni, utanríkisráðherra Israels. I bréfinu lýsir Valgerður jafnframt yfir mikilli furðu sinni og áhyggjum af því að Israelar skutu á eftirlitsstöð Sameinuðu þjóðanna {Líbanon. Valgerður segir að Islendingar skilji hversu flókið ástandið fyrir botni Miðjarðarhafs sé, ekki síst vegna þess að íslendingar séu vinaþjóð Israela og hafi tekið þátt í að vinna ísraelum viðurkenningu á alþjóðlegum vettvangi. Það breyti því þó ekki að hún hafi miklar áhyggjur af stöðu mála í Líbanon. Eyðileggingunni þar og hörmungum þeim sem óbreyttir borgarar hafa mátt þola verður að ljúka, segir Valgerður. Kalifornía: Skaðræðishitar Um hundrað manns hafa látist vegna gríðarlegrar hitabylgju sem gengið hefur yfir Kaliforníu-ríki í Bandaríkjunum síðustu vikunar. Á sumum svæðum í ríkinu hefur hitastigið náð 46 gráðum. Víðs- vegar hafa líkhús ekki undan við að taka við fórnarlömbum hita- bylgjunnar. Veðrið hefur einnig haft mikil áhrif á fjórfætlinga en um 25 þúsund kýr hafa drepist í hitunum, eða sem nemur einu pró- senti af öllum mjólkurkúm ríkis- ins. Um sjöhundruð þúsund svín hafa einnig drepist. Lýst hefur verið yfir neyðarástandi víðsvegar um rikið og þrátt fyrir að veður- Hitabylgja Hátt hitastig bitnarjafnt á mönnum og málleysingjum fræðingar spái minni hita á næst- unni er talið að hitastig verði víðs- vegar um fjörutíu gráður.

x

blaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.