blaðið - 29.07.2006, Page 14

blaðið - 29.07.2006, Page 14
14 LAUGARDAGUR 29. JÚLÍ 2006 blaðið \ vísindi visíndi@bladíd.net Samgöngur heldra fólks Akandi eldra fólk er ólíklegra til að leggjast inn á elliheimili en það sem hefur hætt að aka eða hefur aldrei ekið. Þetta kemur fram í nýrri rannsókn en niðurstöður hennar voru birtar í tímaritinu American Journal of Public Health. Rannsakendur segja að þeir hafi alls ekki hvatt ökumenn til þess að keyra lengur en þeir treystu sér. í máli þeirra kemur þó fram að þegar ökumenn hættu að aka, sérstaklega þar sem almenningssamgöngur voru af skornum skammti, þá hefði það oft í för með sér auka kostnað. Eldra fólk á erfiðara með að sinna þörfum á borð við matar- innkaup þegar það er hætt að keyra. Það getur verið dýrt að leggjast inn á elliheimili eða hjúkrunar- heimili og er ekki á færi allra. Rannsakendur leggja það til að fundin verði nýstárleg lausn til að mæta samgönguvanda þeirra sem hættir eru að aka eða hafa aldrei ekið. Ef það er ekki gert er hætta á því að fólk sé á hjúkrunar- heimili án þess að þurfa þess eða það einangrist heima hjá sér. NASA dregur úr rannsóknum Bandaríska geimferðastofn- unin NASA íhugar að hætta rann- sóknum í alþjóðlegu geimstöðinni vegna fjárhagsskorts. Fjármagn til rannsókna var skorið niður í 200 milljónir doll- ara á síðasta ári vegna aukins kostnaðar vegna geimskutlnanna og vegna fellibylsins Katrínar sem lék Bandaríkin hart. Þetta kemur fram á vef BBC. Samkvæmt þessari áætlun er gert ráð fyrir að engar rannsóknir verði gerðar árið 2007 en þeim verði þó haldið áfram ári eftir. Þetta mun óhjákvæmilega hafa áhrif á þær áætlanir að rannsaka tunglið og það markmið að senda far til Mars. Margir hafa gagnrýnt geimferða- stofnunina fyrir að vilja aðeins fjármagna rannsóknir sem snúa að löngum geimferðum eins og til tunglsins. KONUR ÁTAK KARLAR ÁTAK ROPE YOGA - takmarkaður fjöldi „EXTREME“-ÞJALFUN - Námskeið fyrir þá sem vilja meira en við hin vikna námskeið JÓGA á meðgöngu takmarkaður fjöldi Laugar s. 553 0000 - Spöngin s.553 5000 - I húsi Orkuveitunnar s.562 6200 www.worldclass.is worldclass@worldclass.is

x

blaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.