blaðið - 29.07.2006, Side 22

blaðið - 29.07.2006, Side 22
22 I VIÐTAL LAUGARDAGUR 29. JÚLÍ 2006 blaöiö „Pabbi og mamma sögðu líka: Þú þarft ekkert að vera sammála okkur, vertu bara ekki skoðana- laus. Ég hef aldrei verið skoðanalaus." lega þreyttan. Nú fæ ég örugglega að heyra það að ég sé að væla en ég held að ég sé bara að draga fram veruleikann. Almennt er gaman í pólitík. Ég er ekki í pólitík vegna þess að ég sé að leita eftir athygli heldur vegna þess að pólitíkin er heillandi og gefandi. 1 mínu starfi er ég að taka ákvarð- anir og koma í framkvæmd hlutum sem ég hef trú á að skili miklu fyrir einstaklinga og fjölskyldur. Þegar maður finnur að maður hefur áhrif þá heldur maður áfram. Það er ágætt að hafa metnað en hann þarf að vera heilbrigður. Maður verður að vera jarðbundinn og ekki láta metnaðinn teyma sig áfram en hann er svosem ágæt svipa. Svo er mikilvægt að hafa ekki of mikið af já-fólki í kringum sig. Maður verður líka að hafa fólk sem kemur til manns og segir: Þorgerður mín, staldraðu nú aðeins við. Þetta er fólk, vinir og vinkonur sem ég tek mark á, sjálfstæðismenn en líka fólk sem þarf ekkert endilega að vera í sama flokki og ég. Ég held að flestir stjórnmálmenn þekki það að eignast vini úr öðrum flokkum sem Fatnaður á alla fjölskylduna f tugþúsundatali fyrir spott-prís Jakkaföt - Stakir jakkar - Frakkar - Buxur - Skyrtur - Bindi Bolir Peysur - Kápur - Blússur - Pils - Kjólar - Toppar - Sokkar Hanskar - Treflar - Vettlingar - Húfur - Nærfatnaður á alla fjölskylduna - Sængurföt - Lök og handklæði Fyllið fataskápinn fyrir smápening! Næg bílastæði FAT Opið: Virka daga 11-19 Laugardaga og sunnudaga 12-18 VESTURLANDSVEGUR z z 2 ÁRTÚNSBREKKA UTSALA Ruby Tuesday 5 S z 2 z o= s s > X X HÚSGAGNAHÖLLIN er gott að tala við og fara yfir hlut- ina með. Það væri illa fyrir manni komið ef maður færi að velja vini sína eingöngu eftir pólitískum skoð- unum þeirra. Mér fannst til dæmis sárt að sjá á eftir góðri vinkonu minni Bryndísi Hlöðversdóttur af þingi. Sömuleiðis Guðmundi Árna. Við Árni Magnússon áttum mjög gott samstarf í ríkisstjórninni, við erum á sama aldri og hugsum svipað. Ég veit að hann er að gera fína hluti þar sem hann er en mér fannst að hann ætti að sitja áfram því hann hafði mörgu að miðla og hafði margt að segja.“ Gleðin í starfínu Þú segir að pólitíkin sé ákveðinn tími í lífi þínu. Ætlarður ekki að eyða lífiþínu ípólitík? „Ef ég ætlaði að hafa pólitíkina sem mitt ævistarf þá þýddi það að minnsta kosti. 27 ár til viðbótar, miðað við hin hefðbundnu starfs- lok. Nei, ég ætla ekki að eyða lífi mínu í pólitík. Ef það koma tíma- bil sem gefa mér ekki þá gleði sem stjórnmálin gefa mér í dag þá hætti ég. Maður verður að hafa gleðina í starfinu, þá er líklegra að starfinu verði sinnt af alúð. Annars á maður að hætta og gefur öðrum tækifæri. En eins og staðan er í dag þá hef ég gaman af starfinu og sé fyrir mér að halda áfram í pólitík í einhvern tíma.“ Fyrrverandi fjölmiðlamaður sagði við mig að það vœri allt öðru- vísi að hitta þig en aðra ráðherra, þú hefðir svo miklu frjálslegri fram- komu en þeir. „Það háir mér kannski stundum hvað ég er óformleg. Sumir segja mér að ég þurfi að vera formlegri en ég vil bara fá að vera ég sjálf. Mér finnst þýðingarmikið að sýna fólki virðingu og það gerir maður að hluta til með því að vera maður sjálfur. En þótt ég sé frjálsleg og vonandi nokkuð umburðarlynd þá þýðir það ekki að ég geti ekki sýnt ákveðni. Ég er stelpa sem ólst upp í Breið- holtinu og fór mínar leiðir. Um- hverfið hafði áhrif á mig, þegar ég gekk þar um fannst mér ég vera frjáls. Þegar maður öðlast frelsis- tilfinningu þá verður hugurinn meira skapandi og maður öðlast sjálfstraust. Uppeldið mótaði mig líka, foreldrar mínir hvöttu mig og sögðu að ég gæti gert hlutina al- veg til jafns við strákana. Pabbi og mamma sögðu líka: Þú þarft ekkert að vera sammála okkur, vertu bara ekki skoðanalaus. Ég hef aldrei verið skoðanalaus." Þú nefndir frelsið. Skiptir frelsið þig miklu máli? „Frelsið skiptir mig öllu máli. And- legt frelsi er lykilatriði. Þegar maður áttar sig á því að það eru engir fjötrar í huga manns þá er maður tilbúinn að breyta umhverfi sínu og stuðla að því að skapa öðrum sem mest frelsi á öllum sviðum.“ kolbrun@bladid.net

x

blaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.